Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Page 236
1951
234 —
til þess að byggja útilokun faðernis skilyrðislaust á rannsóknarniður-
stöðu eins þáttar Rh-kerfisins.
Ad. 6. Sjá 2. og 5.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 6. ágúst
1953, staðfest af forseta og ritara 19. s. m. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslit: Sjá 9. mál.
8/1953.
Dómsinálaráðuneytið hefur með bréfi, dags. 9. júní 1953, leitað um-
sagnar læknaráðs í barnsfaðernismálinu: Á. A. gegn K. J.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 5. janúar 1948 ól Á. A., f. 20. marz 1924, þá til heimilis að
..., fullburða sveinbarn, sem samkvæmt vottorði ..., Ijósmóður, dags.
7. apríl 1952, var 49 sm á lengd og 3125 g á þyngd.
Föður að barni þessu lýsti hún K. J., f. 8. október 1922, til heim-
ilis að ...
Kærði hefur neitað faðerni barnsins, en viðurkennt að hafa oft
haft samfarir við kærandi frá því i febrúar 1947 þangað til í júlí sama
ár. Eigi hafa aðrir viðurkennt að hafa haft samfarir við kærandi á
hugsanlegum getnaðartíma barnsins, og kærandi neitar staðfastlega að
hafa haft samfarir við aðra á nefndu tímabili.
í málinu liggja fyrir þessi læknisvottorð um rannsókn á blóði aðila:
1) Frá Rannsóknarstofu háskólans, dags. 8. marz 1949, undirritað
af prófessor Níels Dungal, svo hljóðandi:
„Samkvæmt beiðni yðar, herra bæjarfógeti, hef ég gert blóðrann-
sókn í barnfaðernismáli Á. A. Niðurstaðan varð sem hér segir:
Aðalfl. Undirfl. C D E c
Á. A. A2 MN - + + +
S. 0 MN + + - +
K. J. 0 M 1 h
Samkvæmt þessari rannsókn getur K. J. ekki verið faðir S., því að
þar sem eiginleikinn C finnst hjá barninu, en hvorki hjá móður né
tilnefndum föður, hlýtur hann að vera kominn frá föður barnsins.“
2) Frá sama aðila, dags. 6. marz 1952. Var þá niðurstaðan eftir
endurtekna rannsókn á blóði tilnefnds föður þessi:
Aðalfl. Undirfl. C D E c
„Á. A. A2 MN h + +
S., f. 5/1 ’48 0 MN + _j
K. J. 0 M + _Í h
Samkvæmt þessari rannsókn er ekki unnt að útiloka K. J. frá fað-
erninu.“