Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 240
1931
— 238 —
því er slysið varð, fyrr en hann vaknaði í fangahúsi Hafnarfjarðar
kl. 7 um morguninn 5. september.
Að lokinni yfirheyrslu var slasaði fluttur í St. Jósefsspitala í Hafnar-
firði.
í málinu liggja fyrir þessi læknisvottorð:
1. Frá ..., starfandi lækni í Hafnarfirði, dags. 6. september 1951,
svo hljóðandi:
„J. S-son, frá ..., var fluttur á spítalann hér kl. rúmlega [10]
e. m. þ. 4. þ. m. eftir að hafa lent í bílslysi.
Sjúkl. var áberandi ölvaður, en gat þó staðið og geng'ið. Glóðarauga
á báðum augum og bólga á enni milli augnanna. Hægri kinn bólgin,
en getur vel opnað munninn. Engin blæðing úr eyrum, en töluverðar
blóðnasir. Engin einkenni um mar annars staðar á líkamanum.
Daginn eftir fór að bera á, að serös vökvi, ofurlítið blóði blandaður,
vætlaði út úr v. eyra. Við skoðun á hljóðhinmu reyndist rifa í henni,
og er sennilega um brot á höfuðbeini að ræða að neðan (fract. bas.
cranii).“
2. Frá . . ., sérfræðingi í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum í Reykja-
vík, dags. 24. október 1951, svo hljóðandi:
„J. S-son . .., hefur alveg dautt eyra vinstra megin. Þar er engin
heyrn eða jafnvægisskyn.“
3. Frá fyrr nefndum lækni í Hafnarfirði, dags. 17. nóvember 1951,
svo hljóðandi:
„J. S-son frá ... (f. 16. júní 1903) lá hér á spítalanum frá 5. sept.
til 27. okt. 1951 vegna afleiðinga bilslyss 4. sept. um kvöldið.
Höfuðkúpa hans hafði brotnað (röntgenmynd sýndi rifu á pars
petrosa ossis tempor. sin.). Auk þess var v. hljóhimna rifin, vætlaði
þar út mænuvökvi, og var engin heyrn finnanleg á því eyra. Slasaði
lá mjög þungt haldinn í 16 daga vegna heilahimnubólgu (afleiðing
meiðslanna).
Þegar slasaði fór af spítalanum, var v. eyra algjörlega dautt, og
fylgir hér með vottorð frá eyrnalækni. Að öðru leyti var ekki fundið
neitt sérstakt athugavert við heilbrigði hans og orku.“
4. Frá ..., starfandi lækni í Reykjavík, dags. 3. apríl 1952, svo
hljóðandi:
„Þann 2. apríl 1952 kom hr. J. S-son til skoðunar í lækningastofu
mína. Hann er fæddur 16. júní 1903, til heimilis . . .
Hann skýrir svo frá, að þann 4. sept. 1951 hafi hann orðið fyrir bíl
á Vífilsstaðaveginum ásamt öðrum manni, er látizt hafi af afleiðing-
um ákeyrslunnar. Hann segist hafa verið undir áhrifum áfengis, er
slysið bar að. Hann segist lítið muna frá þeim tíma og hafa verið
eitthvað í roti. Hann var fluttur til Hafnarfjarðar og var vegna vín-
áhrifanna látinn vera í umsjá lögreglunnar þar á staðnum yfir nóttina.
Læknir mun þó hafa litið á slasaða þá um lcvöldið, en ekki talið ástæðu
að leggja hann í sjúkrahús að svo komnu. Um morguninn eftir kom í
ljós, að vökvi dreyrði úr vinstra eyra slasaða, og var þá læknis leitað
á ný. Hann lét þá slasaða strax í St. Jósepsspítala í Hafnarfirði, þar
sem hann lá síðan til 27. okt. 1951. Meiðslum slasaða er svo lýst í