Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 111
— 109 —
1951
15. Bronchiectasiae.
ísafi. Karlmaður hefur þenna sjúk-
dóm og hefur fengið haemoptysis.
Hafnar. 86 ára karl.
16. Caries dentium.
Hafnarfi. Tannskemmdir i börnum
virðast mér tiðari liér en í sveitum.
Ólafsvíkur. Dregið úr 201 tönn.
Stykkishólms. Eins og áður mjög al-
geng, bæði í hörnum og fullorðnum,
nokkur hundruð tennur dregnar ár-
lega.
Flateyrar. Mjög áberandi, einkum í
börnum. Hef ekki hirt um að halda
skrá yfir sjúklingana, enda ógerning-
ur, því að alls staðar þar, sem komið
er, eru rifnar út tennur.
ísafi. Mjög mikil hér.
Ögur. Tannskemmdir algengastar í
unglingum og börnum, þvi að gamalt
fólk er ýmist tannlaust eða með gerfi-
tennur. Tannskemmdirnar eru mjög
algengar, enda tennur illa hirtar. Al-
gengt er að sjá börn á fermingaraldri
með útbrunna jaxla. Menn virðast hafa
lítið álit á tannlæknum og bregðast
jafnvel reiðir við, ef vísað er á þá.
Tanndráttur er algengasta úrræðið við
tannverknum.
Hólmavikur. Tannáta mjög áber-
andi. Dregnar voru 420 tennur úr um
180 sjúklingum, og er það með mesta
móti.
Þórshafnar. Mjög útbreidd. Fólk
trassar að láta gera við tennur og læt-
ur svo draga þær út ónýtar. Virðast
tennur lítið betri i sveitafólki en i
því, sem í þorpunum býr.
Nes. Tannskemmdir áberandi al-
gengar, bæði í börnum og fullorðnum.
Verr ástatt með stúlkur en drengi. Al-
gengt að sjá fólk milli 20—30 ára með
falskar tennur.
Kirkjubæjar. Afar algengur kvilli.
Teknar 196 tennur, gert við 20.
Eyrarbakka. Algengur kvilli og
lækningin verið sú ein að „taka tönn-
ina“. Nú kominn tannlæknir að Sel-
fossi og er mikill ávinningur.
Langarás. Tannskemmdir að sjálf-
sögðu algengar hér sem annars staðar
og standa nokkurn veginn i stað. Hafa
á síðustu 5 árum verið að meðaltali
2 tennur skemmdar i hverju skóla-
barni. Ekki hef ég þó ýkjamikið af
tanndrætti að segja, því að vafalaust
leita mjög margir tannlækna i Reykja-
vík, bæði til útdráttar og viðgerðar,
og á þessu ári að Selfossi, þar sem
tannlæknir hefur nú setzt að.
17. Cholecystitis & cholecystopathia.
Þingeyrar. 1 tilfelli.
Flateyrar. 1 tilfelli. Gefið strepto-
mycín. Skjótur bati.
ísafi. Cholecystopathia: 1 karlmað-
ur og 3 konur höfðu gallvegasjúkdóm
á árinu. Voru teknir 216 smásteinar
úr gallblöðru einnar konunnar.
Ögur. 1 kona í Nauteyrarhreppi hef-
ur gengið með cholelithiasis í nokkur
ár. Fær öðru hverju gallkveisur og
meltingaróhægð.
Hafnar. 4 tilfelli.
18. Colitis chronica.
Flateyrar. 1 tilfelli.
Isafi. Nokkrir sjúklingar með ristil-
bólgu, einkum colitis mucosa.
Ögur. „Ristilbólga“ algeng í tauga-
veikluðum konum, en svo nefna þær
alls konar ristiltruflanir.
19. Colon elongatum.
Flateyrar. 5 mánaða gamalt barn.
20. Conjunctivitis & blepharitis.
Þingeyrar. 8 tilfelli.
ísafi. Allmikið áberandi, einkum í
nemendum skólanna.
Vopnafi. Conjunctivitis, blepharitis
22.
21. Contractura Dupuytreni.
Búða. 1 sjúklingur, skorinn á Lands-
spítalanum með góðum árangri.
22. Cystitis.
Þingeyrar. 3 tilfelli.
Flateyrar. 6 tilfelli, tekur sig upp
aftur og aftur, einkum í stúlkubörn-
um.
ísafi. Er algengur kvilli og nær ein-
göngu í konum.
Vopnafi. 3 tilfelli.
Bakkagerðis. Mjög algengur kvilli
hér, einkum i konum.
Hafnar. 11 tilfelli, 2 mjög þrálát.