Orð og tunga - 2021, Page 18

Orð og tunga - 2021, Page 18
Ari Páll Kristinsson: Innri breytileiki og málsnið 7 Hjá Ástu Svavarsdóttur (2013:97) kemur fram að í yfirlitskönnun um setningar með breytilegu frumlagsfalli bendi dómar málnotenda skýrt til þess að sami einstaklingur geti samþykkt bæði þolfall og þágufall á sama frumlagi og með sömu sögn „eða m.ö.o. að sumir málnotendur geti ýmist sagt mig vantar eða mér vantar eða a.m.k. sætt sig við hvort tveggja“. Þegar sérkönnun var gerð á raunverulegri mál notkun í svolitlu úrtaki fengust nánari upplýsingar, þar á meðal dæmi um einstakling sem notaði sögnina langa 20 sinnum, þar af 19 sinnum með þolfallsfrumlagi (mig, þig) en einu sinni með þágu falls­ frumlagi, mér (Ásta Svavarsdóttir 2013:106). Þarna má því sjá stað fest notkunardæmi frá sama málnotanda um mismunandi frum lags fall með sama sagnorði og sömu persónu og tölu frumlags. Dæmin um breytilegan framburð á rtn/rtl (Kristján Árnason 2005:386), dæmin um harðmæli og vestfirskan einhljóðaframburð Helga Hrafns Gunnarssonar í ræðustól Alþingis (Lilja Björk Stefáns­ dóttir 2016) og sveiflurnar í tíðni stílfærslna í þingræðum Steingríms J. Sigfússonar í sömu pontu (Lilja Björk Stefánsdóttir og Anton Karl Ingason 2018), benda til áhrifa umhverfis og málaðstæðna á innri breytileika og undirstrika félagslega merkingu málbeitingarinnar. Sennilega er það oftast meðvitað þegar málnotandi tekur á full­ orðinsaldri upp á því að beita fremur fágætum framburðaratriðum á borð við vestfirskan einhljóðaframburð, t.d. í þingræðum. Margar athuganir hafa raunar bent til þess að einmitt framburðareinkenni í málsamfélögum víða um heim séu vel til þess fallin að koma til skila kerfisbundinni og sértækri félagslegri merkingu (Garrett 2010:116). Innri breytileiki kann að ráðast af eðlisólíkum þáttum sem til hægðarauka mætti nefna innri og ytri þætti. Í rannsóknum sem byggj ast á gögnum um raunverulega málnotkun og rannsóknum sem styðjast við dómasetningar getur tekist að leiða í ljós innri breyti­ leika þar sem málkerfi þátttakandans virðist bjóða upp á tilbrigðin án þess að valkostirnir séu endilega skilyrtir af ytri þáttum. Í rann­ sókn um á dómum málnotenda – hvort þeir samþykki eða ekki til­ tekn ar setningarformgerðir, fallnotkun o.s.frv. – er gjarna stuðst við til búnar dæmasetningar án þess að texta­ og samskiptalegt samhengi sé tilgreint ýkja nákvæmlega og raunar getur verið torvelt að átta sig á hvaða málaðstæður hver þátttakandi sér helst fyrir sér þegar dómurinn fellur. Ytri þættir hljóta hins vegar að teljast nærtækari heldur en innri þættir sem skýring á innri breytileika ef sýna má fram á að innri breytileikinn birtist í beinu samhengi við mismunandi málaðstæður tunga_23.indb 7 16.06.2021 17:06:47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.