Orð og tunga - 2021, Page 20
Ari Páll Kristinsson: Innri breytileiki og málsnið 9
eins málnotanda og má segja að þar sé ákveðinn skyldleiki við
rannsóknir Lilju Bjarkar (2016), Lilju Bjarkar og Antons Inga (2018),
Ástu (2013) og Irisar Eddu (2012, 2014), þ.e. rannsóknin lýtur að innri
breytileika í íslensku. Í athuguninni sem hér er sagt frá er megin
útgangspunkturinn hvorki málfræðilegt umhverfi einstakra breytna
í hefðbundnum skilningi, né heldur hefðbundnir félagslegir bak
grunnsþættir og uppruni málnotenda, heldur er horft fyrst og fremst
á breytileika í máli einstaklingsins í ljósi hinna mismunandi aðstæðna
og textategunda sem um ræðir og félagslegrar merkingar sem felst í
málnotkun hans í mismunandi samhengi.
2.3 Málsnið og málnotkunarhæfni
2.3.1 Um málsniðshugtakið og beitingu ólíkra málsniða
Áður en lengra er haldið er rétt að fara nokkrum orðum um hvaða
skilning má leggja í hugtakið málsnið enda er viðfangsefni greinar
innar að skoða breytilegt málsnið tiltekins málnotanda. Hugtakið
sam svarar því sem á ensku hefur ýmist verið nefnt style eða register.
Douglas Biber, sem hefur um árabil rannsakað breytilega mál notk
un í mismunandi textategundum, hefur notað orðið register um mál
brigði skilgreind út frá málaðstæðum og eftir einkennandi málfræði
þáttum og orðanotkun.7 Þá er heitið register líklega oftar en style
t.a.m. haft um einkennandi málnotkun tiltekinna starfsstétta. Þrátt
fyrir vissan mun á blæ og notkun virðast orðin style og register oft
notuð nánast sem samheiti. Með báðum þessum heitum er átt við
kunnuglegar málnotkunartegundir í málmenningunni, ásamt þeim
félagsmálvísindalegu ferlum sem festa tegundirnar í sessi og gera
kleift að nýta þær og endurskapa við notkun.8 Í ensku fræðimáli er
líkast til orðið algengara að finna heitið style en register. Það tengist
jafnframt breyttum rannsóknaráherslum og kenningum innan félags
legra málvísinda þar sem skoðaðir eru ýmsir fleiri þættir í táknfræði
mannlegrar hegðunar en málnotkunin ein og sér (sjá t.a.m. Eckert
2012).
7 Sbr. Biber (2006:11): „situationallydefined varieties described for their character
istic lexicogrammatical features“.
8 Sbr. Mortensen, Coupland og Thøgersen (2017:20 nmgr. 2): „both terms provide
shortform reference to culturally recognizable modes of language use and to the
sociolinguistic processes through which they are consolidated and then exploited
and reshaped in usage“.
tunga_23.indb 9 16.06.2021 17:06:47