Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 146
1951
144 —
vitana á Sólheimum er erfitt að skrá-
setja, þar sem þeir eru stöðugt að
koma og fara.
Um daufdumba:
Hafnarfj. 1 konu veit ég daufdumba.
Er hún gift og stundar heimili sitt.
Kann eitthvað í fingramáli.
Um h e y r n a r 1 a u s a :
Vestmannaeyja. 2 skráðir og munu
ekki fulltaldir.
Um blinda:
Hafnarfj. Um hina blindu er það að
segja, að þeir eru flestir komnir á
efri ár og hafa orðið blindir á elli-
árum.
Bakkagerðis. Nokkur gamalmenni
sjá mjög illa, en enginn er alveg
blindur.
Laugarás. Blindum fer fækkandi.
Rúmlega fertugur maður hefur verið
blindur frá fyrstu bernsku.
Um dey filyf j aneytendur :
ísafj. Aðflutt kona notar guttae
rosae, 30 g mánaðarlega.
Blönduós. Engir deyfilyfjaneytend-
ur í héraðinu, mér vitanlega.
Sauðárkróks. 2 konur, hinar sömu
og i fyrra. Dó önnur þeirra á árinu.
Grenivíkur. Aðkomumaður hefur
dvalizt hjá mér frá þvi i marzmánuði,
sem notað hefur morfin til margra
ára, allt af öðru hverju. Hef ég reynt
að venja hann af því, en gengið erfið-
lega, enda allar aðstæður til þess i
heimahúsum mjög slæmar. Hann hef-
ur ekkert morfín fengið, svo að ég
viti, frá því um miðjan nóvember. Er
nú allhress, hve lengi sem það endist,
en er þó ekki vinnufær 4. april 1952.
Djúpavogs. Deyfilyfjaneytandi 1,
hinn sami og áður.
Vestmannaeyja. Skráðir 3 og nota
frá 50 g af tinct. thebaica á viku upp
í 10 ccm af tetrapon á dag.
VII. Ymis heilbrigðismál.
1. Heilbrigðislöggjöf 1951.
Á árinu voru sett þessi lög, er til
heilbrigðislöggjafar geta talizt:
1. Lög nr. 15 9. febrúar, um breyt-
ing á lögum nr. 65 19. júni 1933,
um varnir gegn því, að næmir
sjúkdómar berist til íslands.
2. Lög nr. 21 19. febrúar, um breyt-
ing á lögum nr. 44 23. júni 1932,
um skipun læknishéraða, verk-
svið landlæknis og störf héraðs-
lækna.
3. Lög nr. 40 15. marz, um breyting
á lögum nr. 122 28. des. 1950, um
breyting á lögum nr. 50/1946, um
almannatryggingar, og viðauka
við þau.
4. Lög nr. 47 16. marz, um breyting
á áfengislögum nr. 33/1935.
5. Lög nr. 51 20. marz, um breyting
á lögum nr. 50 1946, um almanna-
tryggingar, og viðauka við þau.
6. Bráðabirgðalög nr. 66 24. mai, um
breyting á lögum nr. 52 27. júni
1941, um ráðstafanir til loftvarna
og annarra varna gegn hættum af
hernaðaraðgerðum.
7. Bráðabirgðalög nr. 67 24. maí, um
breyting á áfengislögum nr. 33 9.
janúar 1935.
8. Lög nr. 103 15. desember, um
breyting á lögum nr. 52 27. júní
1941, um ráðstafanir til loftvarna
og annarra varna gegn hættum af
hernaðaraðgerðum.
9. Lög nr. 114 29. desember, um
breyting á lögum nr. 23 28. marz
1947, um breyting á Ijósmæðra-
lögum nr. 17 19. júní 1933.
10. Lög nr. 119 29. desember, um
breyting á lögum nr. 51/1951, um
breyting á lögum nr. 50/1946, um
almannatryggingar, og viðauka
við þau.
Þessar reglugerðir og samþykktir
voru gefnar út af rikisstjórninni (birt-
ar í Stjórnartiðindum):
1. Auglýsing nr. 1 3. janúar, um
breyting á auglýsingu nr. 205 28.
des. 1949, um breyting á reglu-