Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 157
155 —
1951
vinna, Berklavarnastöðin var rekin
samkvæmt lögum.
Hólmavíkur. Skyggningar á öðrum
en berklasjúklingum, þar á meðal
heimilisskoðanir, sem áður getur, og
skoðun á tuberkulín+ skólabörnum í
Hólmavík og Drangsnesi, alls 104.
Hvammstanga. Sjúkrasamlög nú i
öllum hreppum héraðsins. Sjúkrasam-
lag Kirkjuhvammshrepps tók til starfa
i ársbyrjun og sjúkrasamlag Þverár-
hrepps 1. júlí.
Blönduós. Sjúkrasamlög voru nú
stofnuð i þeim 3 hreppum, sem eftir
voru, Skaga-, Yindhælis- og Torfalækj-
arhreppum, og tóku þau öll til starfa
1. október.
Sauðúrkróks. Nýtt sjúkrasamlag tók
til starfa á árinu, i Skefilsstaðahreppi
frá 1. október. Eru þá starfandi sjúkra-
samlög i öllum hreppum héraðsins.
Ólafsfí. Enn þá látið óátalið, að
nokkrir tryggingarskyldir hafa aldrei
greitt iðgjöld til sjúkrasamlags og þá
ekki notið réttinda.
Kópuskers. Á árinu var stofnað
sjúkrasamlag i Fjallahreppi, svo að nú
eru sjúkrasamlög í öllum hreppum
héraðsins lögum samkvæmt. Afkoma
sjúkrasamlaganna sæmileg.
Þórshafnar. 2 ný samlög tóku til
slarfa 1. október, annað i Skeggjastaða-
hreppi, en hitt í Svalbarðshreppi. Sam-
iag Sauðaneshrepps starfar sem fyrr.
Bakkagerðis. Sjúkrasamlag Borgar-
íjarðarhrepps var stofnað á árinu, og
tók það til starfa 1. október.
Segðisfí. Hjúkrun sjúkra fer nær
eingöngu fram í sjúkrahúsinu. Sjúkra-
samlög eru 2 í læknishéraðinu, kaup-
staðnum og hreppnum. Loðmundar-
fjörður gekk í sjúkrasamlag hrepps-
ins 1. október með 15 meðlimi. Bæði
njóta samlögin skilnings fólks. Heilsu-
verndarstarfsemi aðallega innifalin í
daglegu starfi læknisins; sérstakt eftir-
iit er haft með þunguðum konum og
Herklaveiki :
Hrákar, smásjárrannsókn
Ræktun úr hrákum . ...
— — þvagi .....
ungbörnum. Berklavarnastöðin starf-
aði á sama liátt og áður.
Nes. Rauðakrossdeild staðarins rek-
ur sem áður ljósastofu. Er aðsókn
mikil og árangur góður. Nokkuð er
til af hjúkrunargögnum í eigu sömu
stofnunar, en húsnæði vantar. Sjúkra-
samlög eru 3. Var iðgjald hækkað i
kr. 18,00 á mánuði i Neskaupstað á
árinu, og mun þá hagur þess sæmi-
legur. Heilsuvernd er aðallega fólgin
í eftirliti með barnshafandi konum.
Önnur heilsuvernd litil, enda starfs-
tími ekki aflögu hjá lækni.
Kirkjubæjar. 5 sjúkrasamlög, eitt i
hverjum hreppi. Hagur þeirra góður.
Vestmannaeyja. Hér er starfandi fé-
lagið „Krabbavörn“, sem hefur að
markmiði að vinna gegn krabba-
meinsdauðanum. Sjóðseign félagsins í
árslok 1950 var kr. 6930,00. Rauða-
krossdeild Vestmannaeyja starfar með
líku sniði og áður. Safnað var á ár-
inu kr. 6063,10 handa bágstöddu fólki
á Ítalíu. Öskudagssöfnunin nam kr.
2475,50. Félagið hefur nýlega fengið
sjúkrabifreið, sem er hið þarfasta
tæki hér í kaupstaðnum.
Laugarás. Sjúkrasamlög eru 6, eitt
í hverjum hreppi. Hefur hagur þeirra
flestra þrengzt síðustu 2—3 árin, bæði
vegna vaxandi dýrtiðar og sennilega
nokkuð vaxandi meðalanotkunar, sjálf-
sagt stundum óþarfra, en erfitt að
verjast. Hafa þau orðið að hælfka ið-
gjöld að miklum mun, allt að því að
þrefalda þau, og jafnframt minnka
þjónustu. 1947 voru aðeins 2, sem létu
sjúklinga greiða % af lyfjum, en nú
4. Hins vegar hafa þau ekki séð sér
fært að fylgja fast reglum Trygginga-
stofnunarinnar um lyfjagreiðslur.
C. Rannsóknarstofa Háskólans.
Prófessor Níels Dungal hefur gefið
eftirfarandi skýrslu um störf hennar
á árinu 1951:
Jákvæð Neikvæð Samtals
45 637 682
585 1532 2117
25 160 185