Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 98

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 98
1951 — 96 — huga hana alla þar; reyndist uppltom- inn bróðir hennar sjúkur og fór á Víf- ilsstaði (er nú útskrifaður þaðan). 7 ára teipa reyndist Moro+ við skóla- skoðun og hafði smávægilegar hilus- breytingar, en smitunarleið hennar hef ég ekki enn getað rakið með neinni vissu. ísafj. 4 með smitandi berklaveiki. Fóru 2 þeirra á Kristneshæli. Annar var nemandi úr gagnfræðaskólanum, en hinn fór hér um, með viðkomu á sjúkrahúsinu, á leið norður. Hinir 2 eru hér heimilisfastir og með undan- þágu til að ganga lausir meðal fólks. Annar þeirra hefur aldrei mætt á berklavarnastöðinni, af ógreindum á- stæðum, en er skráður vegna tilkynn- ingar frá Líkn um, að hann væri bacillær, en lítið, og mætti því vera heima. Loftbrjóstsjúklingar eru 3, og virðist þeim öllum farnast vel. Auk þeirra, sem skráðir eru hér, kemur slæðingur af fólki yfir sumarmánuð- ina, sem fær loftbrjóstaðgerð. Eru þetta gestir i sumarleyfum af hælun- um og því ekki skráðir. Undanfarin ár hefur verið gerð myndarleg tilraun til að hefta útbreiðslu berklaveikinnar i landinu með áberandi árangri. Nú, þegar þeim fer stöðugt fjölgandi, sem lcomast á fullorðinsár ósmitaðir, verð- ur þörfin æ ríkari fyrir örugga gæzlu berklaveikra, ef ekki eiga að hljótast vandræði af. Það gegnir þvi nokkurri furðu, að smitandi berklasjúklingar skuli fá sumarleyfi og dvalarleyfi inn- an um heilbrigt fólk með samþykki ábyrgra aðila. Það færist í vöxt, að fólk láti berklabólusetja sig og börn sin, og er það nú talin réttmæt ónæm- isaðgerð. Ekki mun þetta þó vera á- hættulaust enn þá. Karlmaður, sem lét berklabólusetja sig i október í haust, gekk með suppurerandi sár á öxlinni í 4 mánuði, fékk siðan útsæði í kirtil í holhendinni, og er nú með ystandi drep i kirtlinum og útferð, sem enn á langt í land. Einum nemanda var vikið úr skóla vegna berklaveiki. Fór sá á Kristneshæli með smitandi berklaveiki í lungum. Mun hann senni- lega hafa verið orðinn smitandi, áður en hann fór úr skólanum, og smitað þar frá sér. Ögur. 1 berklaveik stúlka í Súðavík var blásin á ísafirði. Hólmavíkur. Skráðir berklasjúkling- ar með langflesta móti. 2 berklasjúk- lingar komu heim eftir dvöl á Vífils- stöðum. Annar, 29 ára kennaranemi frá gömlu berklaheimili í Kirkjubóls- hreppi, sem fannst við skoðun i Kenn- araskólanum, dvaldist aðeins heima stuttan tima. Hinn, kona sjúklings frá Drangsnesi, sem sendur var sumarið áður á Vifilsstaði og fylgdi manni sín- um eftir suður með dóttur kornunga. Veiktust báðar mæðgurnar um haust- ið, og dvaldist konan um tíma á Víf- ilsstöðum, en kom nú heim með manni sínum. Kona á fimmtugsaldri úr Kirkjubólshreppi hafði verið kvefuð og lasin eftir inflúenzu um % mánað- artíma. Við skyggningu fannst íferð í lunga og smit við hrákarannsókn. Var hún send samstundis á Vífilsstaði. Allt lieimilisfólkið var berklaprófað og gegnlýst, án þess að fleira fyndist at- hugavert. 19 ára piltur frá Drangs- nesi, sem vitað var, að hafði verið Pirquet+ á skólaaldri, fékk adenitis colli. Var um tíma í Reykjavík í ljós- böðum og kom heim albata. 23 ára bústýra í Kirkjubólshreppi, systir kennaranemnans, sem áður getur, veiktist í árslokin af pleuritis exsuda- tiva. Fór skömmu eftir áramótin á Vífilsstaði, þar sem við skyggningu sást íferð í lunga. Tveggja ára sonur liennar hafði fyrr um haustið orðið Moro+ og var veikur um þriggja vikna skeið með hilusþrota. En amma hans, húsfre_yjan á heimilinu, sem var gamall berklasjúklingur, hafði þá nokkru áður verið send á Vifilsstaði á ný, en reyndist smitandi um sum- arið eftir slæmt kvef. Voru þannig 3 hinna nýskráðu og 1 endurskráður frá sama heimili i Kirkjubólshreppi. Hitt heimilisfólkið var að sjálfsögðu rannsakað, án þess að fleira kæmi á daginn. Auk áður talinna tveggja Vif- ilsstaðasjúklinga komu 4 sjúklingar heim frá Vifilsstöðum og fá loftbrjóst heima. 56 ára fyrrverandi bóndi, sem oft hafði áður verið á Vífilsstöðum, veiktist aftur með smit við ræktun. Fór á hælið og lézt þar 3 mánuðum siðar. 5 ára drengur, eitt barnanna, sem J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.