Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Síða 83
— 81
1951
Allmikið mun kveða að því, að
slumpað sé á þessa sjúkdómsgrein-
ingu; sumum læknum hættir við að
rugla saman heilasótt og heilablæstri
(sbr. það, er segir hér að framan um
heilablástur), og virðist ekki eingöngu
um að ræða, að villzt sé á islenzku
heitunum.
Stykkishólms. Maður á þritugsaldri
var fluttur hingað á sjúkrahús af
Barðaströnd. Hann lá nokkuð lengi,
fékk mjög stóra skammta af pensilíni
og batnaði.
Hvammstanga. Telpa á 2. ári veikt-
ist. Um smitun er ekkert vitað. Ná-
kvæm sjúkdómsgreining var vitaskuld
óframkvæmanleg hér, en klíniskt virt-
ist varla geta verið um annað að ræða.
Telpunni batnaði að lokum til fulls.
Nes. 1 slæmt tilfelli upp úr ofkæl-
ingu. Fékk fyrst pensilín með litlum
árangri og síðan chloromycetín með
góðum árangri.
Víkur. 17 ára piltur í Reynishverfi
veiktist allþungt. Þóttist ég viss um
diagnosis, en náði aldrei neinum vökva
með mænustungu. Batnaði vel, en all-
lengi með ríg í hálsi og baki. Faðir
og systir sjúklingsins veiktust einnig,
en vægar.
12. Mislingar (morbilli).
Töflur II, III og IV, 12.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 4396 377 2 882 5737
Dánir 5 1 „ „10
Mislingar gengu að kalla um allt
land, eru þó ekki skráðir i 8 héruð-
um, en þar af höfðu nokkur lokið sér
af á fyrra ári. Héruð þau, sem virð-
ast algerlega hafa sloppið bæði árin,
eru Ólafsfj., Grenivikur, Þórshafnar
og Bakkagerðis. Veikin þótti allþung,
og urðu mannslát tiltölulega fleiri en
í síðasta aðalfaraldri, miðað við skráð
tilfelli, en aftur drjúgt færri en í
næsta aðalfaraldri þar á undan, að
ekki sé taiað um, ef lengra er horft
aftur (1936: 6,7%»; 1943; 2,7%»; 1947:
1.1%»; 1951: 1,7%«). Vera má, að þetta
standi að einhverju leyti í sambandi
við mismunandi aldursskiptingu sjúk-
linganna í hinum ýmsu faröldrum, þó
að ekki liggi i augum uppi. Á 1. ári
og innan 5 ára aldurs veiktust, miðað
við heildartölu skráðra tilfella, 1936:
3,8%, 27%; 1943: 5,3%, 33%; 1947:
4,9%, 37%; 1951: 7,6%, 49%. Allmik-
ið var um ónæmisaðgerðir gegn mis-
lingum með sermi úr mislingasjúk-
lingum i afturbata, og eru vitnisburðir
samhljóða um, að gefið hafi góða
raun, svo að jafnvel er talið einhlitt,
ef í tæka tíð og þó ekki með of löng-
um fyrirvara er gert.
Rvík. Tóku að gera vart við sig sið-
ara hluta árs 1950. Náði faraldurinn
hámarki í marz þ. á., en tók að réna
úr því. Strjálingstilfelli skráð allt fram
í október. 4 hafa dáið úr veikinni,
þar af 2 börn á 2. ári.
Hafnarfj. Færðust mjög i aukana í
ársbyrjun. Þeirra hafði orðið vart á
síðustu mánuðum ársins 1950. Nokk-
ur börn fengu blóðvatn profylaktiskt,
einkum þau, sem liöfðu kikhósta sam-
tímis. Var það ómetanleg lijálp i slík-
um tilfellum. Nokkur mislingatilfellin
voru allþung.
Álafoss. Nokkuð var gert að þvi að
dæla mislingaserum í fólk, helzt full-
orðið, og virtist það gefa góða raun.
Akranes. Komu upp i febrúar og
gengu fram i ágúst.
Borgarnes. Komu í júní—júli í örfá
hús í Borgarnesi og dóu þar út án
sérstakra aðgerða.
Ólafsvíkur. Komu til Ólafsvikur í
apríl; sýktu á annað hundrað manns.
Einnig þessi faraldur nam staðar við
Ólafsvíkurenni (eins og inflúenzufar-
aldurinn).
Stgkkishólms. Bárust i héraðið i
júnímánuði, og var slæðingur af þeim
fram i september. Ekkert tilfelli skráð
i október—nóvember (kunna þó að
hafa verið einhver), en síðar eru
nokkur tilfelli í desember. Útbreiðsla
aldrei mikil, og fór veikin mjög hægt
og dreift yfir. Sumir sjúklingarnir,
einkum fullorðnir, urðu allþungt veik-
ir, en yfirleitt virtist veikin frekar
væg. Allmargir fengu mislingaserum,
sérstaklega veikluð börn og unglingar
og nokkrar ófrískar konur.
fíá öardals. Bárust frá Reykjavík
siðara hluta maimánaðar og gengu
11