Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 134
1951
— 132 —
Hofsós. Barnsfarir tíðindalausar. Er
kunnugt um 1 fósturlát á árinu.
Ólafsfj. 1 fæðing gekk illa. Relativ
grindarþrengsli, konan lítil, en barnið
mjög stórt sveinbarn, 6 kg. Lögð á
töng, og gekk vel með höfuðið, en
aðalerfiðleikarnir voru á að fá axlir
fram. Kona og barn lifðu.
Dalvíkur. Allt gekk slysalaust um
fæðingar.
Akureyrar. Hjá einni konu byrjaði
vatn að seitla, 2Vt sólarhring áður en
barnið fæddist; fékk hún þá nokkra
verki, er aftur duttu niður, og er þeir
komu aftur, voru þeir litlir, og var
sótt allan timann, þar til barnið fædd-
ist, heldur litil, þrátt fyrir pitúitrín
og B-vitamíngjöf, svo að fæðing gekk
seint. Þegar barnið fæddist, var það
líflítið, en eftir lífgunartilraunir í ca.
10 minútur fór það að anda og hresst-
ist smám saman. 1 fósturlát, ca. IV2
mánaðar. Eitthvað mun um, að menn
noti verjur (smokka).
Húsavíkur. Á sjúkrahúsinu í Húsa-
vík fæddu 30 konur. Um fósturlát er
ekki getið í bókum ljósmæðra, en 1
fósturlát kom á sjúkrahúsið.
Kópaskers. Flestar fæðingar gengu
vel og eðlilega. Hjá 1 frumbyrju var
fæðingin mjög langstæð og erfið. Gekk
þó að lokum án annarra aðgerða en
pitúitríngjafar. Hjá fjölbyrju á Rauf-
arhöfn varð að gera vendingu vegna
persistent mento-posterior andlits-
stöðu. Gekk aðgerðin vel, og heilsað-
ist konunni ágætlega. Barnið virtist
fullhraust eftir fæðinguna, og fór
læknir heim. Tæpum sólarhring eftir
fæðinguna tók að bera á veikindum í
barninu, háum hita, óværð og þyngsl-
um fyrir brjósti. Var þá komin stór-
hrið og ófærð, svo að læknir komst
ekki til barnsins, en ljósmóðir gaf því
pensilín. Dó barnið tæpum 2 sólar-
hringum eftir fæðinguna. Kona i
Kelduhverfi, sem hafði fætt tvisvar
áður með miklum erfiðleikum (tang-
arfæðing i annað sinnið), tók nú jóð-
sótt í annað sinn. Þrátt fyrir kröft-
uga og reglulega sótt nær sólarhring
miðaði ekkert, nema hvað útvíkkun
var fullkomin. Barnið bar rétt að, en
sat aðeins skorðað i efra grindaropi.
Var nú horfið að þvi ráði að fá flug-
vél til að flytja konuna i fæðingar-
deild Landsspitalans. Vildi svo til, að
veður var gott og lendingarstaður fyr-
ir flugvélar skammt frá. Lá nú konan
í spítalanum um nóttina og fæddi
sjálfkrafa um morguninn, meðan verið
var að búa undir sectio caesarea. Auk
hins eina fósturláts, sem ljósmæður
geta í skýrslum sínum, var mér kunn-
ugt um annað, og mun ljósmóður ekki
liafa verið vitjað þar. Bæði fósturlátin
voru spontan, complet og eftirkasta-
iaus.
Þórshafnar. Flestar konur í þorp-
inu óska eftir klóróformdeyfingu við
fæðingar.
Vopnafj. Frá 2 konum voru börnin
tekin með töng. Var önnur frumbyrja
með fremur þrönga grind og lina sótt,
og gekk fæðingin mjög seint. Hin
konan hafði fætt áður, en gekk seint
— framhöfuðstaða. Hjá einni kon-
unni var gerð vending og framdráttur
á síðara tvibura — tviburafæðing. 3
síðast nefndu konurnar voru svæfðar
með klóróformi, fengu pitúitrín.
Bakkagerðis. Allar fæðingar gengu
vel. 23 ára kona missti 2 mánaða gam-
alt fóstur; því fylgdu allmiklar blæð-
ingar, sem stöðvuðust þó með ergo-
metríngjöf. 23 ára kona fékk ákafa
innvortis blæðingu vegna graviditas
extrauterina. Var henni komið á
sjúkrahús Akureyrar samdægurs með
flugvél, og þar var hún skorin með
góðum árangri.
Seyðisfj. Allar fæðingar gengu vel.
Af 26 konum fæddu 15 í sjúkrahús-
inu. Frumbyrja nokkur átti ófullburða
og vanskapað barn, líflítið, og lifði
það aðeins 13 klst. 1 fósturlát á 2.
mánuði. Aldrei farið fram á fóstur-
eyðingar. Um takmörkun barneigna
þarf fólk yfirleitt ekki fræðslu.
Nes. Engar fæðingaraðgerðir. Fóst-
urlát 3 og án eftirblæðinga (aðeins
kunnugt um 2 frá sept.—des. Skýrslur
engar um hinn hluta ársins). Öll inn-
an 2—3 mánaða, þar af 2, sem fóst-
urpartar fundust í. Konurnar fengu
allar secale. 1 kona hafði nokkrar
blæðingar eftir partus (öðru hverju í
1 mánuð). Var í undirbúningi að gera
abrasio, en ekki kom til þess, þar sem
blæðing stöðvaðist við endurtekna