Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Side 170
1951
168 --
koma fram í tannskemmdum og hörg-
ulsjúkdómum.
6. Mjólkurframleiðsla og
mjólkursala.
Rvík. Mjólkursamsalan, sem annast
gerilsneyðingu og dreifingu mjólkur i
Reykjavík, fær mjólk aðallega frá
bændum í Gullbringu- og Kjósarsýslu,
Árnes-, Rangárvalla-, Vestur-Skafta-
fells-, Mýra- og Rorgarfjarðarsýslum
og á haustin frá Snæfellsnessýslu og
litið eitt úr Dalasýslu. Seldi samsalan
15342236 litra mjólkur á árinu, 537552
I. rjóma og 721336 kg skyrs. 7—8
milljónir 1. mjólkurinnar voru seldir
á flöskum. Auk þess eru 44 mjólkur-
framleiðendur með 418 kýr, sem selja
og neyta sjálfir ógerilsneyddrar mjólk-
ur, alls um 113000 1. á árinu. 34 mjólk-
urframleiðendur hafa 3 kýr eða fleiri
liver og selja mjólk til neyzlu, ógeril-
sneydda. Nokkuð af mjólk þeirri, sem
samsalan sendir út, fer í Hafnarfjörð,
á Suðurnes, til Vestmannaeyja og í
skip.
Akranes. Um áramótin tók mjólkur-
stöðin til starfa, og hafði það dregizt
lengur en ætlað var. Húsakynni góð,
vélakostur virðist góður og umgengni
góð. Er nú seld gerilsneydd mjólk.
Ólafsvíkur. Mjólkurframleiðsla mis-
nóg norðan heiðar og meðferð ábóta-
vant.
Búöardals. Mjólkursala til Borgar-
ness hætti með öllu á árinu.
Reykhóla. Mjólk og smjör nægilegt
fyrir liéraðsbúa allt árið, og töluvert
mun vera selt úr héraðinu af smjöri.
ísafj. Mjólkurframleiðsla fremur lítil
í héraðinu, en mjólk er flutt að úr
Djúpinu og Önundarfirði. Mjólkur-
framleiðsla er þó nokkur í Hnífsdal
og Skutulsfirði. Bæjarfélagið hefur nú
hætt búrekstri og leigt búin, og er þar
með laust við þann hallareksturinn.
Mjólk hefur ekki vantað á þessu ári.
Mjólkin er mjög misjöfn að gæðum
og tæplega neyzluhæf af sumum bæj-
um á sumrin. Valda þar mestu um
langar aðflutningsleiðir, strjálir flutn-
ingar og ófullnægjandi kæling. Mjólk-
ureftirlitsmaður rikisins fór um
mjólkursölusvæðið á liðnu sumri og
leiðbeindi mönnum um meðferð
mjólkur og gripa. Var ekki vanþörf
á því, og væri æskilegt, að slikt eftir-
lit gæti farið fram árlega. Gerilsneyð-
ing mjólkurinnar í mjólkurstöðinni
virðist samvizkusamlega af hendi
leyst, samkvæmt þeim athugunum,
sem ég hef látið gera i rannsóknar-
stofu atvinnudeildar háskólans. Um-
gengni i stöðinni er stundum ábóta-
vant, en starfsfólkið er hreinlegt og
þokkalegt. Mjólkureftirlitsmaður sagði
mér, að rikið greiddi kostnað af rann-
sóknum á mjólk. Svör atvinnudeildar-
innar voru þó send mér í póstkröfu
og endurgreiðslubeiðnum ekki sinnt.
Það hvetur ekki til athafnasemi.1)
Hólmavíkur. Mjólkursala í þorpin
úr sveitunum hverfandi litil orðin.
Flestir reyna að hafa kú fyrir sig,
þótt erfiðlega gangi að afla fóðurs og
engin fjós séu til fyrir allar kýrnar.
Verður af því nokkur óþrifnaður utan
húss, hve illa er fyrir komið þessum
bráðabirgðafjósum.
Hvammstanga. Mjólkurframleiðsla
svipuð og árið áður, þó líklega eitt-
hvað minni. Flestir munu nú selja þá
mjólk, sem aflögu er frá heimilisnot-
um, til mjólkurstöðvarinnar í Borgar-
nesi.
Blönduós. Mjólkursamlagið hér
starfaði með likum hætti og áður,
aðallega að þurrmjólkurvinnslu, en
mjólkurflutningarnir voru erfiðir um
vetrarmánuðina vegna óvenjulegra
snjóalaga. Ég hef öðru hvoru farið
þangað til eftirlits og hef fylgzt með
ohreinindamælingum í mjólkinni.
Sauðúrkróks. Mjólkursamlagið tók á
móti rúmlega 2 milljónum lítra mjólk-
ur, og er það heldur minna en árið
áður. Bændur fjölga nú sauðfé á ný,
en munu margir heldur fækka kúnum.
Mjólkursamlagið framleiðir ágætar
vörur, bæði smjör, skyr og osta. Sölu-
mjólk er gerilsneydd. í árslok flutti
mjólkursamlagið starfsemi sina í nýju
mjólkurstöðina, sem verið hefur í
smíðum undanfarin ár. Eins og áður
1) Hvernig væri að fletta upp lögum, er
þetta varða (7. gr. laga nr. 24/1936) og gæta
síðan réttar síns og umbjóðenda sinna af rögg-
semi. Hér hefur eflaust einhverjum misskiln-
ingi verið til að dreifa