Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 112
1951
— 110 —
23. Diabetes.
Hafnarfj. Nokkrir menn hafa sykur-
sýki hér, þurfa insúlín daglega og lifa
þá við allgóða heilsu.
Stykkishólms. 1 roskin kona notar
stöðugt insúlín.
Reykhóla. 13 ára drengur er með
þenna sjúkdóm (getið í siðustu árs-
skýrslu). Fær daglega insúlíninndæl-
ingu, og er líðan hans oftast bærileg.
Hólmavíkur. 1 sjúklingur, gamall
maður. Annar sjúklingur, miðaldra
bóndi, fluttist austur í Skagafjörð.
Kópaskers. 1 sjúklingur, hinn sami
og áður.
Nes. 2 sjúklingar, sem nota insúlín
að staðaldri.
Búða. Sömu sjúklingar sem áður.
Hafnar. 1 tilfelli. Notar insúlín.
24. Dysmenorrhoea.
Ísafj. Verður vart öðru hverju,
stundum með auknum blæðingum og
óreglu á tíma.
25. Dyspepsia.
ísafj. Af ýmsum gerðum algeng,
einkum í verkafólki og sjómönnum.
Ögur. Meltingarkvillar allalgengir í
héraðinu, en erfitt að greina þá með
nákvæmni vegna lélegra aðstæðna.
Vopnafj. 4 tilfelli.
Bakkagerðis. Meltingartruflanir
fremur algengar hér.
Hafnar. Mikið um meltingarkvilla.
Aðallega sjómenn.
Laugarás. Mikið um maga- og melt-
ingarsjúkdóma.
26. Eczema.
Stykkishólms. Eczema og aðrir húð-
kvillar alltiðir.
Flateyrar. 4 tilfelli mjög illkynjuð.
Árangur læknismeðferðar lélegur.
Ögur. 1 tilfelli skráð.
Blönduós. Ekki óalgengur sjúkdóm-
ur og hvimleiður bæði sjúklingi og
lækni. Til viðbótar því, sem ég hef
um hann sagt í fyrri skýrslum, skal
þess getið, að við útbreitt eczema
acutum, sem varla er hægt að fara svo
með, að vel sé, nema i sjúkrahúsi,
hef ég notað i seinni tíð pensilin, auk
sérstaks mataræðis, fjörefna og anti-
histaminica. Þetta virðist oft bera mjög
góðan árangur, enda lítur út fyrir, að
ýmsir hafi ofnæmi fvrir þeim sýkla-
toxínum, sem vitanlega siast inn í lik-
amann við þau rauðu fleiður, sem
fylgja útbreiddu og votu eczema.
Hofsós. Nokkuð algengur og þrálát-
ur sjúkdómur.
Ólafsfj. Árlega nokkrir sjúklingar.
Grenivíkur. Töluvert um þenna
kvilla. Roskin kona fékk eczema út
um allan likamann. Lézt hún úr því
á sjúkrahúsi Akureyrar.
Kópaskers. Algengur lcvilli, en engin
verulega slæm tilfelli.
Þórshafnar. Nokkur tilfelli.
Vopnafj. 37 tilfelli.
Bakkagerðis. 8 tilfelli.
Nes. Nokkuð algengur kvilli, svo og
aðrir ofnæmissjúkdómar. Vanþakklátt
læknisstarf við að fást.
Djúpavogs. Má teljast algengt hér
og' oft illt viðureignar.
Hafnar. 8 tilfelli.
Eyrarbakka. Nokkur slæm tilfelli,
sem flest hafa læknazt við röntgen.
27. Emphysema pulmonum.
Stykkishólms. 3 tilfelli, eitt þeirra
ásamt bronchiectasia gamalt og vont.
Búðardals. 1 tilfelli, 21 árs piltur,
c. insufficientia cordis. Sjúkdóms-
greining Landsspitalans: Cor pul-
monale.
Flateyrar. 2 tilfelli.
ísafj. Fastur fylgikvilli kroniskra
Iungnasjúkdóma.
Ögur. 1 tilfelli. Gamall bóndi með
lieymæði.
Blönduós. Á þenna kvilla hef ég oft
minnzt sem atvinnusjúkdóm þeirra,
er gegningar stunda á vetrum, oft sem
ofnæmi eða samantvinnað ofnæmi fyr-
ir heyryki og á liklega mjög skylt við
lieymæðina í gömlu eldishestunum.
Einn slíkur roskinn bóndi, móður,
kolblár og með uppgefið hjarta, hafði
aulc þess svo miklar þrautir undir
bringspölum, að hann hélt sig hafa
krabbamein í maga og vildi endilega
fá úr því skorið. Lifrin var stækkuð,
en þó slétt að finna og hélt ég, að
hann væri ef til vill með sull. Fyrir
þrábeiðni hans gerði ég á honum
skurð í staðdeyfingu, en fann ekkert
athugavert við magann og engan sull.