Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 237
235 —
1951
3) Frá sama aðila, dags. 12. marz 1952, svo hljóðandi:
„Blóðrannsókn var gerð í barnsfaðernismáli Á. A. samkv. beiðni
bæjarfógetans á . . . þ. 15. október 1948. Niðurstaða af þeirri rannsókn
varð þessi:
...(Sbr. lið 1) hér að framan.)
Samkvæmt þessari rannsókn var Iv. J. útilokaður, þar sem barnið
hefur eiginleikann C, sem ekki fannst hjá móðurinni og heldur ekki
hjá K.
Snemma í yfirstandandi mánuði hringdi fulltrúi bæjarfógetans í
... mig upp og bað mig um afrit af ofannefndri rannsókn. Fletti ég
henni upp og sagði honum, að áður en ég gæfi honum afrit af henni,
vildi ég endurtaka rannsókn á blóði mannsins, því að samkvæmt þeirri
reynslu, sem við höfum fengið síðan, er sjaldgæft, að maður sé D -j-
án þess að vera jafnframt annað hvort C -j- eða E -j-.
Var rannsóknin á blóði K. J. því endurtekin 8. marz 1952 (svo!)
og varð niðurstaðan þessi:
Aðalfl. Undirfl. C D E c
K. J. 0 M -j- H-----h
Samkvæmt þessari rannsókn er ekki unnt að útiloka K. J. C-eigin-
leikinn hefur ekki fundizt 1948, af því að serum það, sem við höfum
þá haft, hefur ekki verið nógu sterkt, enda voru þessar rannsóknir
(fyrir Rh eiginleikanum C, D, E og c) nýjar af nálinni.
Nú höfum við fengið áreiðanlegri sera til þessara hluta. Vildi ég
mælast til, að rannsóknin verði endurtekin einnig hjá móður og barni,
áður en dæmt verður í málinu.“
4) Frá sama aðila, dags. 31. marz 1952. Endanleg niðurstaða blóð-
rannsóknar var nú þessi:
Aðalfl. Undirfl. C D E c
Á. A. 0 MN + + + +
S. 0 MN + +
K. J. 0 M + + - +
Samkvæmt þessari rannsókn er ekki unnt að útiloka K. J. frá fað-
erninu.
Þess skal getið, að þegar blóð Á. var rannsakað hér 15. október
1948, er tekið fram, að eiginleikinn A2 komi mjög veikt fram, en
því var ekki fylgt nánar eftir, þar sem hann skipti engu máli um niður-
stöðuna. Ósamræmið í Rh-flokkunum stafar af þvi, að sera til rann-
sóltna á þeim eiginleikum (C og c) voru elcki eins áreiðanleg þá, þegar
þessar rannsóknir voru í byrjun, eins og nú, þegar meiri reynsla er
fengin. Við allar rannsóknirnar á Rh-eiginleikunum hafa verið notuð
ensk og amerísk sera.“
5) Bréf frá sama aðila til bæjarfógetans í ... dags. 29. apríl 1952,
svo hljóðandi:
„Út af fyrirspurn yðar, herra bæjarfógeti, um blóðrannsókn í barns-
faðernismáli Á. A„ skal yður tjáð, að blóð frá henni og barni
hennar var rannsakað af mér, samkvæmt beiðni stúlkunnar, á ný
þann 3. marz 1949. Þá voru aðeins gerðar rannsóknir fyrir eiginleik-
anum c, sem ekki hafði verið prófað fyrir, þegar aðalrannsóknin fór