Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 48
Ásta Svavarsdóttir: Málnotkun í fjölskyldubréfum 37
kaupmenn, handverksmenn og embættislausir „borgarar“ sem voru
fáliðaðir hópar á þessum tíma. Guðmundur Hálfdanarson (1993:12–
20) telur að þótt síðastnefndu hóparnir ættu fremur samleið með
veraldlegum embættismönnum en bændum séu að öðru leyti rök fyrir
því að líta á hina stóru og sundurleitu bændastétt sem eina heild á
þessum tíma. Hefðbundinn lífsferill einstaklinga í bændasamfélaginu
fólst m.a. í því að vinnumennska var í flestum tilvikum tímabundin
staða á ákveðnu aldursskeiði, eins konar undirbúningstími fyrir það
að gerast sjálfstæðir bændur síðar, og samfélagsleg staða bænda innan
og utan heimilis var áþekk þrátt fyrir ólíkan efnahag. Takmarkanir
hins hefðbundna bændasamfélags komu í ljós þegar fólksfjöldi fór að
aukast að ráði á þriðja áratug aldarinnar og síðar. Við það varð skortur
á jarðnæði og ungt fólk festist í vinnumennsku af því að án þess gat
það ekki stofnað fjölskyldu og skapað sér framtíð sem sjálfstæðir
bændur. Þessi staða átti ekki lítinn þátt í auknum fólksflutningum
á síðari hluta aldarinnar, bæði með þéttbýlismyndun innanlands og
flutningum til Vesturheims. Þéttbýli tók að myndast við ströndina
snemma á öldinni en eigi að síður bjó þorri landsmanna til sveita alla
19. öld, næstum 90% íbúa 1880 og um 75% um aldamót (Sögulegar
hagtölur 2017). Á tímabilinu 1880–1905 tvö eða þrefaldaðist fjöldi
þéttbýlisbúa í flestum landshlutum þótt tölurnar væru víða mjög
lágar. Árið 1905 var hlutfall þeirra sem bjuggu í þéttbýli komið yfir
20% alls staðar nema á Suðurlandi og Norðurlandi vestra (8%), hæst
á Vestfjörðum (30%). Þá er Reykjavík og nágrenni ekki meðtalin
en þar bjuggu næstum 11 þúsund manns árið 1905. Líf, störf og
samskipti fólks breyttust verulega við flutning úr sveit í bæ. Störf
færðust í auknum mæli út af heimilunum sem voru almennt minni
en til sveita, oft bara foreldrar og börn. Fólk framfleytti sér og sínum
aðallega með launavinnu eða sjálfstæðri starfsemi af ýmsu tagi, t.d.
þjónustustörfum, handverki eins og smíðum eða saumaskap, kennslu
eða útgáfustörfum. Um þetta leyti urðu fiskveiðar og vinnsla líka
sjálfstæð og vaxandi atvinnugrein í þéttbýli og umfang verslunar og
viðskipta jókst mjög. Í bæjunum urðu því til nýir þjóðfélagshópar,
ekki síst vaxandi millistétt með ýmsum menntuðum og sérhæfðum
starfshópum, s.s. kennurum, blaðamönnum, verslunarfólki og hand
verksfólk, og verkalýðsstétt með ófaglærðu starfsfólki í ýmsum grein
um, t.d. fiskimönnum, verkafólki og vinnufólki, ekki síst vinnu kon
um. Þá urðu samskipti við fólk utan heimilisins — vini, ná granna,
samstarfsfólk og skólafélaga — hluti af daglegu lífi bæði barna
og fullorðinna í þorpum og bæjum. Þéttbýlismyndunin hafði því
tunga_23.indb 37 16.06.2021 17:06:48