Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 185
— 183
1951
að bólusetja við skólaskoðun. Ferm-
ingarbörn að vori koma í skólann
eftir nýár, og verða þau þá bólusett.
Bakkagerðis. Fórust fyrir að mestu,
vegna þess hve bóluefnið kom seint
(í nóvember). Fólk óskaði eftir, að
þeim yrði frestað til næsta vors.
Seyðisfj. Fórust fyrir vegna mis-
lingafaraldurs.
Djúpavogs. Féllu niður í héraðinu
þetta árið. Heyrði fólk ýmsar sögur
úr Reykjavík um afleiðingar bólu-
setningar og var ófúst að leggja börn
sín í hættu.
Vestmannaeyja. Frumbólusetningar
féllu niður á árinu, en endurbólusetn-
ingar fóru fram lögum samkvæmt.
Laugarás. Bólusetning féll niður í
héraðinu, mest vegna ýmissa farsótta,
en einnig vegna hiks við, hvernig
framkvæma skyldi eftir hinni nýju
lagasetningu.
21. Skoðunargerðir eftir kröfu
lögreglustjóra.
Frá rannsóknarstofu Háskólans hef-
ur borizt eftirfarandi skýrsla um rétt-
arkrufningar stofnunarinnar 1951:
1. 6. janúar. S. A. N., 29 ára dansk-
ur sjómaður. Var ölvaður um nótt
í heimsókn í skipi, sem lá við
hliðina á hans skipi. Sást siðast
vera að klifra áleiðis yfir til sín
kl. 1,30 um nóttina, en síðan frétt-
ist ekki af honum, fyrr en líkið
var slætt upp úr höfninni daginn
eftir. Á hægra gagnauga var 2 sm
langt, ferskt sár með dálitilli
blæðingu í og smáhrufl á miðju
enni. Annars engin áverkamerki
á líkinu. Greinileg drukknunar-
einkenni á lungum og öndunar-
færum. í blóði 1,24%„ alkóhól.
Ekkert fannst við krufningu, sem
benti til þess, að hinn látni hefði
orðið fyrir likamlegri árás. Sárið
á hægra gagnauga virtist vera
fram komið um leið og maðurinn
dó. Ályktun: Af útliti lungna og
öndunarfæra virðist mega ráða,
að maðurinn hafi drukknað. Útlit
heila, lykt af líkinu, ásamt blóð-
rannsókn bendir til, að maðurinn
hafi verið drukkinn.
2. 23. janúar. E. Ó-dóttir, 43 ára,
óg. Hafði verið þunglynd lengi.
Fannst liggjandi á gólfi í her-
bergi sínu; hafði sýnilega oltið út
úr rúminu og var rænulaus. Var
flutt i sjúkrahús, þar sem hún
fékk amfetamin í stórum skömmt-
um, vegna þess að talið var, að
hún hefði tekið mikið af svefn-
meðulum, en andaðist eftir 2
sólarhringa. Enginn sjúkdómur
fannst, sem valdið gæti dauða
konunnar, en í magainnihaldi
fannst sterk svörun fyrir veronali.
Ályktun: Sjúkrasagan kemur heim
við, að konan hafi tekið inn stór-
an skammt af veronali og dáið af
því.
3. 9. febrúar. G. H. G-son, 8 ára. Var
að koma út úr strætisvagni og
hljóp yfir götuna, er bíl bar að,
sem ók á drenginn. Auk smærri,
ytri áverka, fundust mjög mikil
brot á höfuðkúpu, sem var möl-
brotin að aftanverðu. Heili var
þar marinn og sundurtættur, sér-
staklega að neðanverðu. Ályktun:
Þessar miklu skemmdir hafa leitt
barnið til dauða, svo að segja
samstundis.
4. 19. febrúar. G. O. V. E-son, 41 árs.
Sjúklingurinn gerði tilraun til að
fvrirfara sér með þvi að skera
sig á háls, en var fljótt fluttur í
spítala, og var mikil blæðing
stöðvuð þar og saumað sárið, sem
náði inn í barkakýli. í sjúkra-
húsinu gerði sjúklingurinn itrek-
aðar tilraunir til að hengja sig
á rúmgaflinum. Var losaður, en
fékk mikla öndunarerfiðleika og
dó 2 dögum eftir komu i sjúkra-
húsið. Við líkskoðun fannst stór,
samansaumaður skurður þvert yf-
ir hálsinn og minni skurðir á
báðum úlnliðum. Við krufningu
fannst allmikið drep í barkakýli
og bjúgur út frá þvi, en skurður-
inn hafði náð þangað inn. Álykt-
un: Drep og bólga í barkakýli
hefur valdið köfnun og leitt
manninn þannig til bana. Breyt-
ingar i lifur og heila benda til
þess, að maðurinn hafi verið of-
drykkjumaður.