Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 177
— 175 —
1951
húsunum á Borðeyri í því skyni að
nota þau siSan fyrir skólahús, enda
má það vel takast með nokkrum lag-
færingum og breytingum. Stærra hús-
iS var strax í haust tekiS til þessara
nota, þótt nauSsynlegar lagfæringar
verSi aS bíSa sumars. Að öðru leyti
engar breytingar frá því, sem verið
hefur.
Sauðárkróks. Þar sem farskóli er,
er reynt að velja þá staði, sem bezt
hafa húsakynni að bjóSa, en ýmsar
fleiri ástæður verður að taka til
greina, svo sem hvar flest börnin eru.
Dalvíkur. Skólaskoðun í barnaskóla
og farskóla fór fram i byrjun skóla-
árs. Nýja barnaskólahúsið reynist vel,
en samt ekki fullgengið frá efri hæð.
HúsiS hitað með vatni frá hitaveitu.
Akureyrar. Ljósböð fengu 303 börn,
166 stúlkur og 137 drengir, og voru
það nokkru færri börn en undanfarin
ár, sökum þess að aðalljósalampi skól-
ans brann út í marzlok, og fékkst ekki
brennari að svo stöddu. Lýsisgjafir
voru í skólanum frá 30. október til
24. april. Gulrófur voru gefnar með
lýsinu lengi vetrar, en að siðustu rúg-
brauð. Af lýsi eyddust 230 kg og 9
tunnur af gulrófum.
Grenivíkur. Börnin skoðuð haust og
vor, gerð á þeim berklapróf, þau mæld
og vegin og þeim gefið lýsi. Framför
hjá þeim góð. Settur gólfdúkur á aðra
skólastofuna, þak skólans og gluggar
málaðir, húsið kalkað. Upphitun vant-
ar í ganga hússins, og er erfitt að
koma þarna við upphitun. Bezta lausn-
in væri að fá i þaS allt miðstöðvar-
liitun. Nú eru skólastofur og salur hit-
aður upp með kolaofnum.
Bakkagerðis. Barnaskólahús staðar-
ins stendur í Bakkagerði, nýlegt stein-
hús með miðstöðvarhitun, og getur
talizt sæmilegt, en þó heldur þröngt.
Seyðisfj. Barnafræðsla fer aðeins
fram i barnaskóla kaupstaðarins og á
Þórarinsstaðaeyrum.
Kirkjubæjar. Aðbúð hvergi eins góð
og æskilegt væri, en vonir standa til,
að úr því rætist.
Vestmannaeyja. Segja má, að barna-
skólinn hér sé vel settur með húsnæði
og sama er að segja um hinn litla
skóla aðventista. Gagnfræðaskólinn
aftur á móti býr við mjög ófullkom-
inn húsakost, þar sem mikið vantar
á, að einföldustu undirstöðuatriðum
hreinlætisins megi verða fullnægt, en
það stendur væntanlega til bóta mjög
bráðlega, þar sem vonir standa til, að
hið nýja gagnfræðaskólahús, sem hér
er í smiðum, verði að einhverju leyti
tekið í notkun á næsta hausti. Skóla-
hjúkrunarkona og skólalæknir fylgjast
með heilbrigði barnanna að vetrar-
lagi. Börnin fá lýsi og kvartsljós að
vetrinum.
Laugarás. Nýr heimavistarskóli var
tckinn í notkun á Ljósafossi fyrir
Grímsnes, Grafning og Þingvallasveit.
Átti Laugardalur einnig að vera með,
en hefur þrjóskazt við og vill heldur
lifa á misjöfnum bónbjörgum hjá
Laugarvatnsskóla og braska við að
halda kennara, stundum aðeins handa
6—8 börnum. Er Ljósafossskólinn
mikið hús og fullkomið með skóla-
stjóraíbúð og öllu tilheyrandi, enda
kostaði nokkuð á 2. milljón króna. Er
þá heimavistarskóli i hverjum hreppi
(nema Laugardals), þar af 3 mjög góð-
ir (vantar þó skólastjóraíbúð í 2), en
2 uppfylla naumast lengur nútíma-
kröfur, enda er þegar farið að ræða
um ný hús eða gagngerðar endur-
bætur.
Keflavíkur. Þótt erfiðlega gangi með
sjúkrahúsmálið, sem 7 hreppsfélög
standa að, hefur Keflavíkurkaupstað-
ur gert stórt átak í fræðslumálum, þ.
e. reist nýjan barnaskóla, vel við vöxt,
enda var þess brýn þörf. Rúmast í
hinum nýja skóla, sem var tekinn í
notkun seint á þessu ári, milli 4—5
liundruð skólabörn við góðan aðbún-
að. Auk þess er tilætlunin að leysa
hina sivaxandi þörf fyrir Gagnfræða-
skóla Suðurnesja á næsta ári, og mun
hann væntanlega fá rúm í hinu nýja
skólahúsi, enda þótt tilætlunin sé að
endurbæta gamla skólann, svo að
gagnfræðaskólinn fái þar aðsetur til
bráðabirgða.
12. Barnauppeldi.
Ögur. Getur varla talizt neitt i Súða-
vík. Börn hafa hér mikið sjálfræði og
hlýða hvorki guðs né manna lögum.