Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Síða 181
— 179 —
1951
17. Samkomuhús. Kirkjur.
Kirkjugarðar.
Ólafsvikur. Allt með sama sniði og
áður. Enn þá vantar mikið á, að fé-
lagsheimilið í Ólafsvík sé komið í
fullt lag; herbergi þau, sem áttu að
vera til gistingar fyrir ferðamenn, eru
enn óinnréttuð. Á einum stað i prívat-
húsi er nokkuð gert að því að hýsa
fólk, en aðstæður ekki góðar.
Búðardals. Samkomuhús i Saurbæ
mun hafa verið stækkað og endur-
byggt. Annars staðar i sýslunni eru
samkomuhús harla bágborin, enda í
fullu samræmi við þá deyfð, sem hér
ríkir alls staðar i félagsmálum.
Reykhóla. Samkomuhús í öllum
hreppum héraðsins. En öll eiga þau
sammerkt i þvi að vera allt of lítil
og fullnægja á engan hátt sjálfsögð-
um skilyrðum um samkomuhús, þar
eð þau öll vantar fatageymslur, hand-
laugar og salerni. Sumarsamkomuhús
er gott í Reykhólahreppi, þ. e. gisti-
húsið Bjarkarlundur. 4 kirkjur eru í
béraðinu, og er aðeins einni þeirra
vel við haldið. Kirkjugörðum litill
sómi sýndur.
Bolungarvíkur. Unnið áfram að
samkomuhúsinu.
Ögur. í héraðinu eru 3 samkomu-
hús, og mega ]iau teljast sæmilega
góð. Kirkjur eru 5, allt gamlar timb-
urkirkjur. Eru þær allar ofnlausar og
svo kaldar á vetrum, að menn skjálfa
þar eins og hríslur, þótt þeir séu
klæddir vetrarúlpum. Mega slik sam-
komuhús teljast stórhættuleg líkam-
legri heilsu manna. Kirkjugarðar eru
yfirleitt vel hirtir.
Hólmavíkur. Samkomuhúsið í
Hólmavik, sem starfrækt er sem fé-
lagsheimili, er að verða mjög úr sér
gengið, enda naumast nema bráða-
bireðahús (braggi). Er mikill áhugi
fyrir byggingu nýs félagsheimilis.
Onnur samkomuhús í héraðinu eru 5
talsins, 2 þeirra lítil, gömul og las-
burða (á Heydalsá og Drangsnesi),
en hin nýlegri og sæmilegar vistar-
verur (á Óspakseyri, Stjóra-Fjarðar-
horni og Klúku, Bjarnarfirði). Kirkj-
um sæmilega við haldið. Kirkju vant-
ar tilfinnanlega á Hólmavík, þvi að
kirkjusókn er erfið að Stað i Stein-
grímsfirði. Fer því messugjörð fram
i hinu óvistlega samkomuhúsi þorps-
ins.
Ólafsfj. Samkomuhúsið hrörlegt og
gamalt. Útveggir norður- og suður-
hliðar eru einfaldir steinveggir, og
rennur því slaginn niður eftir þeim
að innan i kuldatíð. Þakið lélegt og
lekt. Kirkju sæmilega við haldið, en
upphitun frá hitaveitu ekki nægileg.
Kirkjugarður i sæmilegri hirðu.
Grenivíkur. Samkomusalur er í
skólahúsinu. Þarf hann lagfæringar,
sérstaklega gólfið, sem er orðið slitið
og ótrvggt. Kirkjur og kirkjugarðar í
g'óðri hirðu.
Þórshafnar. Samkomuhúsið á Þórs-
höfn er til stórskammar. Er í einka-
eign, en þrátt fyrir síendurteknar
kvartanir, er lítið fyrir húsið gert.
Kirkjum og kirkjugörðum er vel við
lialdið.
VopnafJ. Unnið var að byggingu fé-
lagsheimilis á Vopnafirði fyrir 100000
krónur, en miðaði skammt. Kirkjan á
Vopnafirði var öll máluð utan. Lóðin
jöfnuð og um hana sett vönduð girð-
ing.
Bakkagerðis. 1 samkomuhús er i
læknishéraðinu, í Bakkagerðiskaup-
túni. Er það gamalt timburhús og
orðið ófullnægjandi, en leyfi hefur
ekki fengizt til endurbyggingar. Kirkj-
an i Bakkagerði er gömul timbur-
kirkja, en hefur góða upphitun og er
vel haldið við. Var steypt utan um
hana í sumar. Kirkjugarðurinn er
girtur og góð umgengni þar.
Seyðisfj. Hið margumrædda sam-
komuhús ekki enn fullgert. Kapp lagt
á að Ijúka smíðinni, því að þörfin er
brýn.
Nes. Ýmis félög i bænum safna fé
til byggingar nýs samkomuhúss. Er
þess tilfinnanlega þörf. Kvikmynda-
hús, allsæmilegt, er til á staðnum.
Iiirkjubæjar. Samkomuhús i smíð-
um að Kirkjubæjarklaustri. Kirkjur
og kirkjugarðar hér ekki i verra á-
standi en gengur og gerist í sveitum
hérlendis.
Vestmannaeyja. Umgengni og við-