Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Side 188
1951
— 186 —
holismus chronicus) virðast ofan-
greindar meinsemdir nægja til
skýringar á dauða hennar.
22. 31. mai. G. H. Ó-son, 7 mánaða.
Fannst liggjandi látinn á grúfu i
rúmi sinu að morgni dags. Álykt-
un: Yið krufningu fundust á innri
líffærum breytingar, sem benda
til þess, að barnið hafi kafnað.
Auk þess var hóstarkirtillinn á-
berandi stór og eitilvefur um all-
an líkamann mjög áberandi.
23. 3. júní. J. G. M-dóttir, 23 ára, sem
á síðasta mánuði meðgöngutimans
fannst meðvitundarlaus fyrir utan
húsið, þar sem hún bjó. Var hún
flutt í sjúkrahús, þar sem hún var
með óráði og uppköstum, með
ómælanlega lágan blóðþrýsting.
Hún dó 45 mínútum eftir komu á
sjúkrahús. Við krufningu fannst
stór sprunga i meginæðinni
(aorta), rétt ofan við hjarta, og
hafði blætt mikið á bak við æð-
ina og inn í gollurshús. Ályktun:
Þetta hefur á skammri stundu
leitt konuna til bana.
24. 4. júni. S. L. O-son, 42 ára, sem
andaðist, rúmu dægri eftir að
hafa drukkið áfengi (koníak og
gin). Kastaði upp og kúgaðist i
3 klukkustundir og hafði mikla
vanlíðan, unz hann fékk krampa
og dó. Ályktun: Við krufningu
fannst fersk kransæðastífla, sem
hefur orðið manninum að bana.
25. 11. júní. A. M-son, 1 árs. Varð
fyrir bil og lézt rétt á eftir. Við
krufningu fannst hrufl, hægra
megin i andliti. Allmikil brot voru
á kúpubotni vinstra megin og
mæna rifin þversum, rétt neðan
við heilann. Ályktun: Þessi áverki
hefur valdið bana samstundis.
26. 3. júlí. 2 mánaða sveinbarn, sem
hafði fengið andarteppuköst og
andaðist i einu slíku kasti. Við
krufningu fannst mjög stækkað
hjarta, einkum hægra afturhólf,
og var orsökin til þess vansköp-
un, þannig að op var á milli
hægra og vinstra afturhólfs (sep-
tumdefekt). Ályktun: Þetta hef-
ur valdið mikilli blóðrásartruflun,
sem hefur orðið barninu að bana.
27. 23. júlí. Á. S-son, 60 ára. Var að
fá sér kaffi um nótt hjá 2 stúlk-
um, er fullur maður kom þangað
og var varnað inngöngu af Á. S.,
sem var lengi úti, en kom loks
inn hóstandi, og sýndist stúlkun-
um hráki hans vera blóðugur.
Hann lézt rétt á eftir. Hinn mað-
urinn neitaði að hafa lent i nokkr-
um stympingum við Á. S. eða
veitt honum nokkurn áverka. Við
krufningu fundust engin merki
þess, að hinn látni hafi orðið fyr-
ir áverka eða verið beittur nokkru
ofbeldi. Hjartað var dálítið stækk-
að (530 g), en ekki stórkostlega.
Ályktun: Banameinið hefur verið
mikill bjúgur i lungum, sem kom-
ið hefur skyndilega. Útlitið á
slímhúð barkans og barkakýlis
getur bent til þess, að maðurinn
hafi verið með inflúenzu, og geta
menn þá stundum fengið lungna-
bjúg skyndilega.
28. 30. júlí. J. V. F-dóttir, 2 mánaða,
sem andaðist skyndilega i sjúkra-
húsi, án þess að ljóst væri, úr
hverju. Við krufningu fannst
bólga i smæstu lungnapípum og
vottur um lungnabólgu. Barnið
var mjög horað og uppþornað,
enn fremur hafði það greinilega
beinkröm, en slík börn þola verr
lungnabólgu en þau, sem heil-
brigð eru fyrir. Ályktun: Bana-
meinið hefur verið lungnabólga í
beinkramarsjúku og uppþornuðu
barni.
29. 30. júlí. I. S. S-son, 20 ára. Hafði
brotizt inn til föður síns, sem bjó
á öðrum stað i Reykjavík, og
braut þar upp peningaskáp, sem
hann mun hafa náð úr kr. 3000.00.
Að öðru leyti mun ástamál hafa
átt einhvern þátt i þvi, að pilt-
urinn ætlaði að fyrirfara sér, þar
sem unnusta hans var farin að
vera með erlendum hermanni.
Pilturinn skar sig á vinstra úln-
lið til að fyrirfara sér, en sárin
voru saumuð saman, og virtist
hann vera eðlilegur á eftir. En kl.
9 um kvöldið drakk hann tvær
flöskur af blettavatni, sem i er
trichlorethylen, og sagðist skyldi