Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 209
207 —
1951
tvímælalaust teljast með þeim betri i
heiminum yfirleitt, batnar ekki hlut-
fallslega fleiri sjúklingum nn heldur
en fyrir 'iO árum.
í Sviss, sem ekki verður siður taliS
öndvegisland i heilbrigSismálum, og
er þaS land, sem medicinalstatistík
mun lengst liafa verið talin fullkomn-
ust, skýrir Bersot í júni 1952 á 100
ára afmæli franska geðlæknafélagsins
frá þvi, að á síðast liðnum 20 árum hafi
engin breyting orðiS á batatölum geð-
veikra þar í landi, hundraðshlutinn hef-
ur hækkað úr 15 í 18. Menn höfðu búizt
við öðru eftir tilkomu rotaðgerðanna
(Ann. Med. Psych., júní 1952, bls. 143).
Hann sýnir einnig, að fleiri sjúklingar
veikjast aftur nú en fyrir 20 árum:
Á árunum 1929—’32 veiktust 36% af
innlögðum sjúklingum aftur, en 1945—
’48, eða 10 árum eftir að byrjað var
þar í landi á rotaðgerðunum, 10%
fleiri, eða 46%. Aukningin er heldur
minni meðal karla en kvenna.
Hvorki í SvíþjóS né Sviss hafa orð-
iS breytingar á batatölum geðveikra
almennt, eftir að rotaðgerðirnar komu
til sögunnar. Ég efast um, að breyt-
ingar, sem staðiS gætu í sambandi við
þær (10% aukningin á endurinnlögð-
um sjúklingum í Sviss), hafi statistiskt
gildi.
MaSur rekur augun i, að tölurnar
í Sviþjóð eru:
1929—’32 og 1945—’48
25% — 30%
en i Sviss: 15% — 18%
Bendir þetta annaðhvort til mismun-
andi mats á því, sem nefnt er „bati“,
eða sjúklingahlutföllin á spitölunum
séu öðruvísi. Á cftirfarandi tölum sést,
að hið síðarnefnda er ekki tilfellið;
tölurnar eru teknar eftir Bersot og
töflu 38 í sænsku heilbrigðisskýrslun-
um 1951:
Gamalmenni
Schizophrení
Oligophrení
Allt annaS .
Sviss: Svíþjóð
10% 12%
60% 57%
10% 10%
20% 21%
Meginsjúkdómaskiptingin virðist þvi
vera svipuð, og er því sennilega um
mismunandi mat að ræða á því, sem
hvorir um sig telja „bata“, „guérison
médicalement ou socialement“ i Sviss,
og i Svíþjóð „áterstallning“, sem þó
í töflu 41 B lijá Svium á greinilega
við „albata“ og „betri“ við brottför
af spítölunum. En hvort sem tölurnar
eru sambærilegar landa á milli eða
ekki, sýna þær, að almennt hefur ekk-
ert hækkað tala þeirra, sem læknast
á geðspitölum þessara landa, þrátt
fyrir rotaðgerðir siðustu ára.
Þá er að athuga, hvort rotaðgerð-
irnar hafi haft áhrif á bata einstakra
geðsjúkdómaflokka, fyrst og fremst þá
manio-depressíva sjúklinga. Af þess
háttar rannsóknum eru háar og sund-
urliðaðar tölur að finna í sænsku
heilbrigðisskýrslunum, svo og i rit-
gerð eftir Karagulla frá Edinborg í
J. M. Sci., október 1950.
Af sænsku skvrslunum frá 1951
(1950, 1935, 1932) má sjá, að 30%
fleiri manío-depressivir sjúklingar
voru til meðferðar á ríkis- og bæjar-
spitölunum þá en 1935, eða 3825 á
móti 2940. Áf þeim manío-depressiv-
um sjúklingum, sem voru til með-
ferðar í spitölunum 1935, dóu 124,
eða 4,2%, 1951: 85, eða 2,2%; 1935
útskrifuðust „áterstállda" 636, eða
22%, 1951: 950, eða 25%; 1935 út-
skrifuSust ólæknaðir 217, eða 7%,
1951: 416, eða 11%.
Af þeim 636, sem útskrifuðust
„áterstállda“ 1935, voru 149, sem verið
höfðu veikir lengur en 12 mánuði, eða
23% af þeim, sem batnaði á árinu.
Af þeim 950, sem útskrifuðust 1951,
voru 249, sem verið höfðu veikir
lengur en 12 mánuði, eða 26% af þeim,
sem batnaði á árinu. 30% heildar-
fjölgunin svarar til fólksfjölgunarinn-
ar og fjölgunarinnar á spítalarúmum,
úr rúmlega 24 þúsundum í rúmlega
35 þúsund. Frá 1935 til 1951 er þvi
enginn öruggur munur á fjölda lát-
inna, þeirra, sem útskrifazt hafa lækn-
aðir, né þeirra, sem útskrifazt hafa
án þess að vera læknaðir. Eins er
jafnmikið af langvinnum tilfellum (12
mánaða eða meira) meðal sjúkling-
anna 1951 eins og 1935, eða um það
bil hluti. Hinir % hlutarnir lækn-
ast á minna en einu ári, jafnt 1951