Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 176
skyldu sérstakir læknar fyrir gagn-
fræðaskólana í Reykjavík, en ekki
komst þó sú skipan til framkvæmda
á árinu.
Akranes. Skólaskoðun var fram-
kvæmd í öllu héraðinu á sama tíma
og venja er til. Eins og getið var í
síðustu ársskýrslu, fluttist barnaskól-
inn i ný og góð húsakynni. Gagn-
fræðaskólinn fékk gamla barnaskóla-
húsið til afnota. Ráðgert var að bæta
við húsið útbyggingu, þar sem væru
á efri hæð kennarastofa og stofa skóla-
stjóra, en salerni á neðri hæð, þvi að
þau voru úti i sambandi við leik-
fimishúsið. Byrjað var á þessari bygg-
ingu, en ekki lokið, þegar þetta er
ritað.
Ólafsvíkur. Hef skoðað skólabörn í
öllu héraðinu einu sinni á ári og jafn-
framt athugað húsakynni skólanna.
Húsakynni barnaskólans i Ólafsvík
eru að mínum dómi í minna lagi, en
húsið orðið hjallur, enda sætti ég fær-
is, er álits míns var leitað um stað-
setningu á beinaverksmiðju, að sam-
þykkja hana, þar sem henni var stað-
ur ætlaður, 25 m frá skólanum, og
brýndi jafnframt fyrir hreppsnefnd
nauðsyn á nýrri skólabyggingu. Á
Arnarstapa er skólastofa i samkomu-
húsi (félagsheimili) Breiðuvíkur-
hrepps. Á Sandi nýbyggt skólahús
með steypuböðum. í Fróðárhreppi og
Staðarsveit eru enn þá engin skóla-
hús eða skólastofur; bjargazt er við
farkennslu, sem auðvitað eru miklir
agnúar á, en þó finnst mér betri agi
í skólum, þar sem áhrifa heimilisag-
ans gætir verulega.
Búðardals. Fullgengið er frá bygg-
ingu heimavistarskóla í Saurbæ. Er
þetta stórbót frá því, sem áður var,
og ber vitni um dugnað og ósér-
plægni, einkum þó hjónanna á Kjar-
laksvöllum, sem hafa komið húsinu
upp mikið fyrir eigin efni og dugnað.
Annars staðar i sýslunni situr allt við
sama keip í þessum efnum, sama
deyfðin, hvert sem litið er.
Reykhóla. Skoðun skólabarna fór
fram i byrjun skólaársins eins og áð-
ur. Annars allt eftirlit með börnun-
um erfitt hér i dreifbýlinu. Farskólar
enn þá í 2 hreppum héraðsins og skól-
inn því hafður á ýmsum bæjum við
mjög misjöfn skilyrði. Framtiðarlausn
þeirra mála þarf að vera: Heimavistar-
skóli að Reykhólum fyrir allt héraðið,
og vonandi ris sá skóli upp, áður en
langt um liður.
Þingeyrar. Kennsla fór ekki fram i
barnaskólanum í Haukadal á þessu
ári, þar sem nemendur voru aðeins
2. Gengu þeir í barnaskólann á Þing-
eyri. Skólamál að öðru leyti óbreytt.
ísafí. Skólarnir yfirleitt sæmilega
hirtir og vel viðunandi, miðað við
nemendafjölda. Lýsi og mjólk var gef-
in i vetur. Skólaeftirliti hagað eins og
undanfarin ár. Skólar 5 í héraðinu,
3 barnaskólar, 1 gagnfræðaskóli og 1
húsmæðraskóli. Er aðbúð nemenda
yfirleitt góð. í barnaskóla ísafjarðar
er börnunum séð fyrir ókeypis tann-
viðgerðum.
Ögur. í héraðinu eru 2 skólar,
Reykjanesskólinn og barnaskóli í
Súðavík. Skólahúsin í Reykjanesi eru
í góðu ásigkomulagi. í Súðavik er
hins vegar kennt i samkomuhúsi
hreppsins. Er það að mörgu leyti ó-
heppilegt til skólahalds, þar sem kennt
er í samkomusalnum, en hann er mjög
stór, og er því upphitun afar dýr.
Salurinn er einnig notaður til dans-
leikja á laugardögum og messugerða
á sunnudögum, og hefur því reynzt
erfitt að halda honum hreinum. Ekki
eru heldur nein þægindi í húsinu,
sem æskileg eru í skólahúsum. Að vísu
er þar vatnssalerni og handlaugar, en
oftast eru þær ónothæfar, þvi að á
dansleikjum ganga menn þar ber-
serksgang og brauka og bramla allt,
sem hönd á festir. Þá hefur og gengið
treglega með viðgerðir, ef eitthvað
hefur farið úr lagi, því að togstreita
mikil hefur jafnan verið milli skóla-
nefndarinnar og hreppsnefndarinnar
um, hvor borga skuli brúsann. Hafa
þær jafnan vísað hvor á aðra og síð-
an ekkert orðið úr framkvæmdum.
Hesteyrar. Enginn skóli er í hérað-
inu, en þau fáu börn, sem eftir eru,
sækja skóla á ísafirði.
Hólmavíkur. Engar breytingar urðu
á skólastöðum frá árinu áður.
Hvammstanga. Hreppsnefnd Bæjar-
hrepps festi kaup á gömlu símstöðvar-