Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 168
1951
166 —
veg komin. í þessum húsum er gert
ráð fyrir 59 íbúðum, sem eru 28944
rúmmetrar samtals. Þannig hafa sam-
tals 60 íbúðarhús, með 79 íbúðum, ver-
ið í smíðum á árinu, og er það sama
tala og 1950. Allt eru þetta steinsteypt
hús. Byggingarkostnaður hefur verið
áætlaður af byggingarefni kr. 300,00
—350,00 á hvern rúmmetra í fullgerð-
um íbúðarhúsum. Öll eru þessi hús
búin nýtizkuhreinlætistækjum og
brunnar byggðir fyrir þau. í eldri
húsum eru brunnar yfirleitt of litlir
til að geta fullnægt vatnsþörfinni, eft-
ir að vatnssalerni voru tekin upp og
böð sett i eldri hús. Enginn vandi er
að hafa nóg vatn hér, ef brunnar eru
hafðir nógu stórir og rennum og þök-
um vel við haldið. Meðalársúrkoma er
um 1240 mm, og gefur það á 100 fer-
metra þak, sem ekki mun fjarri með-
altali hinna nýju einbýlishúsa hér, i
kringum 340 lítra á dag á fjölskyldu
til uppjafnaðar. Eru engin vandræði
að komast af með þetta vatnsmagn,
ef steypuböð eru notuð í stað ker-
baða og sérstakur vatnssparandi út-
búnaður notaður á salernin, t. d. sjálf-
virkir ventlar í stað kassanna. í eldri
bæjarhlutanum er víða notaður sjór i
salernin, og bætir það mikið úr skák,
þar sem brunnar eru of iitlir. Til
mála hefur komið að auka við sjó-
leiðsluna, svo að hennar verði not
víðar um bæinn. Það er að vísu tölu-
vert fjárhagslegt atriði, hversu stórir
brunnarnir þurfa að vera, eða réttara
sagt að byggja þá ekki stærri en nauð-
syn krefur; það verður að sjálfsögðu
að miða við þakstærðina og úrkomu-
magnið, og þó sérstaklega, hvernig úr-
koman dreifist á árstíðirnar. Mér virð-
ist, að ef úrkomudreifingin væri lögð
til grundvailar við ákvörðun brunn-
stærðarinnar, ætti 25—30 tonna
brunnur að vera yfrið nógu stór, mið-
að við 100 fermetra hús, og er það
helmingi minni brunnur en hér er
talinn fullnægjandi við áður nefnd
skilyrði. Annar þrifnaður hér utan
húss og innan má teljast með ágæt-
um, og er þar um að ræða mikla
framför frá því, sem áður var.
Selfoss. Allmikið byggt, bæði í sveit-
um og þó einkum hér á Selfossi. Þó
var það heldur með minna móti sök-
um tregðu á leyfum til bygginga.
Laugarás. Víðast mjög góð. Gizka
ég á, að torfbæir séu innan við 5%,
þar af sumir (sambland af torfi og
timbri) sæmileg húsakynni, timbur-
hús 10—20%, mörg stæðileg enn, þótt
farin séu að eldast, nokkur hrörleg.
Steinhús þvi allt að 80%, flest vönd-
uð og góð, enda mikill meiri hluti
um og innan við 10 ára og mjög
mörg, einkum hin nýjustu (milli 40
og 50 frá síðustu árum) eins og fin-
ustu „villur“ í Reykjavík með öllum
þægindum. Baðherbergi eru mjög viða
og i öllum nýrri húsum, vatnssalerni
víðast hvar, að ekki sé talað um vatns-
leiðslur og frárennsli. Viða fæst ekki
sjálfrennandi vatn, og verður þá að
notast við vatnshrúta og benzíndælur.
Viðast er rafmagn til Ijósa, oftast véla-
afl. óvíða er rafmagn til eldunar,
nema á Laugarvatni og Ljósafossi,
mjög víða koksvélar (AGA) og oliu-
kynding. Á allmörgum stöðum er
hverahiti til upphitunar og jafnvel
eldunar, og hefur á nokkrum stöðum
verið borað fyrir heitu vatni. Mið-
stöðvarhitun má heita á hverjum bæ,
víða olíukynnt, og fer kolakynding sí-
minnkandi. Þrifnaður og umgengni
bæði úti og inni víðast í góðu —
sums staðar i ágætu — lagi, en að
sjálfsögðu til undantekningar. Skrúð-
garðar við flesta bæi.
5. Fatnaður og matargerð.
Ólafsvikur. Fatnaður og matargerð
fer heldur batnandi. Þó hefur skortur
á álnavöru verið tilfinnanlegur und-
anfarið vegna skömmtunar.
Búðardals. Fatnaður tekur engum
breytingum frá ári til árs. Matargerð
stendur á líku stigi og áður. Yfirleitt
mjög lítið um nýmeti, einkum að vetr-
inum, og virðast menn gera sér það
að góðu, enda orðnir vanir því öld-
um saman.
Reykhóla. Skjólfatnaður yfirleitt
góður. Mataræði tekur litlum breyt-
ingum. Mikið notað enn af súrmeti
og saltmeti, ásamt kartöflum. Nýmet-
isskortur alltaf tilfinnanlegur. Enn þá
ekkert gróðurhús á Reykhólum, þótt