Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 228
1951
— 226
á sem áður, hún seldi þess vegna bifreið sína, leigði út af íbúðinni
og seldi hana loks. — Árið eftir að maður hennar dó, veiktist hún
af sjúkdómi, sem verið getur, að hafi verið næmur taugasjúkdómur.
Var þá m. a. rafrotuð. Kvartar síðan um minnisbilun. Hvort hún stafar
af rafrotinu eða veikindunum, verður ekki dæmt um, m. a. þar sem
mér hefur ekki tekizt að fá upplýsingar frá sérfræðingi þeim, sem
hafði hana til meðferðar þá.
Hvort minnisbilun hennar (af hverju sem hún stafar) er skýringin
á því, að henni ekki ber saman við leigjanda, sem hún vildi fá borinn
út, verður ekki sagt með vissu, en væri þó vel hugsandi möguleiki.
Framkoma hennar gagnvart bróður sínum og mágkonu þ. 21. des.
s. 1. virðist geta verið skiljanleg út frá geðshræringu, er hún auð-
vitað hefur komizt í, er drengir hennar fara að tala um jólaundir-
búning og að fá hjá henni peninga, sem hún eklci átti til. Svipað er að
segja um framkomuna gagnvart rannsóknarlögreglunni. (Mótþrói við
húsrannsókn).
Framkoma hennar gagnvart lækninum í hegningarhúsinu virðist
eðlileg með tilliti til þess, að hún hefur ógeðfelldar endurminningar
um það, er hann rafrotaði hana fyrir nokkrum árum, svo og með til-
liti til þess, að eftir vottorði, sem hann í haust hafði gefið án þess
að hafa nokkuð rannsakað hana þá, var hún svipt fjárráðum, og þar
með komið í veg fyrir ráðstafanir, sem hún hafði verið búin að hugsa
sér að gera.
Það, sem sum vitnin hafa verið að segja um geðheilbrigði konunnar,
er allt óákveðið, laust hjal leikmanna, sem ég fæ ekki séð, að bendi til
nokkurs ákveðins geðsjúkdóms.
Og engra geðveikiseinkenna hef ég orðið var hjá henni hér i spítal-
anum.“
Vegna þessa vottorðs kom ..., áður nefndur sérfræðingur í tauga-
og geðsjúkdómum, fyrir sakadóm Reykjavíkur sem vitni hinn 27.
febrúar 1953. Staðfestir hann vottorð sitt, er að framan greinir (dskj.
nr. 2).
Hann kveðst hafa verið kvaddur til kærðrar 13. maí 1949 með til-
vísun frá dr. med. ..., heimilislækni kærðrar. Upplýsingar um for-
tíð hennar kveðst hann hafa fengið hjá systur hennar, ..., sem kvað
kærða skyndilega hafa orðið ruglaða hinn 11. maí 1949, talsvert óró-
lega, mikið talandi og syngjandi. Þegar hann kom til kærðrar, kveður
hann hana hafa verið „exalteraða“, „talaði mikið, óróleg, og var vitn-
inu tjáð, að hún hefði verið svefnlítil. Vitnið var ekki í neinum vafa
um, að hér væri um geðsjúkdóm að ræða, exaltatio mentis, sennilega
manisk exaltation, það er að segja stemningspsykosa.“ Hinn 14. maí 1949
veitti læknirinn henni raflostmeðferð og telur, að 18. maí hafi sjúkl.
verið miklu betri, „rólegri og ástandið í heild sinni allt betra.“ Var
henni þá veitt raflostmeðferð öðru sinni. Næsta dag hafi hún virzt
„alleðlileg“ ... „Var hún á fótum og við vinnu og lét hið bezta yfir
líðan sinni, kvartaði ekki undan neinum óþægindum eftir raflostmeð-
ferðina." Taldi læknirinn þá ekki ástæðu til að veita henni fleiri raf-
lostmeðferðir. Hafi hann síðan haft spurnir af kærðri hjá ..., systur