Orð og tunga - 2021, Page 50

Orð og tunga - 2021, Page 50
Ásta Svavarsdóttir: Málnotkun í fjölskyldubréfum 39 og útgáfa kennslubóka kallaði líka á ákvarðanir um það hvað skyldi kenna, þar á meðal hvaða afbrigði ætti að setja í forgrunn þar sem tilbrigði voru í málinu. Skólaganga og þar með formleg menntun umfram skyldubundna kennslu í lestri og síðar einnig skrift og reikn­ ingi var þó langt í frá almenn á 19. öld. Langflestir fengu tilsögn heima hjá sér, barnaskólar voru lengst af fáir og fámennir og tók ekki að fjölga fyrr en seint á öldinni, aðallega í þéttbýli. Um miðja öldina var Bessastaðaskóli fluttur til Reykjavíkur, stækkaður verulega og varð um leið Lærði skólinn. Hann var einungis fyrir pilta og eini starfandi skólinn á framhaldsstigi þar til Kvennaskólinn í Reykjavík tók til starfa 1874. Eftir það tók skólum smám saman að fjölga þótt próf úr Lærða skólanum væri áfram lykillinn að frekari menntun. 3 Efniviður og aðferðir 3.1 Einkabréf frá 19. öld Allar sögulegar málrannsóknir mótast að einhverju leyti af því sem Labov (1994:11) kallaði „the art of making the best use of bad data“ – list þess að nýta takmörkuð gögn á sem bestan hátt. Það á við málheimildir frá 19. öld jafnvel þótt varðveitt gögn séu bæði meiri að vöxtum og fjölbreyttari en frá eldri tímaskeiðum og gefi því margbreytilegri mynd af málinu. Meðal þeirra eru einkabréf og önnur persónuleg skrif eins og dagbækur og endurminningar sem ritarar þeirra skrifuðu fyrst og fremst fyrir sjálfa sig og sína nánustu. Slík sjálfskrif (e. egodocuments) eru talin endurspegla daglegt mál fólks betur en aðrir ritaðir textar og komast nær töluðu máli, sýna „mál nándar“ (e. language of proximity) öfugt við það „mál fjarlægðar“ (e. language of distance)2 sem birtist í formlegri ritmálstextum, og þau hafa reynst mikilvægar heimildir um mál og málnotkun einstaklinga og hópa frá félagsmálfræðilegu sjónarhorni (sjá m.a. Elspass 2012, Elspass o.fl. 2007, Sandersen 2003, 2007, van der Wal og Rutten 2013, Heimir F. Viðarsson 2019). 2 Þessi hugtök eru rakin til þýsku málfræðinganna Peter Koch og Wulf Oesterreicher sem fjölluðu í grein frá 1985 (og öðrum greinum síðar) um flókið samspil talmáls og ritmáls. Þeir litu m.a. svo á að alla málnotkun, hvort sem hún fælist í tali eða riti, mætti staðsetja á skala frá því sem fólk skynjaði sem talmálslegt (e. conceptual orality) til þess sem væri skynjað sem ritmál (e. conceptual written language) (sjá Elspass 2007:5). tunga_23.indb 39 16.06.2021 17:06:48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.