Orð og tunga - 2021, Page 18
Ari Páll Kristinsson: Innri breytileiki og málsnið 7
Hjá Ástu Svavarsdóttur (2013:97) kemur fram að í yfirlitskönnun
um setningar með breytilegu frumlagsfalli bendi dómar málnotenda
skýrt til þess að sami einstaklingur geti samþykkt bæði þolfall og
þágufall á sama frumlagi og með sömu sögn „eða m.ö.o. að sumir
málnotendur geti ýmist sagt mig vantar eða mér vantar eða a.m.k. sætt
sig við hvort tveggja“. Þegar sérkönnun var gerð á raunverulegri
mál notkun í svolitlu úrtaki fengust nánari upplýsingar, þar á meðal
dæmi um einstakling sem notaði sögnina langa 20 sinnum, þar af 19
sinnum með þolfallsfrumlagi (mig, þig) en einu sinni með þágu falls
frumlagi, mér (Ásta Svavarsdóttir 2013:106). Þarna má því sjá stað fest
notkunardæmi frá sama málnotanda um mismunandi frum lags fall
með sama sagnorði og sömu persónu og tölu frumlags.
Dæmin um breytilegan framburð á rtn/rtl (Kristján Árnason
2005:386), dæmin um harðmæli og vestfirskan einhljóðaframburð
Helga Hrafns Gunnarssonar í ræðustól Alþingis (Lilja Björk Stefáns
dóttir 2016) og sveiflurnar í tíðni stílfærslna í þingræðum Steingríms
J. Sigfússonar í sömu pontu (Lilja Björk Stefánsdóttir og Anton Karl
Ingason 2018), benda til áhrifa umhverfis og málaðstæðna á innri
breytileika og undirstrika félagslega merkingu málbeitingarinnar.
Sennilega er það oftast meðvitað þegar málnotandi tekur á full
orðinsaldri upp á því að beita fremur fágætum framburðaratriðum
á borð við vestfirskan einhljóðaframburð, t.d. í þingræðum. Margar
athuganir hafa raunar bent til þess að einmitt framburðareinkenni í
málsamfélögum víða um heim séu vel til þess fallin að koma til skila
kerfisbundinni og sértækri félagslegri merkingu (Garrett 2010:116).
Innri breytileiki kann að ráðast af eðlisólíkum þáttum sem til
hægðarauka mætti nefna innri og ytri þætti. Í rannsóknum sem
byggj ast á gögnum um raunverulega málnotkun og rannsóknum
sem styðjast við dómasetningar getur tekist að leiða í ljós innri breyti
leika þar sem málkerfi þátttakandans virðist bjóða upp á tilbrigðin
án þess að valkostirnir séu endilega skilyrtir af ytri þáttum. Í rann
sókn um á dómum málnotenda – hvort þeir samþykki eða ekki til
tekn ar setningarformgerðir, fallnotkun o.s.frv. – er gjarna stuðst við
til búnar dæmasetningar án þess að texta og samskiptalegt samhengi
sé tilgreint ýkja nákvæmlega og raunar getur verið torvelt að átta
sig á hvaða málaðstæður hver þátttakandi sér helst fyrir sér þegar
dómurinn fellur.
Ytri þættir hljóta hins vegar að teljast nærtækari heldur en innri
þættir sem skýring á innri breytileika ef sýna má fram á að innri
breytileikinn birtist í beinu samhengi við mismunandi málaðstæður
tunga_23.indb 7 16.06.2021 17:06:47