Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Síða 186
1951
— 184 —
5. 25. febrúar. G. J-son. Hvarf heim-
an að frá sér og fannst helfros-
inn 9 dögum seinna. Við krufn-
ingu fannst froða í barka og mjög
stór, loftheld lungu og sjór í
maga. Ályktun: Þetta bendir
greinilega til þess, að maðurinn
hafi drukknað.
6. 28. febrúar. A. H. J-son, 38 ára,
sem hvarf að heiman og fannst
látinn í fjöru nóttina eftir, aðeins
klæddur i nærföt og skó, allt renn-
andi blautt. Við líkskoðun og
krufningu fundust einkenni þess,
að maðurinn liefði farið lifandi
í sjóinn og drukknað. Ályktun:
Útlit lungna var mjög einkenn-
andi fyrir drukknun (stór og ljós-
fjólublá með mikilli froðu í öll-
um lungnapípum).
7. 28. febrúar. A. M. B. N-dóttir, 49
ára. Hafði háttað óvenjulega
snemma, og af þvi að nágranna-
fólk grunaði, að konan gengi í
sjálfsmorðsþönkum, sótti það
lækni, en er hann kom kl. 21 um
kvöldið, var konan látin. Enginn
sjúkdómur fannst við krufningu,
sem hefði getað verið banamein.
Hins vegar fannst við efnarann-
sókn á magainnihaldi greinileg
svörun fyrir barbítúrsöltum. Á-
lyktun: Þetta kemur heim við, að
konan hafi tekið inn stóran
skammt af natrium-pento-barbital.
8. 1. marz. G. I-dóttir, 62 ára. Líkið
fannst í skafli í Reykjavík, er
snjóa leysti, og var gaddfrosið.
Ályktun: Enginn sjúkdómur
fannst, sem útskýrt gæti dauða
konunnar. Það, sem við líkskoð-
un og krufningu fannst, kom heim
við, að konan hafi dáið af
kulda.
9. 10. marz. Þ. K-son, 2 ára. Gekk
niður i fjöru, án þess að fylgzt
væri með honum, og þar fannst
líkið, sólarhring eftir að barnsins
var saknað. Við krufningu fannst
enginn sjúkdómur að barninu.
Ályktun: Útlit lungna ásamt froðu
í lungnapípum og barka bendir
eindregið til þess, að barnið hafi
drukknað. Eftir innihaldi í maga
að dæma, hefur barnið drukknað,
um það bil 2 klst. eftir að það
neytti siðustu máltíðar.
10. 10. marz. B. B-dóttir, 73 ára, sem
varð fyrir bíl. Við krufningu
fannst mikið mar með blæðingu
hægra megin, neðan á heilanum
framanverðum. Höggið virðist
hafa komið áftanvert og ofanvert
við vinstra eyra. Ályktun: Æðar
konunnar voru mjög kalkaðar,
einnig heilaæðar, og er mögulegt,
að sijóleiki sá, sem þvi fylgir,
hafi átt sinn þátt í slysinu.
11. 15. marz. A. B-dóttir, 17 ára, er
veiktist fvrir 5 dögum og versn-
aði, unz hún fékk óráð og var
flutt í sjúkrahús, þar sem hún
lézt daginn eftir. Hitinn fór sið-
ast upp yfir 41° C. Á líkinu sáust
leifar af mislingaútbrotum. Við
krufningu og smásjárrannsókn
fannst bráð heilabólga (ence-
phalitis acuta) víðs vegar i stóra
heila. Ályktun: Þessi heilabólga
liefur hlotizt af mislingunum og
orðið banamein stúlkunnar.
12. 24. marz. S. Þ-son, 65 ára. Varð
undir palli á vörubíl og var ör-
endur samstundis. Við krufningu
fannst stór sprunga í hægra for-
hólfi hjarta, og hafði blóð fossað
þaðan inn í gollurshús, þar sem
voru 600 cc. af blóði. Enn frem-
ur höfðu mörg rif brotnað hægra
megin aftantil. Ályktun: Þetta
hefur á mjög skammri stundu leitt
manninn til bana.
13. 27. marz. S. J-son, 23 ára. Hneig
niður á götu í Reykjavík og var
þegar örendur. Við krufningu
fannst mjög mikið stækkað hjarta
(1080 g). Var meðfæddur galli í
hjartanu, þannig að op var milli
hægra og vinstra afturhólfs. Á-
lyktun: Þessi meðfæddi hjarta-
galli hefur valdið stækkun á
hjartanu, sem loks hefur þanizt
út stórkostlega, unz það gafst upp.
14. 11. april. M. Þ-dóttir, 4 mánaða.
Dó snemma morguns, án þess að
borið hefði á nokkrum undan-
gengnum sjúkleika. Við krufningu
fundust engar sjúkdómsbreyting-
ar, né einkenni um áverka, sem
gæti hafa orðið barninu að bana.