Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 202
1951
— 200
helzta. Þeir benda fyrst á, að enn þá
hafi ekki fyllilega verið g'ert upp, hver
sé lækningaárangur, indikationir eða
kontraindikationir og áhættur af með-
ferðinni. Einkum eru áhætturnar mik-
ið umdeildar, og fer þar mikið eftir
skapgerð læknanna, sem margir vilja
byggja allt á „sinni“ persónulegu
reynslu. Er skemmst af því að segja,
að „slysin“ geta komið fyrir á svo
til öllum liffærakerfum, en mjög mis-
mikil, og þýðing þeirra er mjög mis-
munandi. Engir tveir virðast sjá sífellt
sömu slysin né jafnoft, og kennir hver
einn einhverju sérstöku hjá sér eða
hinum.
Sjaldgæfar eru breytingar í húð og
slímhúð, nokkru tiðari (6—8%) eru
ýmiss konar vöðvaónot. Sjaldgæf eru
og slys á öndunarfærum, blóðrásar-
kerfi eða meltingarfærum, á þvag-
kynfærum smávægileg; á sviði lok-
aðra kirtla er helzt um að ræða óeðli-
lega fitu, svo og óreglu á tíðum kvenna.
Algeng eru aftur á móti slys á bein-
um og liðum. Á 2—10% fer neðri
kjálkinn úr liði. Fyrir kemur, að
sjúklingur fari úr hálsliðum og axlar-
liðum. Brot á kjálka, upphandlegg,
lærum eru sjaldgæf. Hryggjarliðabrot
eru mismunandi tið, 20—40% að
vitni þeirra, sem röntgenskoða alla
sjúklinga á undan og eftir aðgerð. Þeir,
sem ekki röntgenmynda á undan og
eftir, telja oft ekki nema 0,5%. Brotin
koma fyrir þrátt fyrir svæfingu, en
þó sjaldnar, oftast brotnar 4.—6. liður
í baki og oftast þegar í byrjun. Til
þess að draga úr þessum áhættum
nota margir ýmis svæfingarlyf, áður
en rafmagninu er hleypt á sjúkling.
Meiri háttar samanburðarrannsóknir
með röntgenmyndum á undan og eftir
rafroti í svæfingu hef ég ekki fundið.
Aðrir forðast svæfingu vegna þess, að
„vefrænu" einkennin vilja þá verða
meiri eftir rotið, eins og að likum
lætur, þar sem sjúklingurinn hefur
fyrst verið svæfður með sterku svæf-
ingarlyfi og síðan rotaður með raf-
magni ofan á það. Menn benda á,
að batahorfur fyrir hryggbrotin virð-
ast fljótt á litið furðu góðar. En sum-
um handlæknum þykja geðlæknar
þessir láta sér í furðu léttu rúmi liggja
jafnkirúrgiskan sjúkdóm og hrygg-
brot hefur hingað til verið talið.
Og enn kann reikningurinn að vera
óuppgerður, t. d. að þvi er varðar tiðni
spondylartlirosis (og mænueinkenna)
þessara sjúklinga siðar á ævinni. Þótt
sjúklingum „batni“ þunglyndið, er
víst, að þeir eru oft svo mánuðum
skiptir veikir af hryggbrotinu á eftir.
Heilarit breytist alltaf, a. m. k. ef
rotað er oftar en 6 sinnum. Sumir hafa
viljað halda þvi fram, að flogaveiki
framkallist eða versni, einnig að fyrir
geti komið blæðingar i heilahimnum,
meiri háttar heilablæðingar og fleiri
taugakerfiseinkenni, sem allt virðist
mjög fátitt. Um smáblæðingar og smá-
sjárbreytingar í heila mun ég ræða
síðar.
Geðslysin eru langalgengust. Um %
sjúklinga truflast á minni, margir svo,
að um óminni (amnesia) er að ræða
aftur í timann, en oftast er minnið
gloppótt, og tekur þetta einnig nokkuð
til tímans eftir rotið, þá stundum jafn-
framt með nokkru rugli. Fyrir hefur
komið algert óminni um 3 ár, sem
stóð í nokkra daga. Venjulegast lag-
ast þetta á nokkrum dögum eða nokkr-
um vikum (mánuðum H. T.), en nefnd
hafa verið dæmi, þar sem það lagast
alls ekki. En Deshaies og Pellier gera
ekkert úr þeim óþægindum öðrum,
sem af þessu geta leitt.
Mun siður algengt en óminni er
rugl, oftast eftir 4.—6. rotið. Sérkenni-
legt fyrir það er svo og svo mikil hugar-
tregða og áttavilla í rúmi og tima, svo
að nálgazt getur algera stöðnun, stund-
um blandaða hræðslu. Ruglið hverfur
venjulega á 1—2 vikum, ef meðferð-
inni er hætt. (En gerir það ekki í
nokkrum tilfellum, H. T.)
Truflun á líkamsskyni, misskynj-
anir og ofskynjanir koma fyrir, en
Deshaies og Pellier virðast ekki hafa
gefið þeim nema lítinn gaum. Sjálfur
hef ég nokkra slika sjúklinga undir
höndum.
Lítið tala þeir um sljóvgun (de-
mentia), sem sumir telja sig hafa séð
eftir rafrot, og ekki verður séð, að þeir
hafi fylgzt með sjúklingum sínum um
lengri tíma á eftir. Þeir geta þó um þá
athugun P. Ad. Chatagnons, að af 50