Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Side 221
— 219 —
1951
„Ef hann reynir eklcert á sig, er hann sæmilegur, en fær þrautir
í bakið —- mjóbakið — og út í h. mjöðm við áreynslu, sérstaklega
við að lyfta þungum hlutum. Hann telur sig því ófæran til allrar
erfiðisvinnu.
Við skoðun kemur í ljós, að greinileg kyphosis fyrirfinnst á mótum
brjósts og lendaliða. Hryggurinn er á þessu svæði stirður, en í heild
sinni er hreyfing sæmileg í hryggnum. Hann getur beygt sig áfram,
þar til fingur ná ca. 15 sm frá gólfi.
Myndir af hryggnum sýna, að G. hefur fengið kompressionsfractur
á L-I, L-II og L-III og þar út frá miklar arthrotiskar breytingar.
Einnig arthrotiskar breytingar á L-III—L-IV, en óvíst, hvort þær
stafa frá slysinu. Búast má einnig við, að arthrotiskar breytingar
fyrirfinnist ofar í bakinu, en myndirnar ná aðeins upp á th. XII.
Þar eð hinar arthrotisku breytingar eru talsvert útbreiddar í bak-
inu, kernur operativ meðferð varla til greina (spenging). Til mála
gæti komið að sjá G. fyrir bol, bakinu til stuðnings, en óþægindum
hans virðist ekki þannig háttað eins og er, að ástæða virðist til þess.“
Loks liggur fyrir í inálinu læknisvottorð frá Jóhanni Sæmundssyni,
prófessor, dags. 25. júní 1950, þar sem að loknum inngangsorðum
segir svo:
„Við fallið mun 2. lendaliður hafa brotnað, þ. e. liðbolurinn þjapp-
azt saman og 3. lendaliður einnig, en minna, og hefur orðið stall-
myndun framan á þeim lið. Röntgenmyndir, teknar 13. þ. m., sýna
þetta, en að auki sjást á þeim greinilegar heintrjónur — osteofytar —
á liðabrúnum allt frá 12. brjóstlið að 5. lendalið, nokkur kryppa um
mjóbakið og hryggskekkja þar einnig. Rtg.myndir, teknar í október
1947, munu hafa sýnt svipað ástand, nema hvað þá var hvorki hrygg-
skekkja né kryppumyndun, og virðist þetta því hafa komið síðan, og
má það teljast afleiðing af samþjöppun nefndra liða ásamt vaxandi
stirðnun í hryggnum vegna beinútvaxtar.
Kvartanir slasaða eru þrautir í baki, og leggur þær út í hægri
mjöðm, stundum niður í hægri fót niður undir hné. Síðan siðast liðið
haust þreyta, máttleysiskennd og verkur í hægri handlegg, en hafði
ekki fundið til þessa áður.
Skoðun leiðir í ljós, að slasaði er blindur á hægra auga, en sú blinda
mun hafa verið frá fæðingu. Sjón döpur á hinu auganu, notar gler-
augu bæði við vinnu og lestur. Nolckur kryppa um mjóhrygg, hindr-
aðar hreyfingar við bolvindu, hliðarsveigja góð, fetting í baki sæmi-
leg, við beygju áfram skortir um 10 sm á, að gómar nái gólfi.
Tilfinning virðist ekki trufluð. Annað ekki athugavert að finna.
Slasaði kveðst hafa verið frá verki með öllu fram í ágústbyrjun
1946, fór þá að líta eftir vinnu sem flokksstjóri, en hafði miklar
þrautir við að ganga (samkv. læknisvottorði 3. ágúst 1946 mun hann
hafa byrjað vinnu 30. júlí það ár og unnið síðan létt störf, sem lager-
maður hjá Síldarverksmiðjunum, við afgreiðslu og aðra létta vinnu,
t. d. í tunnuverksmiðju um vetur).
Slasaði hefur fengið greidda 6 mánaða dagpeninga (hámark), og
árið 1948 mun örorka hans hafa verið meíin 75 % (þ. 28. apríl 1948?).
Vottorð, sem slíkt örorkumat er byggt á, liggur ekki fyrir í gögn-