Orð og tunga - 2021, Side 57

Orð og tunga - 2021, Side 57
46 Orð og tunga Kr. Friðriksson (1861:57) í málmyndalýsingu sinn: „Sögnin hafa beygist í hinni fornu tungunni helzt eptir kenna [þ.e. hefi, hefir] en eptir beygingu þessa orðs í tali nú, er það rjettar talið til 3. flokksins“ og í beygingardæminu sýnir hann hef og hefur sem nútíðarmyndir sagnarinnar með athugasemdum innan sviga: „(áður hefi)“ o.s.frv. Þegar umræða um málnotkun og málþróun fór af stað á fjórða áratug 19. aldar vildu ýmsir halda fram gömlu tvíkvæðu myndunum hefi og hefir, sérstaklega í ritmáli, og tileinkuðu sér þær. Þetta var þó ekki óumdeilt frekar en ýmis önnur atriði sem athygli beindist að í málumræðu á 19. öld. Jón Thoroddsen var einn þeirra sem virðist hafa tileinkað sér myndirnar hefi og hefir, t.d. í bréfum, en í endurútgáfu Pilts og stúlku 1867, þar sem ýmsu var breytt til samræmis við þann málstaðal sem var í mótun, var myndunum hef og hefur eigi að síður haldið óbreyttum (Haraldur Bernharðsson 2017:114–115). Það má því gera ráð fyrir að dreifing afbrigðanna í 19. aldar textum sé ekki einungis vitnisburður um stöðuna í þeirri hægfara málþróun sem hafði átt sér stað aldirnar á undan heldur hafi tilburðir til málstöðlunar líka haft áhrif á hana. 3.3.2 Orð af erlendum uppruna Á síðasta fjórðungi 19. aldar fór dæmum um nýleg aðkomuorð7 hlutfallslega fjölgandi í íslenskum blöðum, mismikið eftir eðli og einkennum textanna (Ásta Svavarsdóttir 2017:60 o.áfr.), enda voru erlend áhrif almennt og tengsl við önnur mál vaxandi á þessum tíma (sjá kafla 2). Notkun ýmissa orða af erlendum uppruna, sér­ staklega nýrra og/eða framandlegra orða, var meðal þess sem mál­ vöndunarmenn á 19. öld beindu spjótum sínum að og segja má að höfnun slíkra orða hafi orðið hluti af málstaðlinum sem þá var í mótun. Þarna voru því tveir andstæðir kraftar að verki, annar líklegur til að ýta undir notkun aðkomuorða og hinn til að vinna gegn henni, og þess vegna er áhugavert að skoða þetta atriði í skrifum sem ætla má að standi nærri daglegu máli. Það verður þó að nálgast það á annan hátt en tilbrigði sem felast í vali milli tveggja eða fleiri hljóð­ eða beygingarafbrigða sem hafa sama hlutverk og geta staðið í sama 7 Hugtakið aðkomuorð (d. importord) vísar til allra orða sem eiga rætur í öðru máli án tillits til aldurs þeirra í viðtökumálinu, útbreiðslu og þess hversu vel eða illa þau hafa aðlagast málinu. Það spannar því jafnt gamalgróin og/eða fullaðlöguð tökuorð sem framandorð og slettur og jafnvel erlend orð sem birtast í texta á viðtökumálinu. tunga_23.indb 46 16.06.2021 17:06:48
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.