Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Síða 234
1951
— 232 —
Var Ó. Þ. samkv. þessari rannsókn útilokaður, þar sem aðeins
fannst M hjá barninu, og eiginleikarnir D og E fundust hjá því, en
hvorugu foreldranna.
Þegar héraðslæknirinn í ... talaði við mig um, að S. E. gæti
ekki sætt sig við þessi úrslit, þar sem enginn annar maður kæmi til
greina en þessi, og læknirinn spurði, hvort ekki gæti verið um skekkju
að ræða í blóðrannsókninni, bauðst ég til að rannsaka á ný frá öllum
aðilum, m. a. vegna þess, að ég var ekki ánægður með þau sera,
sem notuð voru til að rannsaka fyrir M og N og einnig Rh-flokkun-
inni.
Sendi læknirinn þá blóð frá móður og barni og þar sem ég fann
veika svörun fyrir N hjá móðurinni og MN hjá barninu, vildi ég fá
rannsóknina endurtekna á blóði allra aðila, en árangurslaust.
Síðan 1952 höfum við fengið bæði anti M — N og öll Rh-sera frá
Randaríkjunum, og hafa þau reynzt okkur mun öruggari en þau,
sem við fengum frá Bretlandi (A-B-O-serum framleiðum við hér).
Það ósamræmi, sem lcemur fram í rannsókn á undirflokkum og Rh-
flokkum, stafar af því, að við höfum ekki haft eins örugg sera eins
og við höfum nú.
Eins og málið lítur út nú, er það aðeins eiginleikinn E, sem finnst
hjá barninu, en hvorki hjá móður né tilnefndum föður.
Ég er á sama máli og dr. Andresen, að mér þykir afar ósennilegt,
að Ö. Þ. geti verið faðirinn. Theoretiskt getur hann ekki verið það,
samkvæmt því, sem menn vita bezt nm arfgengi þessara eiginleika.“
í bréfi frá talsmanni kærandi, Ragnari Jónssyni, hæstaréttarlög-
manni, til sakadómara, dags. 29. júní 1953 (dskj. nr. 12), er þess óskað,
að eftirfarandi spurninguin verði beint til læknaráðs:
„1. Hvert er álit læknaráðs á sera þeim, sem notuð hafa verið?
2. Hvaða skýringa er að leita á ósamræmi því, sem frain kemur í
blóðrannsóknunum ?
3. Telur læknaráð blóðrannsóknir þær, er framkvæmdar hafa verið,
fullnægja réttarlæknisfræðilegum skilyrðum til þess að vera sönn-
unargögn í dómsmálum? Ef svo er ekki, hvað skortir þá á?
Svarið taki til hverrar blóðrannsóknar út af fyrir sig.
4. Telur læknaráð Rhesuskerfið fullnægjandi sönnunargagn til úti-
lokunar á faðerni barns (sbr. bréf dr. P. A. Andresen, yfirlæknis) ?“
Málið er lagt fgrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um eftirfarandi atriði:
1. Fellst læknaráð á álitsgerð borgarlæknisins í Reykjavík, dagsetta
5. júní 1953, dskj. nr. 9? Fallist læknaráð ekki á álitsgerðina,
óskast sú afstaða rökstudd.
2. Fellst læknaráð á álitsgerð dr. P. H. Andresen, yfirlæknis i Bispe-
bjerg Hospital i Kaupmannahöfn, dagsetta 20. marz 1953, dskj.
nr. 9? Fallist læknaráð ekki á álitsgerðina, óskast sú afstaða
rökstudd.
3. Fellst læknaráð á álitsgerð Rannsóknarstofu háskólans, dagsetta
27. marz 1953, dskj. nr. 8? Fallist læknaráð ekki á álitsgerðina,