Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 92
1951
— 90 —
Var faðirinn allþungt haldinn. Ekki
fór bólan víðar um héraðið.
Blönduós. Stakk sér niSur framan
af ári, einkum á Blönduósi.
Sauðárkróks. Stingur sér niður
framan af árinu; eru skráð aðeins 4
tilfelli, en ekki munu nærri allir hafa
leitaö læknis.
Akureyrar. Gerði talsvert vart við
sig á árinu. Urðu þó aldrei veruleg
hrögð að henni og engin tilfelli svo
þung, að orð sé á gerandi.
Nes. Öll í Mjóafirði og breiddist
ekkert út þaðan.
Vestmannaeyja. Allútbreidd seinna
hluta ársins.
Laugarás. Smáfaraldur í febrúar—
marz, aðallega á Laugarvatni og um-
liverfi.
23. Heimakoma (erysipelas).
Töflur II, III og IV, 23.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 24 31 22 28 17
Dánir 1 „ „ 1
Flateyrar. Súlfalyf dugðu vel.
Búða. Varð vart, einkum í maí.
Eyrarbakka. Fljótur og góður bati
af súlfalyfjum.
24. Þrimlasótt
(erythema nodosum).
Töflur II, III og IV, 24.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 15 3 3 5
Dánir ,, ,, ,, „ ,,
í fyrsta skipti, siðan tekið var að
skrá sótt þessa reglulega (1929), er
nú ekkert tilfelli skráð, en ekki er
það tákn þess, að kvillanum sé hætt
að bregða fyrir.
Hvammstanga. 10 ára drengur (ekki
skráður) fékk fyrst væga hálsbólgu,
síðan blárauða þrimla á fótleggi. Fékk
súlfadíasín. Batnaði fljótt og til fulls.
Ekkert virtist benda til þess, að um
berkla gæti verið að ræða.
Hofsós. Er kunnugt um 3 tilfelli
(ekkert skráð). Flest börn, sem sýkt-
ust af lungna- eða kirtlaberklum.
25. Gulusótt (hepatitis infectiosa).1)
Töflur II, III og IV, 25.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 3 1 3 1 58
Dánir „ 1 „ „ 1
Smáfaraldrar skráðir siðara hluta
árs, aðallega i 3 héruðum, Reykjavik-
ur, Flateyrar og Húsavikur, en ófull-
nægjandi grein gerð fyrir.
Rvík. 8 sjúklinganna eru skráðir í
ágúst—nóvember, og var hægt að
rekja veikina til einnar fjölskyldu.
Þingeyrar. Nokkur tilfelli síðustu
mánuði ársins. Virðist hafa borizt
frá Reykjavík. Veikin fremur væg.
Nes. 1 áberandi tilfelli. Ekki getið
á mánaðarskrá.
26. Ristill (herpes zoster).
Töflur II, III og IV, 26.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 73 65 65 76 70
Dánir ,, ,, ,, ,, „
Rvik. 1 kona skráð með meningitis
ín herpete zostere.
Þingeyrar. 1 tilfelli án verulegra
eftirverkja.
Flateyrar. 1 tilfelli, roskin kona, og
liefur hún enn öðru hverju sára verki
i baki.
Hólmavikur. Gamall maður fékk
ristil, og um 2 vikum siðar veiktist
barn á sama bæ af hlaupabólu. Hin
tilfellin voru 10 ára telpa og 24 ára
stúlka. Ekkert samband virtist milli
þeirra tilfella og tveggja hlaupabólu-
tilfella nokkru siðar.
1) Samkvæmt regluin Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar er nú tekið upp að skrá í einni
syrpu ekki eingöngu það, sem áður var skráð
sem icterus epidemicus (s. catarrhalis), held-
ur einnig hvers konar bráða, en að öðru leyti
óskýrgreinda lifrarbólgu (hepatitis acuta) og
kalla sameiginlegu heiti, hepatitis infectiosa;
íslenzka heitinu verður haldið óbreyttu (gulu-
sótt). Verða því tölur þær, sem hefjast með
þessu ári, ekki undantekningarlaust sambæri-
legar við gulusóttartölur fyrri ára, þvi að
stöku sinnum hefur borið á faraldri að bráðri
lifrarbólgu, sem ekki hefur verið talinn til
hinnar skráðu gulusóttar (sbr. einkum Heil-
brigðisskýrslur 1942, bls. 50—53; 1943, bls. 44;
1947, bls. 45; 1948, bls. 54; 1949, bls. 54).
i