Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 213
— 211 —
1951
lag varð ekki um, hvernig aðgerðinni
skyldi hagað.
Nokkrum mánuðum seinna varð
þvi komið við að flytja erfiðasta
sjúklinginn á nýopnaða deild. Á næstu
vikum batnaði honum svo, að maður
hefði verið harla ánægður, ef þeim
árangri hefði verið náð með lobo-
tomíaðgerð þá. Sá bati, hefur haldizt
og heldur áfram. öðrum þessara
þriggja sjúklinga smábatnaði einnig
talsvert, svo að ofskynjunum hans
iinnti, og hann gat verið í heimahús-
um, en hann er síðan dáinn úr heila-
blæðingu. Hinn þriðji er enn mikið
til óbreyttur, en nú mundi ég ráða frá
lobotomi á honum, ekki hvað sízt
fyrir það, að við höfum nú á seinustu
4 árum fengið á spítalann 8 sjúklinga,
sem aðgerð þessi hefur verið gerð á.
Eru þeir allir óbætanlegir og slík
hryggðarmynd andlegs tómleika, að
mjög forhertan mann þyrfti til þess
að tefla sínum nánustu eða skjólstæð-
ingi sínum í þá tvísýnu að geta orðið
þannig fyrir aðgerð, sem aldrei getur
talizt lífsnauðsynleg.
Ég sé ekki ástæðu til þess að eyða
hér frekara rúmi í að ræða um þessa
aðgerð, sem virðist hafa lifað sitt
fegursta, a. m. k. eins og hún hingað
til hefur oftast verið framkvæmd.
Niðurlag.
Á undanhaldi rafrotsaðgerðanna,
sem eins og stendur á sér stað í flest-
um löndum, eru formælendur með-
ferðarinnar aðeins sammála um, að
beita beri henni gegn „endogen“ (þ. e.
manio-depressiv) melankoli, i engil-
saxneskum löndum nánar tiltekið þó
fyrst og fremst gegn þeirri melankoli,
sem þar er nefnd „involutionsmelan-
koli“. Sumir beita henni gegn öllum
vægustu myndum þessa sama sjúk-
dóms. Aðrir gegn svo að segja hvaða
geðkvilla sem er og einkum ef þeir
hafa ekki getað gert sér grein fyrir, um
hvers konar sjúkdóm sé að ræða. Þá
eru þess og dæmi, að læknar, sem svo
til enga geðlæknismenntun liafa, leyfi
sér að rafrota sjúklinga, sem til þeirra
leita. Flestir telja nokkra kvilla, þar
sem alls ekki komi til greina að beita
rafroti. Aðrir virðast hæla sér af því
að beita því einmitt i slikum tilfellum.
Ýmsir eru með alls konar tilbreyt-
ingar í meðferðinni, svo sem með þvi
að nota ýmiss konar tæki til aðgerð-
anna, og hælir hver sinu. Um tæki
þessi viðhafði einn þekktasti maður
ameríska geðlæknafélagsins þau orð
við mig, að þau væru „hin hættu-
legasta peningavél (money-making
machine), sem fundin hefði verið
upp fyrir stéttina“. Þótt þau séu til
þess að gera ódýr og einföld og oft
rekin með ólærðu aðstoðarfólki, er
meðferðin yfirleitt alls staðar dýr,
sem svarar 50—100 kr. í hvert skipti.
Flestir miða nú orðið við 5—6 skipti
og taka sem svarar 400—500 kr. fyrir
„kúrinn“. Sumir hafa þann hátt á að
láta sjúklingana greiða fyrir fram fyrir
„kúrinn“ til þess að eiga ekkert á
hættu, ef óminni sjúklingsins, „að
fengnum bata“, skyldi verða svo
magnað, að hann gleymdi að borga,
eða hann kannaðist ekkert við að
hafa verið undir læknishendi, eða
gleymdi að koma eftir fyrstu skiptin.
Þótt trú fólks á lyf sé mikil, mun
sönnu næst, að mun meiri sé trú þess
á alls konar „tæki“, og á það ekki
siður við um læknana sjálfa. Hér
fengu geðlæknar upp í hendurnar
tæki, sem lét gerast eitthvað, sem þeir
og fólk sáu, tæki, sem var auðvelt i
meðförum og fljótt álitið virtist ekki
gera skaða, eða a. m. k. ekki mikinn
skaða. Það var þvi freistandi að nota
það, stundum meira en minna. Sam-
vizkuna mátti friða með því, að eitt-
hvað hefði verið gert og e. t. v. hefði
sjúklingnum reitt verr af, ef það hefði
ekki verið gert. Ekki var verra, að
það gaf auk þess „gull í mund“. Það
var allt annað að geta nú fyrirhafnar-
lítið afgreitt hóp manna á skömmum
tíma, oft svo að segja án tillits til
þess, við livern sjúkdóm væri fengizt,
heldur en vera að gera sér óþarfa
heilabrot út af þvi, hvað væri nú að
hverjum einstökum sjúklingi, hvers
vegna einmitt hann væri orðinn
svona, að þurfa að rekja ætt hans og
uppruna, að gera sér grein fyrir öllu,
sem á daga hans hefði drifið fram á
þennan dag, og reyna síðan á grund-