Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 37
26 Orð og tunga
4 Lokaorð
Eins og rakið var í 2. kafla hér á undan beitir fólk mismunandi stíl frá
einum málaðstæðum til annarra og nýtir mismunandi málsnið jafn
framt til að skilgreina sig gagnvart umhverfinu. Samanburðurinn á
þremur textategundum í meðförum Gísla Marteins Baldurssonar í 3.
kafla hefur sýnt dæmi um þetta og þar með hvernig innri breytileiki
getur komið fram í máli hans.
Málnotkun er ekki eingöngu vélræn vörpun af aðstæðum og texta
tegund heldur eru málnotendur virkir gerendur og laga málsniðið að
eigin vild og þeirri mynd sem þeir (kjósa að) hafa af sjálfum sér og
vilja að aðrir sjái. Íslendingar þekkja Gísla Martein Baldursson eink
um sem sjónvarpsmann en hann er einnig fyrrverandi stjórnmála
mað ur og er áhugamaður um betra líf og umhverfi borgarbúa, bætta
umferðarmenningu og fleira. Samanburður á tístum, vefpistlum og
tali í sjónvarpssamtölum leiðir í ljós skýr dæmi þess hjá Gísla Mart
eini hvernig innri breytileikinn tengist ekki aðeins málaðstæðum og
eðli hinna mismunandi textategunda heldur einnig þeirri mynd sem
málnotandinn birtir af sér í mismunandi miðlum og hlutverkum.
Tístin, vefpistlarnir og sjónvarpsþættirnir sýna þannig hvernig sami
málnotandi getur auðveldlega byggt upp og kynnt til sögunnar
þrenns konar hlutverk (e. persona) í félagsmálvísindalegum skilningi
(sbr. t.a.m. Mortensen, Coupland og Thøgersen 2017:2).
Í tístunum ber nokkuð á því sem kalla má talmálslegt orðaval.
Þar er ýmist á ferðinni „alíslenskur“ orðaforði og orðasambönd, eða
þá framandorð sem birtast án (áberandi) aðlögunar að íslenskum
ritvenjum. Svolítið ber á eins konar skeytastíl eða fyrirsagnastíl, og
kom í ljós að um 12% segða í tístum Gísla Marteins hafa ekki að
geyma sagnir í persónuháttum. Með orðavalinu og stílnum má vera
að Gísli Marteinn lagi málsniðið að ímynduðum lesendahópi í yngri
kantinum sem hann vill höfða til, sbr. hugtak Bells (1984, 2001) um
hlustendamiðun, sbr. umræðu í 2.3.1.
Ólíkt tístunum geyma vefpistlarnir engin raunveruleg dæmi um
framandorð. Í eina skiptið sem enska kemur fyrir eru notaðar gæsa
lappir og íslensk þýðing fylgir. Annað talmálslegt eða slangurkennt
orðaval kemur nokkrum sinnum fyrir en er alls ekki eins áberandi
og í tístunum. Setningar eru jafnan með sögn í persónuhætti og án
liðfellinga. Vefpistlarnir eru því í raun áþekkir því sem almennt
tíðkast í opinberu eða ritstýrðu ritmáli, t.a.m. í dagblöðum, hvort
heldur horft er til orðaforða eða formgerða. Vefpistlana skrifar Gísli
tunga_23.indb 26 16.06.2021 17:06:48