Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 110
1951
— 108
Þórshafnar. 2 karlar sem fyrr. Ephe-
drínmeðferð hætt, en fariS að nota
theophyllamintöflur, sem verka eins,
en eru án óþægilegra hjáverkana.
Bakkagerðis. 2 sjúklingar. Annar
þungt haldinn.
Nes. 2 sjúklingar slæmir, þurfa ad-
renalín í köstum, og dugar það stund-
um ekki. 2—3 aðrir nota asthmalyf
að staðaldri.
Búða. Sömu sjúklingar og áður.
Hafnar. 12 ára drengur og 11 ára
stúlka.
Eyrarbakka. Er að verða allalgeng-
ur kvilli hér.
13. Avitaminosis.
Búðardals. 1 barn, 2 ára, með bein-
kröm á allháu stigi.
Reykhóla. Rachitiseinkenna hjá
börnum lief ég aldrei orðið var hér,
þrátt fyrir vöntun á nýjum fiski, og
mun mega þakka það almennri lýsis-
gjöf. Hins vegar verður hér alltaf vart
liypovitaminosis B og C, sérstaklega
síðara hluta vetrar.
Flateyrar. Vitamínsskort hef ég ekki
séð hér til greiningar. Haust og vor,
og reyndar oftar, koma margir með
ýmsar astheniskar kvartanir og allt
upp í neurotiskar. Margir hafa skrif-
legar ávísanir upp á „hleðslukúra",
sem fólkið segir, að sé hið rétta heiti.
Vítamíngjafir eru því endurteknar 2
—3 sinnum á ári.
ísafj. Nokkuð verður vart vægra ein-
kenna fjörefnaskorts, en greinilega
sjúkdóma af þeim sökum hef ég ekki
séð, og mun varla hafa verið mikið
um slíkt undanfarandi ár, þvi að ekki
ber mikið á slikum kvillum í skólun-
um. B-fjörvi mun þó oft vera af skorn-
um skammti í fæðu fólks, og skyr-
bjúgs og rachitiseinkenna verður öðru
hverju vart.
Ögur. 1 barn á öðru ári með svæsna
rachitis. Blæðingar i tannholdi sjást
öðru hverju á börnum og fullorðnum,
en engin augljós einkenni um avita-
minosis.
Hólmavikur. Verður alltaf vart ár-
lega. Kvarzljósmeðferð fengu verstu
beinkramarbörnin.
Hvammstanga. Engin greinileg. Víta-
mínlyf allmikið notuð. Virðast hress-
andi og styrkjandi, einkum gömlu
fólki og lasburða, einnig við sleni og
þreytu.
Hofsós. Alltaf ber nokkuð á B, C og
D-fjörefnaskorti.
Ólafsfj. Ekki áberandi. Lýsisnotkun
harna nokkuð algeng. Sennilega kveð-
ur eitthvað af B-skorti, þvi að oft
verða sjúklingar, sem kvarta um alls
herjar slen, eins og nýir menn eftir
B-complexsprautur.
Grenivikur. Nokkuð um vöntun á
bætiefnum. Ber meira á sleni siðara
hluta vetrar, og blæðingar frá tann-
holdi koma fyrir, en þær lagast við
bætiefnagjöf. Eins hefur B-vítamíngjöf
mjög góð áhrif á þá, sem hafa tauga-
gigt. Börnum hér er flestum gefið lýsi
að staðaldri á vetrum.
Þórshafnar. Helzt vægur B- og C-
vítamínsskortur seinna part vetrar.
Vopnafj. 1 beinkramartilfelli.
Bakkagerðis. Nokkrir sjúklingar
með blæðingar úr tannholdi. Mörgum
gigtarsjúklingum batnar vel, ef dælt
er inn í þá stórum skömmtum af C-
vítamíni og aneurini. Hef ekki séð
rachitis, enda er lýsisneyzla barna al-
menn.
Nes. Mjög algeng, bæði i börnum og
fullorðnum. Hef fundið skyrbjúgsein-
kenni á 3 börnum. Eldri börn nokkur
með gömul beinkramareinkenni. Lýs-
isneyzla hefur aukizt mikið siðustu
árin, svo og kalk og C-vitamingjafir
til smábarna.
Búða. Eins og að undanförnu ber
alltaf nokkuð á einkennum avitamin-
osis, einkum á vorin.
Hafnar. Beinkröm 1. Beri-beri 1, 74
ára karl.
Kirkjubæjar. Sést sjaldan á því stigi,
að greint verði með vissu.
Laugarás. Greinileg avitaminosis er
sjaldgæf, en á margan kvillann hafa
vitamíngjafir góð áhrif og stundum
bráðbætandi, eins og handadofa,
taugagigt o. fl. (B), langvinnt kvef,
gigt o. fl. (C).
14. Azoospermia.
Flateyrar. 1 tilfelli. Bati eftir toco-
ferolgjöf.