Orð og tunga - 2021, Page 55
44 Orð og tunga
milli kynslóða. Í safninu eru bréf frá Guðrúnu og Guðnýju til beggja
viðtakendanna en frá hinum systkinunum einungis til annars þeirra.
Í úrvalinu sem er kjarni efniviðarins sem hér er byggt á eru ellefu bréf
til Finns frá hverju alsystkina hans, alls 33 bréf, og níu bréf til föðurins
frá hverri systranna og Finni, alls 36 bréf. Tafla 1 gefur yfirlit yfir þetta
bréfaúrval, alls 69 bréf.
Frá Til Fjöldi bréfa
Ritunar
tímabil
Fjöldi les máls
orða
Guðrún (f. 1856)
bróður
(Finnur)
11 1878–1902 7.687
Klemens (f. 1862) 11 1881–1902 6.824
Guðný (f. 1865) 11 1880–1903 4.174
Guðrún (f. 1856)
föður
(Jón Borg
firðingur)
9 1883–1890 5.743
Finnur (f. 1858) 9 1881–1886 7.745
Guðný (f. 1865) 9 1888–1890 3.228
Sigurjóna (f. 1865) 9 1884–1905 2.554
Alls 69 1878–1905 37.955
Tafla 1. Úrval úr bréfasafni: Yfirlit yfir bréfritara, viðtakendur og bréf.
Bréfin voru rituð á næstum aldarfjórðungi milli 1878 og 1905 þótt
bréf hvers og eins spanni ekki endilega allt tímabilið. Bréfaskipti
systkinanna hófust þegar Finnur fór til náms í Kaupmannahöfn og
bréf til föðurins voru skrifuð eftir að systkinin tíndust að heiman,
alfarin eða til lengri eða skemmri dvalar annars staðar. Bréfaskipti
Sigurjónu við föður hennar hófust eftir að hann varð ekkill. Bréfin
eru mjög mislöng eins og sést á fjölda lesmálsorða. Umfangsmest eru
bréf Guðrúnar til Finns og bréf hans til föðurins. Skrif Sigurjónu eru
minnst að vöxtum. Við val á bréfum var leitast við að taka annars
vegar með bréf frá yngri árum systkinanna, þegar þau voru á tvítugs
og þrítugsaldri og enn í heimahúsum eða í námi, og hins vegar bréf
sem þau skrifuðu síðar, þegar þau voru orðin ráðsett og búin að
marka sér eigin braut í lífinu. Með því móti var hægt að bera saman
eldri og yngri skrif hvers og eins ef tilefni reyndist til.
í Kaupmannahöfn). Sum bréfin hafa verið gefin út á prenti (Sigrún Sigurðardóttir
1999) og rannsóknin hefur notið góðs af uppskriftum bréfa úr útgáfunni og af
ítarlegum inngangi útgefandans.
tunga_23.indb 44 16.06.2021 17:06:48