Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 109
— 107
1951
án skurðaðgerðar. Var skorinn upp á
Seyðisfirði um sumarið. Hitt 10 ára
drengur á Kópaskeri. Var fluttur i bil
til Akureyrar, og þar var hann óperer-
aður í lcastinu.
Þórshafnar. 4 tilfelli. Hin vægu
læknuð með aureomycíni. Hin send
til skurðaðgerðar.
Bakkagerðis. 3 sjúklingar. Allir
skornir upp á sjúkrahúsi Seyðisfjarð-
ar með góðum árangri. Reyndust allir
hafa gangraenösa botnlang'a.
Nes. Lítið um botnlangabólgu. Hef
sent 4 sjúklinga til uppskurðar, en
þeir höfðu allir fengið væg köst öðru
hverju. Reyndist i öllum tilfellum rétt
greining.
Búða. Alltaf nokkrir sjúklingar ár-
lega. Flestir sendir til uppskurðar.
Djúpavogs. Fékk sjálfur 2 köst i
sumar af appendicitis og fór í seinna
kastinu til Akureyrar og losnaði þar
við botnlangann. 1 tilfelli annað á
Breiðdalsvík, fullorðin kona, mjög
feit. Var það i febrúarbyrjun. Varð
allþungt lialdin, og gaf ég henni bæði
súlfadíazín og pensilin og' að lokum
streptomycín. Batnaði henni, og hefur
ekki borið á neinu síðan.
Hafnar. 2 tilfelli. Annað sent á
Landsspitalann.
Kirkjubæjar. 1 tilfelli, skurðaðgerð
á Landsspítalanum.
Langarás. Botnlanginn kvelur marga
og sýnir sumum i tvo heimana, en
engum hefur hann þó kálað hér, svo
að ég muni, síðast liðin 5 ár. Er hann
oftast tekinn milli kasta í Reykjavík,
eu stundum hefur tafarlaus aðgerð
þótt nauðsynleg á sjúkrahúsi. Vafa-
laust minnka nýjustu antibiotica all-
mjög hættuna af peritonitis, jafnvel
þótt um perforatio sé að ræða.
Keflavíkur. 3 ára stúlkubarn hafði
haft hita — uppköst öðru hverju og
verk í holi í 3 daga. Varð svo fljót-
lega róleg og vildi ekki láta hreyfa
sig. Nærri með eftirgangsmunum fékk
læknir að koma aftur til skoðunar
(5 km), og reyndist stúlkan þá nærri
dauðvona vegna lífhimnubólgu. Var
undir eins flutt á spitala 55 km, og
kom í ljós, að botnlanginn var sprung-
inn. Batnaði eftir mikla baráttu lækna
og hjúkrunarkvenna.
10. Arteriosclerosis.
Hafnarfj. Hjartarýrnun og æðakölk-
un eru mjög tíðar dánarorsakir.
Þingeyrar. Arteriosclerosis cerebri 1.
Flateyrar. 5 tilfelli.
ísafí. Alltaf ber nokkuð á æðakölk-
un í gömlu fólki, og við og við verður
vart dementia arteriosclerotica vegna
heilaæðakölkunar.
11. Arthritis & bursitis.
Þingeyrar. Arthrosis columnae lum-
bosacralis 1, genus 2, bursitis ole-
crani 1.
Ögur. Bursitis praepatellaris 1. í
Súðavík eru 2 sjúklingar með polyar-
thritis chronica (rheumatoid arthritis) •
Hafa þeir báðir legið í kör i nokkur
ár með hendur og fætur hnýtta og
kreppta og eru nær ósjálfbjarga. í Ög-
urhreppi er 25 ára stúlka með polyar-
thritis chronica. Hefur hún legið á
Landsspítalanum öðru hverju og batn-
að í bili, en sjúkdómurinn tekið sig
upp aftur eftir nokkurn tíma.
Hólmavíkur. 12 ára drengur fékk
arthritis purulenta cubiti og bólgu og
verki í marga liði eftir afstaðna háls-
bólgu. Batnaði við pensilín + aureo-
mycín og ástungur og pensilíndælingu
i liðinn. Varð jafngóður eftir.
Vopnafí. Bursitis praepatellaris 1,
arthroitis genus chronica 4, arthroitis
coxae chronica 1, humeri 1, digiti 1,
peritendinitis 15, ischias 6, neuralgia
7, lumbago 10.
Djúpavogs. Sérstaklega mikið um
lumbago og gigtarverki i axlarliðum,
og þá oft bursitis subdeltoidea og erfitt
að lækna. Telcur oft langan tíma.
12. Asthma.
Stykkishólms. 2 tilfelli, hin sömu og
getið er í skýrslu siðasta árs.
Þingeyrar. 1 tilfelli.
Flateyrar. 4 tilfelli, öll fremur væg.
Einn fær þó mjög þung köst.
ísafí. Ekki mikið áberandi hér. Mið-
aldra kona hefur tvívegis fengið status
asthmaticus á þessu ári.
Hólmavíkur. Sömu sjúklingar og áð-
ur, en 1 þeirra, gömul kona, lézt á
árinu.
Ólafsfí. Sömu sjúklingarnir, enginn
mjög þjáður.