Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Síða 129
— 127 —
1951
Sitjanda og fætur bar að:
Sitjanda ...............
Fót ....................
Þverlega .................
2,7 %
0,6 — 3,3 %
...... 0,1 —
67 af 4062 börnum telja ljósmæður
fædd andvana, þ. e. 1,6% — í Reykja-
vík 41 af 2075 (2,0%) — en hálfdauð
við fæðingu 39 (1,0%). Ófullburða
telja þær 288 af 4060 (7,1%). 10 börn
voru vansköpuð, þ. e. 2,5%c.
Af barnsförum og úr barnsfararsótt
hafa dáið undanfarinn hálfan áratug:
1947 1948 1949 1950 1951
Af barnsförum 10 7 1 5 1
Úr barnsfarars. 1 „ „ „ „
Samtals 11 7 1 5 1
I skýrslum lækna um fæðingarað-
gerðir (tafla XIV) eru taldir þessir
fæðingarerfiðleikar helztir: Fyrirsæt
fylgja 4, alvarlega föst fylgja (sótt
með hendi) 22, fylgjulos 9, meira
liáttar blæðingar 53, fæðingarkrampar
og yfirvofandi fæðingarkrampar 28,
grindarþrengsli 9, þverlega 3 og fram-
fallinn lækur 4.
Á árinu fóru fram 59 fóstureyðingar-
aðgerðir samkvæmt lögum, og er gerð
grein fyrir þeim í töflu XII. Hér fer
á eftir
Yfirlit
um þær fóstureyðingaraðgerðir (21
af 59, eða 35,6%), sem voru fram-
kvæmdar meðfram af félagslegum
ástæðum.
Landsspítalinn.
1. 30 ára g. kennara í Reykjavík. 4
fæðingar og 1 fósturlát á 10 ár-
um. Komin ca. 8 vikur á leið. 4
börn (10, 8, 6 og árs) í umsjá
móðurinnar. íbúð: í íbúð móður
sinnar og frænku (alls 3 lítil her-
bergi og eldhús). Fjárhagsástæð-
ur mjög erfiðar.
Sjúkdómur: Depressio mentis
psychogenes (3 systkini geðveik).
Félagslegar ástæður:
Eiginmanni algerlega um megn
að sjá fjölskyldunni farborða.
2. 28 ára g. lögfræðingi í Reykjavik.
4 fæðingar á 7 árum. Iíomin 7
vikur á leið. 4 börn (7, 6, 4 og
1 árs) i umsjá móðurinnar. íbúð
sæmileg. Fjárhagsástæður góðar.
Sjúkdómur: Depressio men-
tis psychogenes.
Félagslegar ástæður:
Hjúskaparerfiðleikar. Drykkju-
skapur eiginmanns.
3. 32 ára óg. (fráskilin) hjúkrunar-
kona í Reykjavík. 3 fæðingar á
6 árum. Komin 7 vikur á leið. 3
börn (6, 5 og 3 ára) i umsjá móð-
urinnar. íbúð sæmileg. Fjárhagsá-
stæður erfiðar.
Sjúkdómur: Depressio men-
tis psychogenes.
Félagslegar ástæður:
Fátækt og einstæðingsskapur.
4. 33 ára g. skrifstofumanni í Reykja-
vik. 5 fæðingar á 7 árum. Ekki
getið, hve langt komin á leið. 5
börn (7, 6, 4, 2 og 1% árs) í um-
sjá móðurinnar. íbúð: 2 herbergi
í saggafullum kjallara. Fjárhags-
ástæður: Mánaðarlaun kr. 2000,00.
Sjúkdómur : Depressio men-
tis (melancholia).
Félagslegar ástæður:
Fátækt, ómegð, léleg húsakynni.
5. 30 ára g. sjómanni i Reykjavík.
5 fæðingar og 1 fósturlát á 9 ár-
um. Komin ca. 8 vikur á leið. 5
börn (9, 7, 5, 4 og 2 ára) i um-
sjá móðurinnar. íbúð: 2 herbergi
og eldhús. Fjárhagsástæður erf-
iðar.
Sjúkdómur : Depressio men-
tis psychogenes.
Félagslegar ástæður:
Erfiðar heimilisástæður. Óregla
eiginmanns.
6. 23 ára g. verkamanni í Reykjavik.
2 fæðingar á 2 árum. Komin ca.
8 vikur á leið. 2 börn (2 og 1
árs) í umsjá móðurinnar. Ibúð: 2
herbergi og eldhús í bragga. Fjár-
hagsástæður: Verkamannstekjur.