Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 215
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1953.
1/1953.
Sakadómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 3. október 1952,
leitað umsagnar læknaráðs út af atburðum, er urðu á . . .stíg í Reykja-
vík aðfararnótt 14. júní s. 1., er Á. B-son.Reykjavík, varð fyrir
líkamsáverka.
Málsatvik eru þessi:
Aðfararnótt 14. júni 1952, um kl. 5, urðu átök milli ölvaðra manna
fyrir utan húsið nr. 7 við ... stíg hér í bænum. Er lögreglan kom á
vettvang skömmu síðar, fann hún Á. B-son, ..., hér í bæ, sitjandi með-
vitundarlausan á akbrautinni, sem er malbikuð og slétt, og kveður
hún tvo menn hafa stutt hann.
Framburður vitna er ósamhljóða um aðdraganda þess, að Á. féll
í götuna. Vitni eru sammála um það, að Á. og þeir, er með honum
voru, hafi verið á leið austur . .. stíg, og hafi Á. haldið á pakka með
tveim leirfötum undir annarri hendi og annað fatið verið brotið og
aðeins helmingur þess eftir í pakkanum. Vitni eru ekki sammála um,
hvort einn maður leiddi Á. eða tveir, en þeir virðast hafa gengið á
norðanverðri götunni, en ekki er ljóst, hvort þeir voru á gangstétt
eða akbraut.
Er komið var á móts við húsið nr. 7 við . .. stíg, virðist hafa komið
til átaka milli manna þeirra, er með Á. voru. Eitt vitni ber, að slegið
hafi verið til Á., og annað vitni telur, að vexáð geti, að það hafi slegið
hann, án þess, að það telji sig muna það. Eigi er Ijóst, hvort Á. datt
út af gangstéttinni eða hné niður á akhrautinni, en Ijóst er, að hann
féll í ómegin. Sum vitnin telja sig hafa séð hann liggja á grúfu fyrst
eftir fallið og fæturnir hafi snúið að gangstéttinni, en handleggirnir
niður með síðunum, eins og hann hafi ekki borið þá fyrir sig í fallinu.
Áður nefnd leirföt virðast lítið hafa brotnað við fallið, aðeins kvarnazt
úr því, sem óbrotið var. Fleiri en eitt vitni hafa borið, að Á. hafi
verið reistur upp, svo að hann sat á götunni, og hafi blóð verið þurrkað
af enni hans með vasakliit og hann studdur í þessum stellingum, unz
lögreglan kom á vettvang.
Á. var síðan lyft inn í lögreglubifreið og honum ekið á lögreglu-
stöðina. Lögreglan segir Á. liafa haft áverka á höfði og hafa verið
ósjálfbjarga vegna ölvunar. Frá lögreglustöðinni var Á. fluttur á
sjúkrabörum heim til sín, þar sem hann lá fram yfir hádegi, að ....
starfandi læknir í Reylcjavik, vitjaði hans. í læknisvottorði hans, dags.
19. júní 1952 (dskj. nr. 6), segir svo: