Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 222
1951
— 220 —
um málsins. Þykir mér líklegt, að þar sé um að ræða mat vegna ör-
orkulífeyris og þá öll örorka mannsins metin, einnig blindan á hægra
auga, en hún nemur 20% örorku út af fyrir sig.
Röntgenmyndir virðast hafa verið teknar á Siglufirði, án þess að
þær leiddu hryggbrot í ljós, en það sést ótvírætt á myndum, teknum
23. október 1947, en að auki osteoarthrotiskar breytingar, sem vel
geta stafað af slysinu — sem afleiðing af brotinu, þótt mögulegt sé,
að þær hafi verið byrjaðar áður, en ekkert liggur fyrir, er bendi til
þess.
Að þessu athuguðu, tel ég örorku þá, er af slysinu stafar, hæfilega
metna 50—55%.“
Slasaði kveðst hafa farið til Reykjavíkur til læknisskoðunar haustið
1946, og hafi ... heitinn ..., læknir skoðað hann, en vottorð um
þá skoðun hefur ekki verið lagt fram í málinu.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið, að
óskað er álits læknaráðs um eftirtalin atriði:
1. Hvort ætla megi, að stefnandi hafi hlotið örorku, sem sé senni-
leg afleiðing af slysi því, sem stefnandi varð fyrir á Siglufirði
20. júní 1946.
2. Verði svo talið, hver sé þá örorka stefnanda, þar með talin fram-
tíðar örorka hans.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad. 1. Vafalaust má telja, að stefnandi hafi hlotið örorku af slysinu
20. júní 1946.
Ad. 2. Varanleg örorka af slysinu þykir hæfilega metin 50%.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 21. febrúar
1953, staðfest af forseta og ritara 7. marz s. á., sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur, uppkveðnum 25. mai 1954, var
stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kr. 68933.33 með 6% ársvöxtum frá 15. júni
1950 til greiðsludags og kr. 6000.00 í málskostnað. Stefnandi var sjálfur talinn eiga
sök á slysinu að % hluta.
4/1953.
Borgardómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 28. nóvember
1952, samkvæmt úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavíkur
24. nóvember s. á., leitað umsagnar læknaráðs í bæjarþingsmálinu
nr. 447/1950: H. G-son gegn Almenna byggingafélaginu h/f.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 20. júní 1946 var H. G-son, ..., trésmiður, Rcykjavík, f. 15.
nóvember 1907, að vinna við smíði vinnupalla, er nota átti við upp-
setningu á mjölblásturspípum við síldarverksmiðjuna SR. 46 á Siglu-
firði. Kveðst hann hafa verið staddur uppi á 8 metra háum vinnu-
palli, þegar borð eða langfjöl brotnaði undan honum með þeim af-