Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 120
1951
— 118
Grenivíkur. 1 sjúklingur skorinn upp
við magasári á sjúkrahúsi Akureyrar.
3 tóku jjar magakúr og einn i heima-
húsum.
Þórshafnar. 1 tilfelli.
Vopnafj. 2 tilfelli.
Bakkagerðis. 1 sjúklingur fékk blæð-
andi magasár og var hætt kominn. Lá
1 mánuð á sjúkrahúsi SeySisfjarSar.
Er nú sæmilegur.
Nes. Nokkrir sjúklingar meS maga-
sár, þar af 3 blæSandi. Verstu tilfelli
send til Reykjavikur. Hin sett á „kúr“
og gefin antacida.
74. Urticaria.
Þingeyrar. 10 tilfelli.
ísafj. Algeng, einkum í börnum vor-
mánuSina.
Ögur. Mjög algengur kvilli i SúSa-
vík.
Hofsós. Alltaf nokkuS tiSur kvilli,
einkum í börnum.
Grenivíkur. Alltaf eitthvaS af þess-
um kvilla.
Vopnafj. 4 tilfelli.
Búða. VerSur alltaf vart meira og'
minna á hverju ári.
Laugarás. VirSist fara minnkandi í
börnum, sennilega vegna betra viSur-
væris (meiri mjólk, lýsis- og kalk-
gjafir ungbarna).
75. Varices & ulcera cruris.
Reykhóla. ÆSahnútar ekki óalgeng-
ir, sérstaklega á konum. 2 fullorSnar
konur eru hér meS mjög slæm fótasár,
sem ekki hefur tekizt aS lækna.
Þingeyrar. 5 tilfelli.
Flateyrar. 5 tilfelli.
ísafj. 5 tilfelli lief ég haft til með-
ferðar, en þau eru vafalaust miklu
fleiri. Gengur lækningin yfirleitt illa,
en þó hefur sæmileg raun fengizt af
gúmsvampsumbúðum að sænskri fyr-
irmynd.
Blönduós. Konur koma helzt með
æðahnúta sína, þegar þær eru óléttar.
Ef bjúgur er með, legg ég á zinklims-
bindi (viscopaste). Annars sá ég í
Minneapolis slitnar burtu æðarnar a.
m. Babcock, eins og kennt var í gamla
daga, og virðist sú aðferð vera að
komast i tízku á ný. Ég efast mikið
um, aS hún sé að jafnaði betri en
resectio c. injectione.
Vopnafj. Ulcus et eczema cruris vari-
cosum 24.
Nes. Algengt, einkum á konum, sem
fætt hafa mörg börn. 2 tilfelli send
til aðgerðar i Reykjavik.
Hafnar. ÆSahnútar algengir. Ulcus
cruris 4 konur, 51—61 árs.
Laugarás. Allalgengir á rosknu kven-
fólki, ásamt fótsárum og eczema, en
einnig jiar mun allergi æði oft koma
til sögunnar, stundum í sambandi við
lækningatilraunir með hinum og þess-
um smyrslum.
D. Kvillar skólabarna.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa bor-
izt úr öllum læknishéruðum og ná til
15048 barna.
Af þessum fjölda barna voru 6 talin
svo berklaveik við skoðunina, að þeim
var vísað frá kennslu, þ. e. 0,4%c. Önn-
ur 30, þ. e. 2,0%c, voru að visu talin
berklaveik, en leyfð skólavist.
Lús eða nit fannst í 452 börnum,
eða 3,0%, og kláði á 10 börnum í 3
héruSum, þ. e. 0,l%c. Geitur fundust
ekki í neinu barni, svo að getið sé.
Við skoðunina ráku læknar utan
Reykjavikur sig á 84 af 9612 börnum
með ýmsa aðra næma kvilla, þ. e.
0,9%. Skiptust kvillar þeirra, sem hér
segir:
Angina tonsillaris.................. 18
Catarrhus resp. acutus ............. 61
Impetigo ............................ 3
Stomatitis epidemica................. 2
Samtals 84
Um ásigkomulag tanna er getið i
9612 skólabörnum. Höfðu 6857 þeirra
meira eða minna skemmdar tennur,
þ, e. 71,3%. Fjölda skemmdra tanna
er getið i 8428 skólabörnum. Voru þær
samtals 21342, eða til uppjafnaðar 2,5
skemmdar tennur í barni. Viðgerðra
tanna er ekki getið með fullri reglu,
en auðséð er, að viðgerðir á tönnum
skólabarna fara ört í vöxt.