Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 138
1951
136 —
en ekkert alvarlegt. Versta slysið, sem
annars vildi hér til, var það, að 54
ára kona kveikti í fötum sínum og
brenndist mjög á kviði og lærum. Hef-
ur hún siðan legið í 10 mánuði á
sjúkrahúsi, fyrst hér, en síðan í
Reykjavík, og er litil eða engin von
um bata, þvi að hún virðist ekki hafa
neinn gróðrarmátt, sem mun að miklu
leyti stafa af óviðráðanlegu lystarleysi
og meltingartruflunum, að því er virð-
ist af sálrænum uppruna. Aðrir brun-
ar 6, en enginn alvarlegur. Beinbrot
með mesta móti: Fract. radii 2, clavi-
culae 2, fibulae 2, colli femoris 1,
antibrachii 1, mandibulae 1, processus
spinosi 1, costae 1, malleolaris 1, meta-
tarsi 1 og digiti complicata 1, eða
samtals 14, auk kúpubrotsins ban-
væna. Aftur á móti kom ekki fyrir
nema 1 liðhlaup (humeri) og distor-
siones 5. Þá kom fyrir heilahristingur
1, mör 22 og benjar 30, og voru flest-
ar þeirra saumaðar eða klemmdar.
Teknir voru aðskotahlutir úr holdi í
3 skipti og úr auga 13 sinnum. Af
einstökum meiðslum er annars þetta
að segja: 11 ára drengur úr Reykja-
vik datt af bílpalli, og auk ýmissa
fleiðra hjóst á hann mjög stórt sár
framan á hné, inn í búrsuna, og flett-
ist stór flipi frá leggnum. Þetta var
norður i Skagafirði, en héraðslæknir
ekki heima, svo að ég var sóttur og
saumaði sárið saman i svæfingu. Þá
stakk 10 ára drengur sig á Ijá, aftan
við ökla og setti í sundur art. tibialis,
svo að hann mæddi blóðrás. Hún var
stöðvuð og sárið saumað. Loks datt
drengur af sláttuvél og særðist miklu
svöðusári á læri; var lag'ður á sjúkra-
húsið, gefið tetanus-antitoxin og saum-
aður saman. Enn má geta þess, að
maður héðan, sem var við smíðar
vestur á Ströndum, sleit frá beini sin-
ina, sem festir neðra enda aflvöðvans
á upphandlegg (insertio m. bicipitis).
Hann kom hingað til aðgerðar og var
skorinn; mikið af dauðu blóði hreins-
að úr vöðvahólfinu og aflvöðvinn fest-
ur niður á sinn fyrra stað, eftir því,
sem unnt var. Þá lenti trésmiður i
vél með höndina, molaði vísifingur
framanverðan og skar sundur beygisin
löngutangar upp í lófa. Fremsti liður
vísifingurs var aflimaður og sinin
saumuð saman, en árangur varð ekki
góður.
Sauðárkróks. Slys hef ég skráð
sjálfur 144, flest smá. Sublux. radii
perannularis 1 barn, lux. humeri 1,
antibrachii 1. Fract. complicata digiti
III 1, radii 4, antibrachii 3, ulnae c.
dislocatione capitis radii 1, condyli
hiuneri externi 1, ossis navicularis 2,
costae 5, scapulae et costae (að auk
stórt sár á höfði) 1, colli femoris 1,
malleoli externi 3, cruris 2, tibiae 1,
ossium metatarsi II, III et IV + fract.
ossium cuneiformium II & III 1,
phalangis digiti pedis 1. Enginn dó
af slysförum á árinu.
Hofsós. Slys, sem orð sé á gerandi,
fá. 3 ára stúlka í Sléttuhlíð dauðrot-
aðist, er steinn féll í höfuð henni ofan
af skúrþaki. í Deildardal fældist hest-
ur með rakstrarvél. Bóndinn, sem á
vélinni sat, fékk heilahristing ásamt
13 sm löngum skurði yfir þvert höf-
uðið; hann hresstist þó vonum fljótar.
Ólafsfj. Slys ekki mörg. 1 dauðaslys.
Ungur maður hrapaði til bana. Mjög
mikið höfuðkúpubrot. Fract. baseos
cranii 1 (drengur datt ofan af borði;
missti fyrst meðvitund, og blæddi úr
eyra og nefi). Varð albata, fract. co-
starum 1, claviculae 1. Combustiones
8 (II. gr.). Contusiones 15. Distorsio-
nes 5. Vulnera dilacerata 15, incisa
13, puncta 4. Corpora aliena corneae
1, conjunctivae 1, digitorum 4 (öngl-
ar).
Dalvíkur. 3 dauðaslys á árinu: 1
voðaskot, 1 drukknun, 1 hauskúpu-
brot. Önnur slys með færra móti.
Akureyrar. Fract. columnae 1, fe-
moris 9, coili femoris 9, humeri 5,
fibulae 3, tibiae 3, claviculae 3, radii
10, malleoli 2, antibrachii 2, Collesi 3,
complicata metatarsi 1, metacarpi 5,
complicata digiti 2, combustiones 10,
lux. humeri 3, cubiti 4, amputatio
traumatica digiti 1, perforatio bulbi
oculi traumatica 3, ruptura m. quadri-
cipitis femoris 1, tendinei 2, vulnera
17. Ástæða þykir til að geta sérstak-
lega um nokkur þau slys, sem orðið
hafa á árinu: 1) 39 ára karlmaður var
að fara upp tröppur, er lágu upp á
stjórnpall flutningaskips, og var orðið