Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 148
1951
146 —
Forseti staðfesti skipulagsskrár fyr-
ir eftirtalda sjóði til heilbrigðisnota:
1. Skipulagsskrá nr. 14 26. janúar,
fyrir „Björgunarverðlaunasjóð
Kristjönu Salómonsdóttur og
Kristjáns Marínós Sölvasonar“.
2. Skipulagsskrá nr. 21 1. febrúar
1951, fyrir Minningarsjóð Guð-
finnu Einarsdóttur.
3. Skipulagsskrá nr. 58 25. apríl, fyr-
ir Minningarsjóð Áslaugar Þórð-
ardóttur.
4. Skipulagsskrá nr. 103 11. júní,
fyrir „Minningarsjóð frú Guð-
rúnar Guðfinnu Þorláksdóttur
Schram“.
5. Skipulagsskrá nr. 179 10. októ-
ber, „Minningarsjóðs Sigríðar
Lárettu Pétursdóttur og Stein-
unnar Stefaníu Einarsdóttur“.
6. Skipulagsskrá nr. 180 10. októ-
ber, „Minningarsjóðs Guðrúnar
Jafetsdóttur.
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
Tafla I.
Læknar, sem lækningaleyfi hafa á
íslandi, eru í árslok taldir 205, þar af
1871), er hafa fast aðsetur hér á landi
og tafla I tekur til. Eru þá samkvæmt
þvi 784 íbúar um hvern þann lækni.
Búsettir erlendis eru 16, en við ýmis
bráðabirgðastörf hér á landi og er-
lcndis 5. Auk læknanna er 31 lækna-
kandídat, sem á ófengið lækningaleyfi.
íslenzkir læknar, sem búsettir eru er-
lendis og ekki liafa lækningaleyfi hér
á landi, eru 7.
Tannlæknar, sem reka tannlækna-
stofur, teljast 29 (auk tveggja lækna,
sem jafnframt eru tannlæknar), en
tannlæknar, sem tannlækningaleyfi
hafa hér á landi, samtals 35, þar af
4 búsettir erlendis. íslenzkir tann-
læknakandídatar, sem eiga ófengið
tannlækningaleyfi, eru 2.
Á læknaskipun landsins urðu eftir-
farandi breytingar:
1) í þessari tölu eru innifaldir 1 læknastúd-
ent og 2 læknakandídatar (þeir þá tvítaldir),
sem eiga ófengið almennt lækningaleyfi, en
gegna héraðslæknisembættum og hafa lækn-
ingaleyfi, aðeins á meðan svo stendur.
Þorsteinn Árnason, cand. med. &
chir., ráðinn aðstoðarlæknir héraðs-
læknis á Selfossi frá 1. janúar; ráðn-
ingin staðfest 9. s. m. — Arvid Knut-
sen, stud. med. & chir., settur 23.
janúar staðgöngumaður héraðslæknis
í Breiðumýrarhéraði frá 1. febrúar.
— Ásmundur Brekkan, cand. med. &
chir., settur 25. janúar staðgöngumað-
ur héraðslæknis í Vestmannaeyjum
frá 1. febrúar. — Steingrimur Jóns-
son, cand. med. & chir., settur 5.
febrúar héraðslæknir í Neshéraði frá
1. marz. — Olav Knutsen, stud. med.
& chir., settur 15. febrúar héraðslækn-
ii i Árneshéraði frá 1. marz. — Hann-
es Finnbogason, cand. med. & chir.,
ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknis i
Húsavíkurhéraði frá 1. marz til ágúst-
loka; ráðningin staðfest 20. febrúar.
— Garðar Guðjónsson, stud. med. &
chir., settur 5. apríl staðgöngumaður
héraðslæknis í Breiðumýrarhéraði frá
I. s. m. — Ólafi Ó. Lárussyni, héraðs-
lækni í Vestmannaeyjahéraði, veitt 9.
apríl lausn frá embætti frá 1. júlí. —
Inga Björnsdóttir sett 16. mai héraðs-
læknir í Bakkagerðishéraði frá 1. júní.
— Gunnlaugur Snædal, cand. med. &
chir., ráðinn aðstoðarlæknir héraðs-
læknis í Borgarneshéraði frá 15. júní;
ráðningin staðfest 11. s. m. — Ólafur
Björnsson, stud. med. & chir., settur
II. júni héraðslæknir i Flateyjarhér-
aði frá 1. júlí til ágústloka. — Jakob
Jónsson, cand. med. & chir., settur
14. júni héraðslæknir í Ögurhéraði og
jafnframt til að gegna Hesteyrarhér-
aði frá 1. júlí. — Jón Þorsteinsson,
cand. med. & chir., ráðinn aðstoðar-
læknir héraðslæknis í Seyðisfjarðar-
héraði frá 14. júní; ráðningin staðfest
s. d. — Tryggvi Þorsteinsson, cand.
med. & chir., ráðinn aðstoðarlæknir
héraðslæknis í Egilsstaðahéraði frá
15. júní; ráðningin staðfest 14. s. m.
— Baldur Johnsen, læknir á Kefla-
vikurflugvelli, skipaður 3. júli héraðs-
læknir i Vestmannaeyjahéraði frá 1.
júlí. — Halldór Arinbjarnar, stud.
med. & chir., settur 12. júlí héraðs-
læknir í Árneshéraði frá 15. s. m. —
Snorra Ólafssyni, héraðslækni i
Breiðumýrarhéraði, veitt 20. júli lausn
frá embætti frá 1. september. — Gunn-