Orð og tunga - 2021, Page 19
8 Orð og tunga
og textategundir. Hvað varðar breytilegt frumlagsfall má í þessu sam
bandi nefna rannsókn Finns Friðrikssonar (2004:177–178) þar sem
þágu fallshneigðar varð ekki vart í rituðum textum tiltekins hóps en
á hinn bóginn kom hún fram í 14% dæma í töluðu máli hjá hinum
sömu málnotendum. Hér blasir við að muninn eigi ekki að skýra
sem tilviljun óháð miðli (tali/ritun) heldur hafi textategund, sam
skiptaaðstæður, undirbúningur, viðhorf og viðleitni málnotenda til
að birta ákveðna mynd af sér í tilteknu samhengi, þ.e. atriði utan við
málkerfið í þröngum skilningi, haft þau áhrif á hluta þátttakendanna
að þeir sneiða a.m.k. stundum hjá þágufallsfrumlagi í ritun. Formleg
og óformleg málstýring kann að hafa skilað sér í því að einhver hluti
þátttakendanna hafi tileinkað sér að vera á varðbergi í vissum mál
aðstæðum, m.a. við ritun og til að sýna sig í „viðeigandi“ hlutverki,
þ.e. búi við þá skilyrðingu að tilteknar ópersónulegar sagnir ræsi
aðgæslu með falli frumlagsins, í stað þess að frumlagsfallið ráðist,
óáreitt, af ómeðvitaðri virkni málkerfis þeirra.
Eins og áður var nefnt hefur verið sýnt fram á að málfræðilegt
umhverfi – persóna og tala frumlags – hefur sín áhrif á dreifingu
hvað varðar innri breytileika við val frumlagsfalls. Rannsókn Ástu
Svavarsdóttur (2013:102) leiddi í ljós að þolfallsfrumlögin mig og þig
með ópersónulegu sögnunum í könnun hennar voru hlutfallslega
miklu algengari en þegar um var að ræða 3. persónu fornöfn eða aðra
nafnliði. Sams konar niðurstöður er að finna í rannsókn Irisar Eddu
Nowenstein (2012:19), þ.e. að þágufallshneigðar gæti síst í 1. persónu
eintölu.
Þessi munur einkennir ekki aðeins mál fullorðinna. Rannsókn
Irisar Eddu á gögnum úr máltöku barna sýnir sama mynstur, sem
sé að þolfall var langalgengast hjá börnunum einmitt með 1. p. et.
(Iris Edda Nowenstein 2014:56). Iris Edda (2014:67) ályktar að innri
breytileikinn virðist „eiga rætur sínar að rekja til máltökunnar og vera
þar af leiðandi hluti af málkunnáttunni, frekar en að endurspegla
meðvitaðar leiðréttingar sem [séu] í raun lærð hegðun“.
Samt sem áður er það mat Irisar Eddu (2014:74) að „ekki [sé]
ástæða til þess að afneita algjörlega áhrifum félagsmálfræðilegs gild
is þágufallshneigðar, sérstaklega þar sem þekkt er að fullorðið fólk
„leiðrétti“ mál sitt að einhverju leyti út frá félagsmálfræðilegum
breytum“. Þær leiðréttingar á eigin málfari sem Iris Edda víkur þarna
að koma einmitt vel heim og saman við umræðuna hér á undan um
áhrif ytri þátta á innri breytileika í notkun frumlagsfalls.
Í 3. kafla hér á eftir er sagt frá lítilli athugun á breytilegu málfari
tunga_23.indb 8 16.06.2021 17:06:47