Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Qupperneq 242
1951
— 240 —
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er álits um eftirtalin atriði:
1. Hvort ætla megi, að stefnandi hafi hlotið örorku, sem sé eðlileg
afieiðing af slysi því, er hann varð fyrir þann 4. september 1951.
2. Verði svo talið, hver sé þá örorka stefnanda, þar með talin fram-
tíðarörorka hans.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad. 1. Já.
Ad 2. Læknaráð er samþykkt örorkumati ..., starfandi læknis í
Reykjavík, dags. 3. apríl 1952.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 17. nóvember
1953, staðfest af forseta og ritara 24. s. m. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 22. desember 1953 var stefndi
dæmdur til að greiða stefnanda kr. 19340.00 með 6% ársvöxtum frá 5. júní 1952 til
greiðsludags og Isr. 3000.00 í málskostnað. Áður en dómur féll í málinu, hafði stefn-
andi fengið greiddar kr. 10000.00 Stefnandi var sjálfur talinn eiga sök á slysinu að
% liluta.
1/1953: Málsúrslit (sbr. bls. 4): Vegna atburða þeirra, er getur í framangreindu
máli, svo og vegna annarra atburða sömu nótt var höfðað opinbert refsimál á
hendur tveim mönnum að nafni S. E. og J. S., og var dómur kveðinn upp í málinu
í sakadómi Reykjavíkur hinn 10. marz 1954. í forsendum dómsins segir svo m. a.:
„Um orsakir til hinna stórkostlegu meiðsla, er Á. varð fyrir í umrætt skipti
og valdið hafa varanlegu heilsutjóni, er nokkuð á huldu. Þegar litið er til þess,
að sérfræðingar telja sennilegast, að áverkar Á. séu til komnir, áður en hann féll
á götuna, og vel kunni þeir að stafa af hnefahöggum, og með tilliti til framburða
hinna ákærðu, er að framan hafa verið raktir, þykir þó mega slá því föstu, að J.
hafi með Iikamsárás orðið valdur að því, að Á. féll til jarðar, og verði heilsutjón
Á því að teljast J. til sakar vegna gáleysis. J. hefur þannig gerzt brotlegur við
218. gr. alm. hegningarlaga.“
Þar sem ákærðu gerðust sekir um fleiri afbrot sömu nótt, þykir ekki ástæða
til að geta refsingar þeirra hér.
Skaðabótamál hefur ekki verið höfðað enn vegna framangreindra atburða.