Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 219
— 217 —
1951
hafa fjórum sinnum brotizt inn í geymsluskála í Fossvogi og stolið
nokkru af tómum flöskum í félagi við nokkra unglinga. Fyrir nokkr-
um árum varð ákærði Þ. einnig uppvís að ótilhlýðilegri framkomu
gagnvart 10—12 ára stúlkum.
í málinu liggja fyrir tvö læknisvottorð frá yfirlækni geðveikra-
hælis ríkisins, dr. med. Helga Tómassyni, en hann framkvæmdi geð-
heilbrigðisrannsókn á ákærða. Hið fyrra er dagsett 5. desember 1950,
og er niðurstaða þess svo hljóðandi:
„Álit mitt á Þ. K. M-syni er þetta:
Hann er vitgrannur, en hvorki geðveill né geðveikur.
Hann hefur útvortis berkla (tub. radicis man. dxt.).
Það er um að ræða 20 ára ungling af breng'luðu bergi brotinn,
sem alizt hefur upp sem eina ungbarnið hjá afa sínum og ömmu
til 15 ára aldurs, eftir það hjá afanum einum. Skólaárin er hann
veikur af astma, sem vitanlega hefur háð honum mjög og stuðlað
að því, að hann yrði eftirbátur jafnaldra sinna og fengi minni-
máttarkennd gagnvart þeim. Nokkru eftir fermingu fær hann berkla
í hendi og venst þar af leiðandi af vinnu. Hann er því bæði van-
kunnandi og iðjuleysingi, en auk þess fátækur, illa til fara og gengur
mikið sjálfala, þar sem afi hans vinnur úti allan daginn. Samt sem
áður hefur hann ekki leiðzt mikið út i drykkjuskap né verið fund-
inn sekur um önnur afglöp en ótilhlýðilega framkomu gagnvart
10—12 ára stúlkum.
Er nokkur exhibitionismus ekki óalgengur hjá svona mönnum,
einkum ef þeim þar að auki er gefið svolítið undir fótinn.
Sé um sök að ræða, tel ég hann ekki sakhæfan vegna einfeldnings-
háttar.“
Síðara læknisvottorðið er dagsett 12. október 1952, og er niður-
staða þess svo hljóðandi:
„Álit mitt á Þ. K. M-syni er óbreytt frá því, sem áður var. Ég fæ
ekki séð, að refsing hafi nokkurn árangur, en aftur á móti virðist
aðkallandi að koma honum á Vífilsstaði til lækninga vegna berkla-
veiki (hann hefur undanfarið ekki treyst sér til þess að fara þangað
vegna fataleysis).
Síðan væri mannúðarverk að aðstoða hann við að koma honum
í fastavist, t. d. sem vinnumanni í sveit. Tel ég, að þar myndi hon-
um borgið, og ætti hann að geta unnið þar fyrir meðalkaupi, áður
en langt um Iiði.“
(Við meðferð málsins í réttarmáladeild vék dr. med. Helgi Tómas-
son sæti í deildinni, en í stað hans kom dr. med. Jóhann Sæmundsson,
prófessor.)
Málið er lagt fgrir læknaráö á þá leið,
að beiðzt er álits læknaráðs á álitsgerð dr. med. Helga Tómassonar,
yfirlæknis, um andlega heilsu ákærða Þ. K. M-sonar, og felist þar
í umsögn um það, hvort talið verði, að refsing geti borið árangur
gagnvart þessum ákærða, þannig, að hún geti skapað með honum
hvatir til að forðast refsiverða hegðun, sbr. 15. og 16. gr. laga nr.
19/1940.
28