Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 97
— 95
1951
Calmettebólusetningu var hagað iíkt
og áður. Á heilsuverndarstöðinni i
Reykjavík voru 692 manns, aSallega
hörn og unglingar, bólusett gegn
berklaveiki. Áframhaldandi samstarf
var haft við berklarannsóknadeild Al-
ÞjóSaheilbrigSisstofnunarinnar, eink-
um meS tilliti til túberkúlínrannsókna.
Hjúkrunarkona (frú María Pétursdótt-
ir) og læknir (Jón Eiríksson) dvöld-
ust um tveggja mánaSa skeiS i Dan-
mörku til þess aS kynna sér þar þær
aSferðir, sem þessi stofnun beitir við
túberkúlínrannsóknirnar. Var kostnað-
ur allur vegna ferðar þeirra og dvalar
erlendis greiddur af AlþjóSaheilbrigð-
isstofnuninni. Er ætlazt til þess, að
hjúkrunarkonan hafi framvegis aðal-
lega berklaprófin með höndum. Sig-
Snundur Jónsson læknir, sem starfað
íhefur undanfarin ár að hálfu leyti á
vegum berklayfirlæknis, lét af þeim
störfum í októbermánuði og hefur
síðan dvalizt erlendis (i Ameríku).
Hafnarfj. 2 sjúklingar á mánaðar-
skrá, en fleiri kunna að hafa átt að
vera þar. Berklaeftirlitið í þessu hér-
aði fer allt fram í Líkn i Reykjavík,
svo að þar eru aS sjálfsögðu allir
skráðir, sem fundizt hafa á árinu í
héraðinu. AnnaS þessara tilfella var
tbc. pulmonum og fór á Vífilsstaði,
hitt var hilitis tbc., barn, sem verið
hefur heima undir eftirliti i Líkn. Tal-
ið var, að smitun frá sjúklingi á Víf-
ilsstöðum hefði getað komið til greina
i síðara tilfellinu. Moropróf var gert
a öllum börnum i barnaskólunum og
Mantouxpróf á nemendum framhalds-
skólanna. Þau, sem reyndust jákvæð,
voru send til athugunar i Líkn, og
fannst enginn með virka berklaveiki
við þá skoðun.
Alafoss. Um berklapróf skólabarna
skal það tekið fram, að í Kjósinni
voru öll skólabörn Moro-í-. Á Kjalar-
nesi var eitt barn jákvætt, en það var
nýlega flutt í sveitina, og höfðu báðir
foreldrar verið berklaveik. 1 Mosfells-
sveit eru nokkur börn bólusett við
berklum, þ. e. þau, sem eru frá bæj-
um, þar sem berklar hafa verið, svo
°g í Reykjalundi og grennd. Annars
staðar frá voru öll börnin Moro-=-.
Akranes. 1 sjúklingur skráður á ár-
inu, 8 ára stúlka með erythema no-
dosum. Faðirinn sjúklingur á Vífils-
stöðum.
Ólafsvíkur. Hefur hægt um sig. Eng-
in ný tilfelli (þó 1 skráður í fyrsta
sinn).
Stykkishólms. Enginn nýr berkla-
sjúklingur skráður á árinu. Röntgen-
skyggningar voru 57, myndir 52, og
loftbrjóstaðgerðir 26 á árinu.
Búðardals. Enginn nýr sjúklingur á
árinu. Kona, sem verið hefur á Vífils-
stöðum undanfarið, með tbc. pulmon-
um og spondylitis, kom heim á árinu,
og er blásin heima. Barn frá Reykja-
vik, sem verið hafði á heimili einu i
Saurbæ að sumrinu, veiktist af hilitis
tbc., eftir að suður kom, og héldu
læknar berklavarnarstöðvarinnar, að
barnið hefði smitazt í Saurbæ, en hús-
móðirin á bænum var gamall berkla-
sjúklingur. Ég athugaði heimilið gaum-
gæfilega, en ekkert benti til, að barn-
ið hefði smitazt þar.
Reykhóla. 1 nýr sjúklingur skráður
á árinu, karlmaður með tbc. urogeni-
talis. Veikin var væg, og sjúklingur-
inn hefur nú fengið streptomycín og
PAS-meðferð og virðist á góðum bata-
vegi.
Þingeyrar. 2 unglingar með brjóst-
holsberkla teknir af skrá. Stúlka um
tvítugt á mjög afskekktum bæ kom
hingað vegna þráláts kvefs; reyndist
með brjóstholsberkla. Gamall blettur
tók sig upp í konu, sem ekki hafði
verið á skrá í mörg ár. Ekkert rækt-
aðist frá lienni. Dvelst heima og hefur
tekið PAS-töflur. Röntgenmynd um
áramót sýndi greinilegan bata. Maður
með brjósthimnuberkla kom hingað i
vor frá Vífilsstöðum og dvelst hér
undir eftirliti. 1 sjúklingur naut loft-
brjóstaðgerða allt árið. Seinna hluta
ársins var þeirri aðgerð hætt við 2
sjúklinga, sem hennar höfðu notið í
mörg ár. 78 loftbrjóstaðgerðir, 38 gegn-
lýsingar og 17 brjóstmyndir.
Bolungarvíkur. 7 nýir berklasjúk-
lingar höfðu reynzt grunsamlegir við
síðustu almennu berklaskoðun. 3 ára
telpa fékk hilitis, og lá hún heima;
þar eð faðir hennar var að flytjast
suður með fjölskyldu sína, lét ég at-