Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 140
1951
138
innar, og lenti billinn þvi út af veg-
inum, og var það töluvert fall. Lang-
ferðabifreiðin fór á hliðina og meidd-
ust nokkrir farþeganna litils háttar,
en fyrstnefnd kona þó langmest, því
að hún mjaðmarbrotnaSi og fékk á sig
margar skrámur.
Grenivíkur. Slysfarir með meira
móti á árinu, 1 dauðaslys. Helztu slys:
1) 20 ára piltur, er ók snjóýtu eftir
vegi, missti hana út af honum, vegna
þess að hún lét ekki að stjórn. Valt
hún á hliðina, og brotnaði rúða í yfir-
byggingu hennar. Skarst pilturinn á
læri ca. 10 sm langan skurð og hrufl-
aSist á hendi og framhandlegg. Má
segja, að hann slyppi vel með ekki
meiri meiðsli. 2) Piltur datt af baki
og viðbeinsbrotnaði. 3) Öngull stakkst
i baugfingur á pilti, er var við sjó-
róðra; var önglinum náð úr fingrin-
um í svæfingu. 4) 4 ára barn klemmd-
ist í snúningsvél til bana. Atvik voru
þau, að verið var að snúa heyi á túni
með snúningsvél, er tractor dró; sunn-
anandvari var; barnið hefur hlaupið
á eftir snúningsvélinni og náð i öxul,
er gengur á milli hjóla hennar, en
hann snýst með hjólunum. Kjóll barns-
ins hefur vafizt upp á öxulinn og
klemmt það á milli hans og járns, sem
er samhliða honum, ca. 15 sm ofar,
og hefur barnið látizt samstundis. 5)
13 ára drengur var við slátt, settist
niður á þúfu og sofnaði, vaknaði við
það, að hann rak fótinn í ljáinn; skar
hann sig djúpan slcurð aftan á hásin.
6) Drengur var að snúa heyi með
snúningsvél, er tveir hestar voru fyr-
ir, og fældist annar hesturinn. Dreng-
urinn datt þá aftur af vélinni. Tindur
festist í kálfa drengsins um leið, og
flipaðist upp úr honum. Hefur dreng-
urinn sennilega misst meðvitund sem
snöggvast. 7) Smástrákar voru að
leikjum niðri í fjöru. Slóst eitthvað
upp á vinskapinn hjá þeim, og fóru
þeir að kastast á grjóti. Lenti einn
steinn í hnakka eins þeirra, og fékk
hann skurð á hnakka. 8) 2 menn voru
að koma olíufati upp á ýtu, en misstu
af því, og urðu tveir fingur annars
mannsins undir lögg þess og mörðust
illa. 9) 2 drengir voru að hreinsa
bletti af gólfi við oliuljós í herbergi,
er nýbúið var að mála; vættu þeir
tvist í terpentínu til þeirra hluta.
Oiiulampi stóð á gólfinu. Allt i einu
kviknaði i tvistinum hjá öðrum
drengnum. Brenndist hann á þumal-
fingri og handarbaki. Auk framan tal-
ins: Mör og tognanir 6, tognanir 7,
mör 3, stungur 4, aðskotahlutir í
fingrum 3, infractio ulnae & radii 1
og axlarliðhlaup 1.
Kópaskers. Fátt um meira háttar
slys. Þessi helzt: 55 ára kona datt úr
tröppu og fékk fract. radii typica
sinistri. 61 árs karlmaður varð undir
sleða með þungu æki. Varð handlegg-
ur undir sleðameiðunum og hönd og
herðar að nokkru undir rimunum.
Hesturinn nam staðar, og lá maður-
inn þarna skorðaður nokkra ldukku-
tíma í talsverSu frosti, þar til hann
fannst af tilviljun. Var handleggurinn
lengi dofinn og máttlaus eftir þrýst-
inginn, en að öðru leyti varð honum
ekki meint af volkinu. Er augljóst, að
stilling og vitsmunir hestsins björg-
uðu manninum frá stórkostlegri
lemstrun eða bana, því að vart hefði
liann þolað, að hið þunga æki hefði
dregizt yfir hann. 13 ára piltur var í
áflogum í skólafrístund. Fékk fract.
malleoli fibularis dextri. Maður var
að saga rekavið til eldsneytis með
hjólsög, knúinni af dráttarvél. Rakst
þumalfingur v. handar í sagarhjólið
og táðist mikið. Réttisinar fingursins
fóru i sundur og opnaðist inn í liði.
Bein skemmdist nokkuð. Maðurinn
hélt fingrinum, en langt var frá, að
hann yrði jafngóður.
VopnafJ. Fract. femoris 3, costae 5,
radii 1, nasi 1. Gontusio 26. Distorsio
19. Vulnus incisum 19, contusum 54,
punctum 8. Corpus alienum corneae
& conjunctivae 13, pharyngis 1 —
fiskbein, cutis & subcutis 4. Am-
bustio 7. Congelatio 1. Commotio cere-
bri 1. 6 ára drengur féll ofan af skúr-
þaki og lenti á spítu, sem lá undir
húshliSinni. Brotnaði hægri lærleggur
hans rétt neðan við lærhnútuna. Mað-
ur á níræðisaldri féll i stiga og
lærbrotnaði — osteopsatyrosis. And-
aðist 2 dögum síðar. Maður var að
koma úr fjallgöngum. Skildi við félaga
sína um kvöldið á bænum, sem þeir