Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Side 96
1951
— 94
árinu í Keflavíkurhéraði, svo að vitað
sé. (í héraðinu er enginn skráður með
meðfædda sárasótt og enginn með
sárasótt á 1. eða 2. stigi, heldur 6 með
sárasótt á 3. stigi; kemur það ekki
alls kostar heim við þessa umsögn
héraðslæknis).
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Töflur V, VI, VIII, IX og XI.
1. Eftir mánaðaskrám:
1947 1948 1949 1950 1951
Tl). pulm. 152 178 126 153 136
Tb. al. loc. 59 42 43 32 29
Alls 211 220 169 185 165
Dánir 71 47 36 29 31
2. Eftir berklabókum (sjúkl. í árs-
lok): 1947 1948 1949 1950 1951
Tb. pulum 829 834 818 841 810
Tb. al. loc. 287 172 172 155 146
Alls 1116 1006 990 996 956
Berkladauði er svipaður og á siðast
liðnu ári og nemur aðeins 0,2%o lands-
manna; hefur nú, í bili a. m. k., orðið
hlé á hinni öru lækkun berkladauð-
ans síðast liðin 5 ár. Heilaberkladauði
nemur 9,7% heildarberkladauðans;
áður lægst 6,7% (1941).
Skýrslur um berklapróf hafa borizt
úr 48 héruðum, og taka þau til 15117
manns. Skiptist sá hópur þannig eftir
aldri og útkomu:
0— 7 ára: 591, þar af jákvæð 33 eða 5,6 %
7—14 — : 12325, — — — 1110 — 9,0 —
14—20 — : 1912,------— 394 — 20,6 —
Yfir 20 —: 289,------— 117 — 40,5 —
Skýrsla berklayfirlæknis 1951.
Árið 1951 voru framkvæmdar
berklarannsóknir (aðallega röntgen-
rannsóknir) i 17 læknishéruðum. Voru
alls rannsakaðir 24157 manns, á 6
heilsuverndarstöðvum 22275, aðallega
úr 7 læknishéruðum (berklarannsókn-
ir i Hafnarfirði eru framkvæmdar af
heilsuverndarstöðinni i Reykjavík), en
með ferðaröntgentækjum 1882 manns,
aðallega úr 10 læknishéruðum. Fjöldi
rannsókna er hins vegar langtum
meiri, þar eð margir koma oftar en
einu sinni til rannsóknar. Námu þær
alls 33464. Árangur rannsókna heilsu-
verndarstöðva er greindur sérstaklega
(sbr. bls. 152—153). Af 734, sem rann-
sakaðir voru með litlum ferðaröntgen-
tækjum í 9 læknishéruðum, voru 9,
eða 1,2%, taldir hafa virka berkla-
veiki. Aðeins einn þeirra, eða 0,1%,
var áður óþekktur (barn með hilus-
berkla). Þessum rannsóknum var yfir-
leitt hagað eins og að undanförnu og
aðallega rannsakaðir nemendur og
starfsfólk héraðsskólanna og fólk sam-
kvæmt vali héraðslæknis. Heildar-
rannsókn var framkvæmd á Húsavík.
Var hún gerð í ágústmánuði. Berkla-
próf var gert á öllum, er komið gátu
til rannsóknar, á aldrinum 1—20 ára.
Alls tók rannsóknin til 1148 manns,
en það voru 99,1% þeirra, er taldir
voru geta komið til rannsóknarinnar.
7, eða 0,6%, reyndust hafa virka
berkla, og allir voru þeir áður þekkt-
ir, en einn þeirra var vistaður á
sjúkrahúsi um skeið, að rannsókninni
lokinni. 33, eða 2,9%, voru taldir
þurfa eftirlits með. 9 þeirra, eða 0,8%,
voru áður ókunnir. Við berklaprófið
var Moroaðferð notuð upp að 12 ára
aldri. Mantoux-próf eftir það upp að
20 ára aldri. Alls voru þannig berkla-
prófaðir 399 manns. Árangur prófsins
var sein greinir í eftirfarandi töflu:
Fjöldi rannsalcaðra: % jákvæðra:
Aldur Konur Karlar Samtals Konur Karlar Samtals
1— 4 52 70 122 1,9 4,3 3,3
5— 9 55 59 114 12,7 8,5 10,5
10—14 50 35 85 32,0 40,0 35,3
15—19 49 29 78 42,9 41,4 42,3
1—19 206 193 399 21,8 17,6 19,8