Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Side 180
1951
— 178
kaupstaðar er og sæmilega tækjum
búið.
Kirkjubæjar. Slysavarnardeildir eru
hér starfandi, eins og undanfarin ár,
en ekki kom til þeirra kasta á árinu.
Vestmannaeyja. Slysavarnarfélags-
deildin Eykyndill og Björgunarfélag
Vestmannaeyja starfa hér ötullega að
þessum málum.
16. Tannlækningar.
Akranes. Þetta ár hefur enginn
tannlæknir starfað hér i héraðinu.
Kom til orða, að ungur tannlæknir
settist hér að, og munu samningsum-
leitanir hafa verið byrjaðar, en af ein-
hverjum ástæðum fórst það fyrir.
Ólafsvíkur. Viðgerðir tanna mega
heita óþekktar hér, en tannsmiður
hefur starfað hér á hverju sumri.
Stykkishólms. Nokkur bót er það,
hvað snertir tannskemmdir, að hér
starfaði um tíma á síðast liðnu sumri
tannsmiður. Smíðaði hann allmarga
gervitanngarða í fólk, er ég hafði áð-
ur dregið tennur úr, en ekki verður
vel viðunandi, fyrr en tannlæknir
fæst til búsetu í héraðinu.
Búðardals. Tannsmiður var hér um
tíma í sumar og smíðaði tennur i fólk.
Reykhóla. Tannlæknir kom enginn
í héraðið, þó að þess hafi verið mikil
þörf, og vérður því stundum að draga
út tennur, sem annars hefði mátt gera
við. Tannsmiður dvaldist hér á síðast
liðnu sumri nokkra daga og smiðaði
tennur fyrir þá, sem á þvi þurftu að
halda.
Þingeyrar. Tannlæknir dvaldist hér
örfáa daga á síðast liðnu sumri. Var
mikið sóttur, bæði til viðgerða og
tannsmiða. Er þetta til heilbrigðis-
auka og gagns fyrir alla, er tann-
læknis þurfa með, og vonandi, að i
framtíðinni komi tannlæknir hér að
minnsta kosti einu sinni á ári.
Bolungarvíkur. Hingað kom tann-
læknir að sunnan um sumarið og
dvaldist hér i liðlega 2 vikur við við-
gerðir, tannsmiðar og útdrátt. Var
mikið hagræði að sliku, og sést nú
enda i fyrsta skipti i skólaskýrslum
héðan getið barna með viðgerðar
tennur.
ísafj. Tannlæknir er starfandi hér i
bæ, og hefur hann jafnframt á hendi
tannlækningar i barnaskólanum. Er
svo ráð fyrir gert, að hann skili öll-
um börnum með viðgerðar tennur
upp úr skólanum, en sjúkrasamlag
kaupstaðarins stendur svo að hálfu
straum af viðhaldi tannanna til 16
ára aldurs unglinganna.
Sauðárkróks. Tannlæknir starfaði
hér, hinn sami og áður. Fengu barna-
skólabörn á Sauðárkróki ókeypis
tannviðgerðir, og er það mjög mikils
vert. Enn þá hefur ekki verið komið
á svipuðu eftirliti með skólabörnum
í sveitinni, enda óhægara um vik.
Ólafsfj. Ole Bieltvedt, tannlæknir á
Sauðárkróki, dvaldist hér um 3 vikur
um haustið. Aðsókn var mikil, enda
mjög aukinn skilningur á hollustu
tannviðgerða. Set ég mig aldrei úr
færi að skýra það fyrir fólki. Hann
hreinsaði einnig marga munna og
smiðaði gervitennur.
Dalvíkur. Full þörf er fyrir tann-
lækni hér í þessu héraði.
Grenivíkur. Eins og að undanförnu
eru tennur dregnar, er þær fara að
valda óþægindum. Yngra fólkið lætur
þó frekar gera við tennur sínar, er
þær fara að skemmast.
Þórshafnar. Tannsmiður og tann-
læknir dvöldust i héraðinu á árinu.
Seyðisfj. Þýzkur tannlæknir stund-
ar hér almennar tannlækningar siðan
í október 1950.
Nes. Tannlæknir (tannsmiður) nú
fluttur í héraðið, og má búast við
minnkandi tannútdrætti hjá lækni, en
það hefur verið einn algengasti starfi
hans undanfarið. Skipulagðar alls
herjar viðgerðir á tönnum skólabarna.
Hafnar. Tannsmiður frá Eskifirði
var hér rúman mánuð s. 1. vor, gerði
við margar tennur og smíðaði i þá,
er tannlausir voru. Annars talsvert um
tanndrátt (309 tennur úr 140 sjúkl.).
Laugarás. Væntanlega aukast nú
mjög tannviðgerðir, bæði i börnum
og fullorðnum, þar sem tannlæknir
hefur nú setzt að á Selfossi. Munu
sumir hreppar héraðsins hafa hug á
að semja við hann um tannviðgerðir
skólabarna.