Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 214
1951
— 212 —
velli þess að gera sér grein fyrir
batahorfum hans. Menn gátu þannig
tekið léttilega á öllum vandamálum
fræðigreinarinnar, sjúkdómsgreiningu,
mati á batahorfum og lækningamögu-
leikum. Menn gátu látið sér fátt um
finnast ráð það, sem dr. Desmond
Curran gaf geðlæknum í forsetaræðu
sinni í Royal Soc. of Medicine, section
of Psychiatry, 9. október 1951, um
betri athugim á sjúklingum, og menn
gátu látið sér i léttu rúmi liggja þá
grundvallarsetningu í geðsjúkdóma-
fræði, að „causation is a process":
þegar um geðsjúkdóm er að ræða, er
engin ein orsök til bilunarinnar. Ein
allsherjaraðferð til lækningar geð-
sjúkdómum er því óhugsandi og fyrir
fram vituð fásinna.
En geðlæknar, sem frekar öllum
ættu að þekkja meginmeinlokuna i
hugsunarhætti lækna yfirleitt — liinn
svonefnda „autistiska“ hugsunarhátt
—, hafa ekki verið hótinu betri en
aðrir og flækzt í þessari sömu snöru.
Bók Bleulers, Das autistisch-undis-
ziplinierte Denken in der Medizin
und seine ííberwindung, kom þó þeg-
ar út 1919 og var um tíma talin sjálf-
sögð á náttborði hvers geðlæknis.
Mannaskilvindur og alls kyns önnur
tæki, blóðtökur, koppsetning, raf-
mögnun, o. fl. hafa með köflum átt
hinu furðulegasta gengi að fagna
meðal stéttarinnar.
Rafrot nútímans er að minum dómi
blettur á geðlæknastétt allra landa,
blettur, sem hún eingöngu getur þvegið
af sér með þvi að snúa aftur til heil-
brigðrar skynsemi í lækningatilraun-
um sínum.
4. maí 1955.