Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Side 238
19S1
— 236 —
fram 15. október 1948. Bæði móðir og barn reyndust c +• Svar um
þessa rannsókn, ásamt því, sem fannst 15. október 1948, var sent yður
í bréfi, dags. 8. marz 1949.“
6) Vottorð frá ..., héraðslækni í ...firði, dags. 18. marz 1953, svo
hljóðandi:
„Barn Á. A., sem er fætt 5. jan. 1948 og talið fullburða skv.
vottorði ljósmóður, gæti verið komið undir í fyrsta lagi 11. marz 1947,
væri þá meðgöngutíminn 300 dagar.
Algengast er talið, að meðgöngutíminn frá frjóvgun til fæðingar sé
270—280 dagar, er því líklegasti frjóvgunartíminn í þessu tilfelli fyrstu
dagar apríl 1947.
í síðasta lagi gæti barnið verið komið undir 10. maí 1947 (meðgt.
240 d.).“
7) Frá sama lækni, dags. 13. maí 1953, svo hljóðandi:
„Tel ekki ástæðu til að vantreysta niðurstöðum síðustu blóðrann-
sökunar, er fram hefur farið í máli þessu.“
Við meðferð málsins í réttarmáladeild vék prófessor Níels Dungal,
forstöðumaður Rannsóknarstofu háskólans, sæti í deildinni, en í hans
stað kom prófessor Júlíus Sigurjónsson.
Málið er lagt fgrir læknaráð á þá leið,
að óskað er, að læknaráð rannsaki og láti í té umsögn um ósamræmi
í blóðrannsóknum í sambandi við mál þetta.
Málið var lagt fyrir réttarmáladeild ráðsins. Afgreiddi deildin það
með ályktun á fundi 4. ágúst 1953, en samkvæmt óslc eins læknaráðs-
manns var málið borið undir læknaráð í heild. Tólc ráðið málið til
meðferðar á fundi 10. september og afgreiddi það í einu hljóði með
svofelldri
Álijktun:
í bréfum Rannsóknarstofu háskólans, dags. 12/3 og 31/3 1952, er
ósamræmi það, er fram hefur komið við endurteknar rannsóknir Rh-
faktoranna C og c, skýrt með því, að sera þau, sem notuð voru í fyrstu,
hafi ekki verið áreiðanleg.
Læknaráð telur skýringuna eðlilega, að því er varðar þetta atriði, en
hefur ekki aðstöðu til rannsóknar hér að lútandi.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Hafnarfjarðar 3. nóv. 1953 var kærði K. J-
dæmdur faðir að barni Á. A.
9/1953.
Sakadómarinn í Reykjavfk hefur með bréfi, dags. 14. september
1953, á ný leitað umsagnar læknaráðs í barnsfaðernismálinu: S. E.
gegn Ó. Þ.
Málsatvik eru þau, er greinir í álitsgerð og úrskurði læknaráðs
í sama máli, dags. 19. ágúst s. 1. (Mál nr. 7/1953.)