Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Síða 175
— 173 —
1951
Nes. Eru í miklum blóma, jafnt
sund-, skíða- og frjálsar íþróttir. Þátt-
taka almenn, og stendur metasýki
þeim ekki enn fyrir þrifum. Ágæt
gufubaðstofa er í sambandi yið sund-
laugina, og sækja margir, bæði ungir
og gamlir, gufuböð af kappi.
Djúpavogs. Leikfimi ekki kennd
hér við barnaskólann. Síðast liðið
sumar var hér námslteið í frjálsum
íþróttum og knattleik.
Hafnar. íþróttir litið stundaðar,
helzt knattspyrna. Hafin bygging
sundlaugar, er hita á með kælivatni
rafvélar þorpsins. Verður varla lokið
á næsta ári.
Kirkjnbæjar. íþróttir lítið stund-
aðar.
Vestmannaeyja. Mér virðist iþrótta-
áhuginn hér nú ekki vera eins mikill
og oft áður, en I>ó eru hér stundaðar
margs konar íþróttir, svo sem fótbolti,
handbolti, golf, sund og frjálsar íþrótt-
ir o. fl. o. fl. Sundið er ekki stundað
sem skyldi hér, þrátt fyrir ágæta hit-
aða sjólaug, sem elckert kostar að nota.
Verið er að byggja hér nýtt íþrótta-
svæði; hvort það kann að verða lyfti-
stöng fyrir iþróttir, læt ég alveg ósagt,
því að fyrir eru hér ágæt íþróttasvæði
undir Fiskhellum og í Dalnum. En
staðsetning þessa íþróttsvæðis er væg-
ast sagt mjög vafasöm, þar sem aðeins
nijó gata skilur það frá Landakirkju,
niinnismerki drukknaðra siómanna o.
s. frv.
Laugarás. íþróttaiðkanir færast mjög
í vöxt og mega heita almennar, eink-
um sund og frjálsar íþróttir; aftur á
nióti er lítið um knattleiki, og er það
máske ekki illa farið, því að þeir gætu
orðið enn almennari. í héraðinu er
hæði íþrótta- og íþróttakennaraskóli
°g sundlaug í hverjum hreppi, nema
Grímsness og Gnúpverja. Sem betur
^er, er lítið um „meting“.
Keflavíkur. Framfarir í íþróttamál-
um miklar í héraðinu.
10. Alþýðufræðsla um
heilbrigðismál.
Hólmavikur. Héraðslæknir kenndi
heilsufræði 1 stund á viku við ung-
lingadeild barnaskólans á Hólmavik.
Bakkagerðis. Heilbrigðisfræðsla eng-
in, nema sú, sem á sér stað í almenn-
um læknisviðtölum við fólkið.
11. Skólaeftirlit.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa bor-
izt úr öllum læknishéruðum og taka
til 15048 barnaskólabarna.
Samkvæmt heildarskýrslu (tafla X),
sem gerð hefur verið upp úr skóla-
skoðunarskýrslum héraðslæknanna,
liafa 12978 börn, eða 80,2% allra
barnanna, notið kennslu í sérstökum
skólahúsum öðrum en heimavistar-
skólum, 584 börn, eða 3,9%, hafa not-
ið kennslu í heimavistarskólum, en
þau hafa þó hvergi nærri öll verið
vistuð i skólunum. 1101 barn, eða
7,3%, hefur notið kennslu í sérstök-
um herbergjum í íbúðarhúsum og 385,
eða 2,6%, i íbúðarherbergjum innan
um heimilisfólk. Upplýsingar um loft-
rými eru ófullkomnar, en það virðist
vera mjög mismunandi: í hinum al-
mennu skólahúsum er loftrými minnst
1,7 m3 og mest 12,4 m3 á barn, en
jafnar sig upp með 3,5 m3; í heima-
vistarskólum 2,3—17,4 m3, meðaltal
6,3 m3; í liinum sérstöku kennsluher-
bergjum í íbúðarhúsunum 2,4—6,6
m3, meðaltal 3,8 m3; i íbúðarherbergj-
um 2,3—8,2 m3, meðaltal 4,0 m3, sem
heimilisfólkið notar jafnframt. í hin-
um sérstöku skólahúsum, þar sem loft-
rýmið er minnst, er það oft drýgt
með þvi að kenna börnum til skiptis
i stofunum. Vatnssalerni eru til afnota
i skólunum fyrir 13835 þessara barna,
eða 92,0%, forar- og kaggasalerni fyr-
ir 1179 börn, eða 7,8%, og ekkert sal-
erni fyrir 34 börn, eða 0,2%. Leik-
fimishús hafa 10952 barnanna, eða
72,8%, og bað 11199 börn, eða 74,4%.
Sérstakir skólaleikvellir eru taldir fyr-
ir 10912 börn, eða 72,5%. Læknar telja
skóla og skólastaði góða fyrir 12018
þessara barna, eða 79,9%, viðunandi
fyrir 2790, eða 18,5%, og óviðunandi
fyrir 240, eða 1,6%.
Rvik. Á árinu gekkst ég fyrir því,
með aðstoð fræðslufulltrúa, að á-
kvörðun var tekin um, að ráðnir